Feykir - 19.11.1997, Side 2
2FEYKIR 40/1997
Fleiri á móti en með í Akrahreppi
„Við erum nokkrir sérvitr-
ingar hérna sem vildum að
hreppsbúum gæfist kostur á að
kjósa um sameininguna. Hins
vegar er þetta ekki það stór hóp-
ur að ég get ekki séð annað en
sameiningin hefði verið felld
með nokkrum mun hefði verið
Stuðull
Tölvubúnaður
Borgarmýri 1,
sími 453 6676
Viðgerðarþj ónusta
á sjónvörpum,
myndbandstækjuni,
tölvuni, prenturum
ogöðrum
rafeindatækjunL
Tilboð á
tölvuleikjum
10-70%
afsláttur
PC - PSX - MAC
Ortek
lyklaborð
Win ‘95 samhæft
PS/2 og AT tengi
Armhvíla
Ábrenndir
íslenskir stafir
Nett lögun
Verð aðeins
kn 2.990,-
Ódýr Ijósritun
Gerum tilboð í
stærri verk
kosið hér. Það virðist vera svo
útbreitt að fólk sé á móti sam-
einingu”, segir Jón Sigurðsson
bóndi á Stóru-Ökrum III í
Blönduhlíð. Nágrannar Blönd-
hlíðinga í norðri, í Viðvíkur-
sveitinni, samþykktu hins vegar
sameininguna með mest afger-
andi hætti í Skagafirði, 97%
sögðu já.
Jón á Ökrum á síður von á
því að sameiningarmálin komi
til með að setja svip sinn á kosn-
ingamar í hreppnum að vori.
Hreppsnefndin muni ekki verða
látin gjalda þess þó hún hafi
ákveðið upp á sitt eindæmi að
taka ekki þátt í kosningum
vegna sameiningar, en engin
formleg eða óformleg athugun
fór fram í hreppnum hvort fólk-
ið vildi kjósa um sameiningu
eða ekki.
,JÉg geri ráð fyrir því að fólk
hér fylgist vel með því hvemig
til tekst í nýju sameinuðu sveit-
arfélagi og sjálfsagt verður ein-
hver samanburður gerður á því.
Ef þetta kemur vel út kemur ör-
ugglega þrýstingur héðan um
sameiningu, en tíminn leiðir
þetta í ljós”, sagði Jón á Ökmm.
□
Hundahreinsun
Samkv. samþykkt um hundahald á Sauðárkróki ber hundaeigendum
að láta hreinsa hunda sína árlega og sýna þá kvittun fyrir greiðslu
á hundaskatti.
Athugið:
Skrá skal alla hunda eldri en 3ja mánaða.
Hreinsun hunda 1997 skal lokið íyrir 14. desember nk.
Er eigendum hunda bent á að panta tíma hjá héraðsdýralækni í
síma 453 5259 kl. 8-10.
Vegna skráðra og óskráðra hunda, sem ekki koma til hreinsunar,
verða gerðar viðeigandi ráðstafanir samkvæmt samþykkt þar um.
Bæjarstjóri.
Kosningar
Kosningar um sameiningu Staðarhrepps,
Fremri-Torfustaðahrepps, Ytri-Torfustaðahrepps,
Hvammstangahrepps, Kirkjuhvammshrepps,
Þverárhrepps og Þorkelshólshrepps
í Vestur - Húnavatnssýslu
Kosið verður um sameiningu allra sveitarfélaga í Vestur-
Húnavatnssýslu laugardaginn 29. nóvember 1997. A kjörskrá skulu
þeir vera sem eru með lögheimili samkvæmt þjóðskrá í viðkomandi
sveitarfélagi í Vestur - Húnavatnssýslu, fimm vikum fyrir kjördag
sbr.19. gr.l. nr.8/1986.
Kjörskrár munu liggja frammi á skrifstofum hreppanna eða hjá
oddvitum, nema annað verði auglýst, eigi síðar en 1 8 nóvember 1997
Vegna þessara kosninga mun utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefjast
föstudaginn 31. október 1997 og Ijúka 29. nóvember 1997.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar á skrifstofum sýslumanna og
umboðsmanna þeirra um land allt.
Þeir sem samþykkja tillöguna skrifa „Já" á atkvæðaseðilinn, en þeir
sem ekki samþykkja tillöguna skrifi „Nei" á atkvæðaseðilinn.
Framkvæmdanefnd um sameiningu sveitarfélaga í
Vestur-Húnavatnssýslu.
Sameiningar-
kosningarí V.-Hún.
Kynningar-
fiindir vel
sóttir
„Urslitin þama hjá ykkur
gefa okkur byr undir báða
vængi. Það er jákvætt að þetta
hafi runnið svona beint í gegn.
Við vorum með hörkufund
héma í gærkveldi. Þetta var síð-
asti fundurinn, sameiginlegur
fundur fyrir allt svæðið, líflegar
umræður og hlutimir á jákvæðu
nótunum”, segir Þorvaldur
Böðvarsson formaður fram-
kvæmdanefndar um samein-
ingu sveitaifélaga í Vestur-
Húnavatnssýslu.
Um 230 manns mættu á
fundinn á Hvammstanga á
mánudagskvöldið. Hann fór
frekar rólega af stað og fólk dá-
lítið seint að taka við sér, en síð-
an fór einn og einn að tínast í
pontu og fundurinn stóð í fjóra
tíma.
Kynningarfúndimir í V.-Hún
vom þokkalega sóttir. Aðspurð-
ur sagði Þorvaldur Böðvarsson
að þeir hefðu verið fremur fáir
sem töluðu gegn sameiningu á
fundunum, en einhver þó á
hveijum fúndi. Á fúndinn í Ytri-
Torfustaðahreppi mættu t.d.
fjórir af fimm hreppsnefndar-
mönnum og töluðu allir á móti
sameiningu.
„Það var náttúrlega vitað að
andstaðan gegn sameiningu
yrði þar mest, en ég tel greini-
legt að þar hafa hlutimir eitt-
hvað verið að breytast bara síð-
ustu tvær vikumar. Menn em já-
kvæðari þar gangvart samein-
ingu en áður”, segir Þorvaldur.
Leiðrétting
I grein Rúnars Kristjáns-
sonar „Undir Borginni” í
næstsíðasta blaði féll niður
stafur í fyrstu línu limrunnar,
sem breytti talsvert merkingu
hennar. Rétt er hún svona: ,,Að
sjálfstæðum sveitum þeir
kreppa”. Er beðist velvirð-
ingar á þessum mistökum.
Járningar!
Tek að mér járningar.
Vönduð og góð vinna. Sann-
gjarnt verð. Upplýsingar í
síma 453 6764 hs. eða 453
5220 vs.
Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf.
Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðítrkróki. Póstfang: Box 4.
550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703.
Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is.
Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttmitarar: Sesselja
Traustadóttir og Örn Þórarinsson.
Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð-
brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður
Ágústsson og Stefán Ámason.
Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk.
Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og
umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf.
Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs-
fréttablaða.