Feykir - 26.11.1997, Side 4
4 FEYKIR 41/1997
Sendibréf frá Brasilíu
María ásamt félögum sínum á baðströndinni.
María Hjaltadóttir er 18 ára
Sauðkrækingur sem gerðist
skiptinemi á vegum AFS-
samtakanna s.l. sumar og
dvelur nú í Brasilíu. Hún hef-
ur fengið sendan Feyki til að
geta fylgst betur með heima í
Skagafirði og sendi nú á dög-
unum dálítinn pistil um lífiö
sunnan við miðbaug.
Mig langaði að gerast
skiptinemi á fjarlægu landi, læra
nýtt tungumál og kynnast
menningu ókunnrar þjóðar og
ég gat látið drauminn rætast.
Uppáhaldslandið mitt í bam-
æsku varð fyrir valinu, Brasilía.
Þann 23. júlí s.l. héldu 8 ung-
menni frá íslandi sem árs-
skiptinemar til Brasilíu og var
ég ein þeirra. Við urðum sam-
ferða alla leið til stærstu borgar
Brasilíu, Sao Paulo, með milli-
lendingu í New York. I Sao
Paulo skildust leiðir og hver
skiptinemi hélt til síns dvalar-
staðar á vit nýrra og spennandi
ævintýra.
Ég lenti á norðausturströnd
Brasilíu stutt sunnan við mið-
baug í fallegri borg, sem heitir
Natal. Það þýðir jól á Portú-
gölsku. Þar fékk ég heimili hjá
góðri og efnaðri fjölskyldu. Na-
tal er ferðamannaborg við sjó-
inn, þekkt fyrir einstaklega gott
loftslag, náttúrufegurð og falleg-
ar sandstrendur. Ibúafjöldi er
um 900 þúsund og eykst talsvert
í desember og janúarmánuði
þegar ferðamannatíminn stend-
ur sem hæst. í Natalborg er hit-
inn um 25-30 stig upp á hvem
dag, en sem betur fer alltaf haf-
gola og hún er mikið hlýrri en á
Króknum. Sumarið er ffá októ-
ber og ffam í maí. Ekki er mik-
ill munur á hitastigi sumars og
vetur, helst að meira rigni á vet-
uma. Loftmengun er furðulítil
og ekki mikið um iðnaðarverk-
smiðjur. Landslagið er að mestu
flatt og engin fjöll eða firðir í ná-
lægð. Við ströndina er gróður-
inn grænn og fallegur og pálma-
tré víða. Avextir, maís og sykur
em helst ræktaðir í sveitunum,
að ógleymdu kaffinu, en annars
María H jaltadóttir.
er norðausturhluti Brasilíu erfið-
ur til ræktunar vegna hita og
þurrka. Hér rignir sjaldan og
gróður skrælnar. Það er erfitt að
vera bóndi hér eins og á íslandi
og margir flýja sveitimar í leit
að betra h'fi í borgunum.
Yfirleitt byija skólamir í
ágústbyrjun og standa til nóv-
emberloka. Þá tekur við sumar-
fri og skólinn hefst aftur í byrj-
un febrúar og er til júnfioka.
Flestir Brasilíumenn em kaþ-
ólskrar trúar og ég geng í fjöl-
mennan, kaþólskan einkaskóla.
Nemendur em skyldugir að
klæðast skólabúningi og sækja
morgunmessur, sem haldnar em
nokkmm sinnum í kapellu skól-
ans. Það skiptir foreldra miklu
að senda bömin sín í einkaskóla.
Kennararríkisskólannaem minna
menntaðir og fá lægri laun.
Kennslan er samkvæmt því.
Brasilía er gríðarlega stór, 80
sinnum stærri en ísland. Segja
má að hvert ríki Brasilíu hafi
sína sérstöðu og menningu. Ég
hef ekki gert mér grein fyrir
hver geysilegar fjarlægðir skilja
á milli staða hér. Hlutfallslega
hafa fáir íbúar Norður-Brasilíu
heimsótt Rió de Janero eða Sao
Paulo. Það gera vegalengdimar
og kostnaðurinn. Þetta er dálítið
annað en í Skagafirðinum að
skreppa til Reykjavíkur.
Brasilía er land mikilla and-
stæðna. Hér er fólk, sem dettur í
hug að skreppa til Sviss að
kaupa skó, svo aðrir sem lepja
dauðann úr skel. Fátækt og
fólksfjöldi er viðurkennt vanda-
mál í Brasilíu og engin undan-
tekning á því þar sem ég bý. Það
er algeng sjón að sjá heilu fá-
tækrahverfin og betlíira á hveiju
strái. Böm allt niður í 3-4 ára
þekkja ekkert annað en betla
eða selja og hafa þetta að lifi-
brauði. Það er sama hvort verið
er á fótboltaleik, beðið í bfi í
umferðinni, í almenningsvagni
eða á veitingastöðum. Alls stað-
ar er verið að betla peninga. Ég
fór fyrir stuttu með vinkonu
minni á pizzustað og við feng-
um engan frið að borða fyrir
ágangi ungs drengs að selja dag-
blöð. A endanum sagði hann:
„Gefðu mér að borða, ég bið
þig. Ég gaf honum síðustu pizzu-
sneiðina. I þorpunum hangir fólk
fyrir utan hrörleg húsin sín allan
daginn í iðjuleysi og steikjandi
hita í öllu atvinnuleysinu.
Brasilíumenn em almennt
dökkir yfirlitum og heldur lág-
vaxnari en við Islendingar. I
Norður- og Norðaustur-Brasilíu
em svertingjar fjölmennari. I
Suður-Brasilíu er meira um
hvítt fólk af erlendum uppmna
og þar svipar menningunni
meira til þeinar evrópsku. Bras-
ilíumenn em vingjamlegir, opn-
ir og almennt ekki feimnir, mik-
ið fýrir líkamlegar snertingar og
alltaf að faðmast og kyssast.
Þegar ég t.d. hitti einhveija
manneskju í fyrsta sinn er það
talin almenn kurteisi að heils
með kossi á sínhvora kinnina.
Foreldrar í miðstéttum vinna
yfirleitt mikið og hafa lítinn
tíma til að sinna heimilisstörf-
um. Flest brasilísk heimili hafa
vinnukonur sem elda, þvo og
þrífa, yfirleitt blökkukonur, sem
er ódýrt vinnuafl.
Ég bjó mig út með talsvert af
myndum og o.fl. efni um ísland
og hef líka stundum þurft að
kynna landið mitt. Fólk er
áhugasamt um ísland. Ég hef
fengið að heyra margar spum-
ingar eins og t.d. í hvaða heims-
álfu landið sé. Em bfiar eða
ávextir þama? Búið þið í hús-
um? Fyrirflestumeríslandeitt-
hvað óþekkt og spennandi, en
fáir hafa heyrt landsins getið.
Fólk gretúr sig bara þegar ég læt
það heyra íslensku eða les upp
úr Njálu.
Ibúar Brasilíu tala Portú-
gölsku, en það er mállýskumun-
ur frá því sem er í gamla land-
inu. Eftir rúmlega þriggja mán-
aða dvöl í Brasilíu er ég alveg
farin að skilja og tala tungumál-
ið, nota almenningsvagna ein og
tala við innfædda í síma. Því
fljótari sem við skiptinemamir
emm að læra málið, því fýrr
verðum við sjálfbjarga á ókunn-
um stöðum og eigum auðveld-
ara með að bregðast við óvænt-
um atburðum. Mér finnst Bras-
ilíumenn tala við mig núna eins
og ég sé innfædd. Það reynir
stundum á hugann að fylgja
hraðanum og ég þarf oft að
biðja þá um að tala hægar. „Fala
devagar, por favor.”
Ég man varla eftir að hafa
fundið neitt sameiginlegt með
Islandi og Brasilíu. Það er sama
hvort talað er um fólk, landslag,
veðráttu, tungumál, menningu,
mat eða efnahag. Allt er öðm-
vísi en heima á Islandi. Þess
vegna er þetta mikið ævintýri og
skemmtilegt og lífsreynsla sem
aldrei gleymist. En hér em ýms-
ir hlutir sem maður verður að
sætta sig við að mega ekki. T.d.
em hér miklu fleiri glæpamenn
en heima og hættulegt að vera
ein(n) úti að næturlagi, sérstak-
lega fyrir stelpur. I Natalborg er
þó óhætt að vera með veski og
bera skaitgripi, en stórvarasamt
í stærri borgum eins og Sao
Paulo eða Rio de Janero.
Nú fer að líða að jólum og
hásumar í nánd. Það verður
skrýtin tilfinning að eyða jólum
í 30 stiga hita og sól, sjá engan
snjó, ekki einu sinni rigningu.
Það er ótrúlegt hvað hugur-
inn þroskast mikið og nýtt við-
horf kemur á marga hluti eftir
aðeins þriggja mánaða dvöl í
fjarlægu landi. Við verðum að
búa í viðkomandi landi til að
öðlast skilning á hvers vegna
aðstæðumar em svona og svona
og þýðingarlaust að vera alltaf
með samanburð við ísland. Hér
em andstæðumar svo miklar.
Að læra nýtt tungumál og fá
dýpri skilning á menningu ann-
arrar þjóðar tekur lengri tíma en
nokkrar vikur eða mánuði. Það
er allt öðmvísi að vera ferða-
maður en íbúi. Ferðamaðurinn
kynnist aðeins glansmyndinni,
en það er svo margt undir yfir-
borðinu, bæði kostir og gallar,
gott og vont. En þetta ár verður
mér sérstakt og lærdómsríkt og
svo frábmgðið öllum öðmm
sem ég hef lifað og mun aldrei
gleymast.
Ég sendi öllum vinum og
kunningjum mínar bestu kveðj-
ur heima og í Fjölbrautaskólan-
um á Króknum.
Húni II í
rómantískar
siglingar
Húni II eitt þekktasta skip Húnvetninga,
sem Björn Pálsson á Löngmýri gerði eitt
sinn út frá Skagaströnd, en fór síðan á flakk
og var t.d. um tíma gerður út frá Horna-
firði, hefur enn á ný fengið nýja heimahöfn,
en það er Fjörukráin í Hafnarfirði. Þorvald-
ur Skaftason bjargaði þessum bát undan bál-
inu fyrir nokkrum árum og gerði algjörar
endurbætur á honum. Hann gerir nú bátinn
út til rómantískra siglinga frá Fjörukránni í
samvinnu við Jóhannes Bjamason veitinga-
mann.
Fyrsta veislan í þessari útgerð Húna II
var vel heppnuð. Fyrir gestina var spiluð
tónlist á harmonikku og þeir sem vildu
komast í kyrrðina og njóta útsýnisins gátu
farið upp á þilfar á milli rétta. Borgarljósin
vom falleg í húminu og hafgolan og ómur af
tónlistinni að neðan gáfu rómantíska tilfinn-
ingu, þannig að verstu hörkutól milduðust,
samkvæmt lýsingu blaðamanns Morgun-
Þorvaldur Skaftason sér sjálfur fyrir harm-
onikkuleiknum um borð.
blaðsins.
Þegar á land var komið biðu vikingar á
bryggjunni, brugðu blysum á loft og bleika
lýstu grund. A Fjörukránni hélt veislan
áfram og hver rétturinn á fætur öðrum var
framreiddur.