Feykir


Feykir - 24.09.1997, Qupperneq 4

Feykir - 24.09.1997, Qupperneq 4
4 FEYKIR 52/1997 Hinir óteljandi þræðir til fortíðar Um þessar mundir talar bemskusaga Sauðárkróksbæjar til okkar með skýrari og fallegri hætti en nokkum tíma fyrr. Saga sem fyrir margar sakir er sérstæð og óvenjuleg. Þessi saga geymir t.d. minningar um fólk sem m.a. sökum harðbýlis við móður náttúm, sá sér enga leið aðra færa en að taka sig upp og flytjast búferíum vestur um haf í leit að auðveldari lífsbaráttu. En saga þessi geymir líka aðrar minningar um fólk sem kom hingað utan úr heimi, tók ást- fóstri við þennan hjara veraldar og breyttí Sauðárkróki úr óhijálegri verbúð í blómlega byggð menningar og versl- unar, byggð sem á ýmsan hátt stóðst heimsborgurunum samanburð. Það er sú saga sem við viljum minn- ast nú í dag. Hvað varð til þess að menn eins og Ludvig Popp, Valgarð Claessen, Johan Knudsen og fleiri mætir menn settust hér að til frambúðar? Jú þetta vom verslunarmenn og sáu sér eflaust töluverðan hag í að flytja hingað vam- ing utan úr heimi til að selja. En það er jafnljóst að allir lögðu þessir aðkomu- menn hinu nýja samfélagi til í ríkari mæli en annars staðar gerðist, kraft sinn, Á afmælisári Sauðárkróks, sem lauk 20. júlí sl., var frum- byggjunum og sögu bæjarins gerð ríkuleg skil. Herdís Sæm- undardóttir gerði það m.a. í Sauðárkrókskirkju 21. júní þegar minnst var brúðkauþs aldar- innar, sem svo er kallað, þegar Claessenssystur kvonguðust við upphaf aldarinnar. kunnáttu og fjármuni tíl eflingar byggð- inni undir Nöfunum. Víðast hvar annars staðar á landinu mynduðu hinir dönsku aðkomumenn sitt eigið yfirstéttarsamfélag, sem bland- aðist lítt íslenskum almúganum. En það gerðist ekki í sama mæli á Króknum. Ekki ætla ég að halda því fram að hér hafi samfélagið verið án stéttarskipting- ar og menn hafi ekki tekist á, en hér unnu samt Danir og Islendingar hhð við hlið að uppbyggingu staðarins. Hvemig stóð á því að slík samvinna tókst? Vom „Danimir okkar” betur búnir að innan en þeir Danir sem settust að annars stað- ar, eða vom heimamenn einfaldlega til- búnari en aðrir landsmenn til að taka við nýjum straumum, nýjum siðum og nýju fólki? Ekki veit ég, en alla vega er ljóst að uppgangur Sauðárkróks á þessum tíma á sér vart hliðstæðu í íslenskri byggðasögu. Þótt heimildir af konum þessa tíma séu ekki ýkja fyrirferðarmiklar þá er ljóst að þær hafa ekki látið sitt eftir liggja og áttu sinn þátt í að Krókurinn byggðist upp eins og raun ber vitni. Ekki skal ég leggja mat á þau fleygu ummæli sem Guðmundur Hannesson prófessor í læknisfræði vitnaði í er hann rifjaði upp tíma sinn hér rétt fyrir alda- mótín síðustu, að „allar konur hér væm fremri mönnum sínum”. En það er hins vegar óumdeilt að konumar á Króknum áttu sinn drjúga þátt í þeim framfömm sem lögðu gmnninn að velferð okkar í dag. Það er ekki ætlun mín að gera sögu þessara kvenna skil hér, það hafa okkar tíma konur á Króknum nú þegar gert með eftinninnilegum hætti með þeirri sýningu sem nú stendur yfir í Bama- skólahúsinu. Öll eigum við óteljandi þræði til for- tíðarinnar sem að einhveiju leyti gera okkur að þeim manneskjum sem við emm í dag. Hvemig þessir þræðir liggja er oft óljóst og oftast erfitt að sjá sam- hengið milli þeirra. Tilvera okkar í þess- um heimi virðist tilviljunarkennd og at- burðarrásin án skírskotunar tíl þess sem var. Þegar ég fyrst, fyrir mörgum ámm, gluggaði í þessa sögu fmmheijanna á Króknum fyrir aldamótín síðustu, virð- ist mér hún ijarlæg og mér að mestu leyti óviðkomandi. En við nánari athug- un kemur í ljós að ég stæði sennilega ekki hér ef Ludvig Popp hefði ekki ákveðið að setjast hér að með verslun sína tíl ffambúðar á seinni hluta síðustu aldar. Árið 1909 réðist til Poppsverslun- ar á Hofsósi ungur stúdent, nýútskrifað- ur úr Verslunarskóla Islands. Ætlun hans var að afla sér starfsreynslu á stuttum tíma áður en hann héldi til framhalds- náms í Hollandi. En öriögin gripu í taumana og höguðu því svo til að þessi maður settíst að í Skagafirði og bjó hér til æviloka. Þessi maður var afi minn, Hermann Jónsson frá Ysta-Mói í Fljót- um. Frá þessum tíma hefur heimurinn skroppið talsvert saman og þykir nú ekkert tíltökumál að skjótast rétt sisona á milli heimsálfa, hvað þá landa. Ég er samt ekki viss um það að allar sam- göngubætumar, gervihnattarsamskipti út um allar trissur, dagleg mötun á heimsástandinu og möguleikar á að láta alla drauma rætast hafi breytt eðli mann- eskjunnar ýkja mikið eða rýri þýðingu fortíðarinnar fyrir nútíðina og framtíð- ina. Kannski hefur meira að segja aldrei verið nauðsynlegra en einmitt nú í þessu ölduróti tæknibyltíngarinnar að þekkja jarðveg sinn og finna þessa þræði til for- tíðarinnar. Þau gildi sem saga frumheijanna á Króknum endurspeglar eiga að mínu mati jafn vel við í dag. Við nútíma Króksarar getum lært sitthvað af þessari sögu. Það er einkum tvennt eða þrennt sem ég hef í huga í þessu sambandi. í fyrsta lagi það að saman lyftu menn, konur og karlar, íslenskir og danskir Króksarar, Grettistaki við að breyta staðnum úr „verbúð á kambinum” í menningarbyggð. I öðm lagi finnst mér auðsætt að hér hafa menn hugsað stórt, borið höfuðið hátt og ekki látið „emb- ættismenn að sunnan” stjóma hér fram- kvæmdum. í þriðja lagi finnst mér þessi saga segja mér að menn hér hafi verið óhræddir við að taka við nýjum straum- um utan úr heimi, án þess að glata fót- festunni í sínum eigin jarðvegi. Og það er kannski það mikilvægasta. Undir Borginni Svo öslaði græna gnoðin Þann 8. ágúst sl. kvað við skipsflauta sem endurómaði um Skagströnd og mannfólkið leit upp hvar sem það var statt. Hvað var eiginlega á seyði? Það var einhvem veginn svo dapur- legur tónn í flautunni, að hann smaug inn í hvers manns hjarta og hreyfði við sálarstrengjun- um. Það var heldur engin furða þótt áhrifin yrðu slík, því tog- skipið Örvar var að kveðja Skagstrendinga eftir rúmlega 15 ára gæfuríka þjónustu við byggðarlagið. Þama seig skipið áfram, hægt og virðulega, uns stefnu var náð tíl hafs, þá var sett á fulla ferð og svo öslaði græna gnoðin okkar út í rúss- neska óvissuna og brátt hvarf hún fyrir Höfðatána. Eftir sat tregablandinn ómur skipsflaut- unnar í eyrum og hjörtum bæj- arbúa. Hin glæsta forsaga Örvar kom til Skagastrandar miðvikudaginn 7. apríl 1982 á vorbjörtum fagnaðardegi. Skip- ið kom um kl. 14 og lagðist tígulega að stálþilinu austan við síldarverksmiðjuna. Fjölmenni var tíl staðar að fagna skipinu, enda gefið frí frá vinnu í tilefni dagsins. Hlýddu menn á ræður sem allar vom fluttar í vongleði og sóknarhug. Síðan var öllum boðið að skoða skipið og gos og sælgæti margs konar var á boðstólum. Þetta var hátíðisdag- ur, einn af þessum sérstöku og eftirminnilegu dögum sem mættu vera fleiri. Þetta var dagur gleði, dagur vonar. Á slíkum fagnaðardegi er enginn að velta því fyrir sér þó einhver útlát verði til almenn- ings. Gleðin er falslaus yfir heildina og einmitt á slíkum stundum finna hinir svokölluðu höfðingjar allt í einu til þess að þeir eiga eitthvað sameiginlegt með almúganum. Þeir skilja auðvitað ekki hvað það er, en samt finna þeir til mannlegrar samkenndar á slíkum dögum. Það held ég að sé alveg áreiðan- legt. Einmitt þess vegna verða svona dagar merkilegir. Þeir sýna okkur best fram á það að engum er alls vamað. Þess vegna er slæmt hvað svona dag- ar em sjaldgæfir - þeir þyrftu sannariega að vera fleiri. Veldur hver á heldur Koma Örvars til Skaga- strandar var mikill atburður. Stundin sú er stór í minning- unni. Skagstrendingur hafði náð einstöku frumkvæði með því að láta smíða fyrir sig fyrsta ís- lenska frystítogarann. Framund- an vom geysileg gróðaár. Fyrir- tækið var komið með óumdeil- anlega fomstu á sínu sviði. Það var á toppnum, naut verðskuld- aðrar viðurkenningar og aðdá- unar. Um allt land var sagt: „Á Skagaströnd kunna menn að reka útgerð”. Og Örvar var tákn alls þessa. Hann var sigurmerki þessarar velsældar, draumsýn sem orðið hafði að vemleika. Én hinn mikli ávinningur gerði kröfur tíl þess að menn vönduðu eftirleikinn. Að vera skrefi á undan öðmm þýðir auðvitað ekki að sú staða verði sjálfgefin áfram. Þá má síst af öllu sofna á verðinum, því hætt er við að menn vakni upp við það að þeir séu orðnir á eftir. Veldur hver á heldur. Hver og einn getur sjálf- sagt hugleitt með sér þá fram- vindu mála sem átt hefúr sér stað hjá Skagstrendingi síðan Örvar kom til sögunnar sem flaggskip þessa blómlega fyrir- tækis. Vongleðin frá 7. apríl 1982 hefur vissulega dvínað. Samkennd óbreyttra og útval- inna hefur lítið látið á sér kræla síðan daginn þann. Margt er bundið óvissu og efasemdir um eitt og annað em meira áberandi í umræðu dagsins í dag en löng- um áður. En þó margt sé óljóst, er eitt orðið óhrekjanleg staðreynd og þó kannski aðeins til að auka dapurleikann. Örvar er seldur og flauta hans mun ekki hljóma framar á Skagaströnd. Tákn- mynd draumsins sem varð að vemleika er horfin af sviðinu. En tjaldið er enn uppi og von- andi birtír á ný. 1. september 1997. Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.