Feykir - 19.11.1997, Blaðsíða 3
40/1997 FEYKIR 3
Af götunni
Fríríkið Akrahreppur
Á sama tíma og margir
Skagfirðingar biðu þess hvað
kæmi upp úr kjörkössunum í
sameiningarkosningunum slógu
Akrahreppingar upp hjónaballi í
félagsheimili sínu Héðinsminni.
Sumir vildu reyndar kalla þetta
lýðveldishátíð. Þegar úrslitin í
kosningunum spurðust og gestir
komu á dansleikinn var að sjálf-
sögðu tekið á móti þeim með
virktum og þeir boðnir vel-
komnir í „frírikið Akrahrepp”.
Hentu menn gaman að þessari
niðurstöðu mála og skemmtu
sér vel á ballinu.
Nýjar nafngiftir
Og eins og við var að búast
voru gárungamir ekki seinir á
sér að gefa þessum verðandi
sveitarfélögunum í Skagafirði
nafn. Sagt er að Blöndhlíðingar
hafi ekkert verið of hrifnir af því
að nýja sveitarfélagið ætlaði að
hrifsa til sín nafnið Skagafjörð-
ur. Sauðabyggð, væri besta
nafnið á nýja hreppinn, fyrst að
menn hefðu verið svona vitlaus-
ir að samþykkja sameininguna.
Á hinn bóginn þykir lítið til
þessarar óþægðar Blöndhlíðinga
koma, að þeir skuli ekki hafa
viljað vera með. Og sagt er að
búið sé að skýra sveitina upp á
nýtt. Hún heiti nú Gaulveijabær.
Tveir auðir í Lýdó
Þegar úrslitin voru tilkynnt í
Lýtingsstaðahreppi og í ljós
kom að tveir seðlar voru auðir
og ógildir, urðu forsvarsmenn
kosninganna því mjög fegnir að
þessir tveir seðlar voru auðir en
ekki úrskurðaðir ógildir. Það
hefði nefnilega getað kostað
þref ef sú hefði verið raunin, þar
sem svo mjótt var á munum.
Sameiningaralda
Mikil sameiningaralda virð-
ist gengin yfir. Stutt er síðan
sameining var samþykkt á Dal-
vík, í Hrísey og á Árskógsströnd
og þá hafði skömmu áður verið
samþykkt sameining Egilsstaða,
Valla og Skriðdals ásamt ein-
hverjum fleiri sveitum fyrir aust-
an. Þá var um síðustu helgi
einnig samþykkt að sameina
Norðfjörð, Eskiljörð og Reyðar-
ijörð, auk stóru sameiningarinn-
ar í Skagafirði. Nú eru einungis
nokkrir dagar þar til gengið
verður til kosningar um samein-
ingu allra hreppa í V.-Hún.
Menn spyija sig hvort þessi
greinilega sameiningaralda hafi
þareinhver áhrif.
Það styttist
til jóla!
Ef þú lesendi góður
býrð yfir einhverju
góðu efni sem ætti
heima í jólablaði Feykis,
þá er það vel þegið.
Ritstjóri.
Bæjarstjórn
Blönduóss
Villað
þróunar-
sviðið
verðiá
Króknum
Bæjarstjóm Blönduóss
fagnar þeirri ákvörðun stjóm-
ar Byggðastofnunar að þróun-
arsvið stofnunarinnar verði
staðsett á Sauðárkróki, og tel-
ur þessa ákvörðun stjómar-
innar mikilvægt skref í þeirri
fyrirsjáanlegu þróun að þjón-
usta opinberra stofnana verði
í auknum mæli dreift um
landið. Með þeim hætti verði
tryggt að sem flestir lands-
menn geti átt greiðan aðgang
að þjónustu hins opinbera á
jafnréttisgrunni.
Á ályktun sem gerð var á
fundi bæjarráðs Blönduóss
nýlega segir að ráðið vilji nota
þetta tilefni til að skora á rík-
isstjómina að taka nú af skar-
ið og tryggja að ríkisstofnan-
ir sem nú em staðsettar á höf-
uðborgarsvæðinu, og telja
megi eðliligt og hagkvæmt að
flytja út á land, verði fundinn
nýr staður.
Bæjarráð Blönduóss hvet-
ur sveitarstjómir á lands-
byggðinni að þrýsta á um að-
gerðir í þessum málum og að
þau sýni hvert öðm samstöðu
og skilning þegar kemur að
staðarvali fyrir opinbera þjón-
ustu.
Valur Valsson bankatjóri íslandsbanka, Valgeir Þorvaldsson framkvæmdastjóri Vesturfara-
setursins og Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri bankans, virða fyrir sér muni í setrinu.
Menningarsjóður íslandsbanka
styrkir Vesturfarasetrið
„Framlag ykkar til varð-
veislu menningarverðmæta
er athyglisvert og því fannst
okkur í stjórn Menningar-
sjóðs Islandsbanka þessi
stofnun fyllilega verðskulda
fjárstuðning frá sjóðnum”,
sagði Valur Valsson banka-
stjóri Islandsbanka þegar
hann afbenti Snorra Þor-
finnssyni ehf. eina milljón
króna styrk í síðustu viku.
Styrkurinn var afhentur í
kaffisamsæti sem haldið var í
Vesturfarasetrinu á Hofsósi. Þar
vom mættir frá Islandsbanka
auk Vals, Ragnar Önundarson
framkvæmdastjóri bankans og
útibússtjóramir Guðjón Stein-
dórsson og Sigurður Hafliða-
son. Frá Snorra Þorfinnssyni
vom Valgeir Þorvaldsson fram-
kvæmdastjóri og Leifúr Agnars-
son stjómarformaður, auk þess
nokkrir gestir.
Valur gerði í stuttu máli grein
fyrir starfsemi menningarsjóðs
bankans sem hann sagði að
hefði síðustu ár stutt með styrk-
veitingum ýmsa starfsemi í
landinu, einkum þó á sviði
menningar og lista. Ekki tíðkað-
ist að sótt væri um framlög úr
sjóðnum heldur væm þau veitt
að fmmkvæði sjóðsstjómar.
Valur gat þess að þetta framtak
á Hofsósi væri einmitt af þeim
toga sem sjóðurinn teldi þess
virði að styðja við og óskaði
hann að þessi fjárhæð yrði til
eflingar starfsemi Vesturfaraset-
ursins.
Valgeir Þorvaldsson þakkaði
þessa höfðinglegu gjöf og sagði
að vissulega kænii hún fyrirtæk-
inu vel. Hann rakti við þetta
tækifæri nokkuð starfsemina til
þessa og sagði að oft hefði íjár-
hagssaðan verið þröng á upp-
byggingartímanum en vonandi
væm nú mestu erfiðleikamir að
baki. Valgeir gat þess að útlit
væri fyrir að gestir setursins á
þessu ári yrðu um 10 þúsund
talsins. Talsvert er um fyrir-
spumir frá fólki í Kanada og
Bandaríkjunum varðandi ætt-
ingja hér á landi sem það vill
gjaman komast í samband við
og er reynt að veita aðstoð við
slíkt eftir því sem tök em á.
■ KS-bókin er ijieð 5,50% vextl; bundííTl ’i!" JlWftgTFrötrYggð
Samvinnubökin er með lausri bindingii, nafnvextir ^,95%,
, ársvöxtun síðasta ár ö,()4% ^ -T
Innlán