Feykir


Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 8

Feykir - 26.11.1997, Qupperneq 8
26. nóvember 1997,41. tölublað, 17. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill i .J Lilli og mýsnar fimm taka lagið og gæða sér á góðgæti frá Hérastubb bakara. Dýrin í Hálsaskógi á svið hjá Blönduósingum Á laugardaginn kemur, þann 29. nóvember, frumsýnir Leikfé- lag Blönduóss hið sígilda og sí- vinsæla leikrit Torbjöms Egners um Dýrin í Hálsaskógi. Þar koma við sögu hinir frábæm fjandvinir Lilli klifunnús og Mikki refur auk allra hinna dýr- anna. Mikið gengur á áður en öll dýrin sættast á að vera vinir og hætta að éta hvert annað. En þá tekurekki betra við því maðurinn og konan í bænum ræna Bangsa litla þegar hann er að leika sér úti í skógi við íkomabörnin og það fréttist að þau ætli að selja hann í fjölleikahús og fá mikla peninga fyrir. Þá taka dýrin til sinna ráða. Þetta er viðamikil sýning, því F L I S A R T I L FLÍSA AOalsteinn J. Maríusson Víðihlíð 35. s: 453 5591 Fars: 853 0391 Opiðkl. 17-19 eða 'ttir samkomulagi Umboð fynr Traustar Flísar Tr. Múrviö- v / gerðarefni y ' - flotgólf o.fl. 28 leikarar taka þátt í henni, auk 6 ntanna hljómsveitar. Helming- ur þátttakenda stundar nám við Gmnnskóla Blönduóss og nokkrir við Tónlistarskólann á staðnum. Það em feðginin Jón Ingi Einarsson og Lára Kristín Jónsdóttir sem fara með hlutverk Mikka og Lilla. í hlutverki Héra- stubbs bakara er gestaleikarinn Steindór Haraldsson frá Leik- klúbbi Skagastrandar. Æfingar hafa staðið yfir frá því í septern- ber bæði í leikhúsinu og í tónlist- arskólanum, en nú er Hálsaskóg- ur sprottinn upp á sviðinu og um- hverfið allt orðið hið ævintýra- legasta í útfærslu Ingjalds Kára- sonar. Unnur Kristjánsdóttir hannaði búninga iyrir sýninguna. Kári Gíslason er ljósahönnuður. Tónlistarstjóm annast Skarphéð- inn Einarsson. Leikstjóri er Sig- rún Valbergsdóttir. Olíuhreinsunarstöð við Skagafjörð? Á miðstjómarfundi Framsóknarflokksins, sem haldinn var í Reykjavík um síðustu helgi, kynnti Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra hugmyndir og áform um uppbyggingu orku- og iðjuvera í landinu. í máli iðnaðarráðherra kom fram að talið er álitlegt að setja af stað athuganir á möguleikum þess að reisa iðjuver við inn- anverðan Skagaíjörð, en aðstæður þar virðast á margan hátt góð- ar. í þessu sambandi er helst horft til þess að þar rísi olíuhreinsun- arstöð sem veita mundi urn 200 manns atvinnu. Stefán Guðmundsson alþingismaður greindi Feyki frá þessum fregnum og sagði að þriðjudaginn 2. desember kl. 20,30 yrði al- mennur fundur á Kaffi Krók á Sauðárkróki þar sem Finnur Ingólfs- son iðnaðarráðherra mun m.a. kynna þessar hugmyndir. „Fundurinn er að sjálfsögðu öllum opinn og verður sjálfsagt mörgum forvitnilegur, enda er hér án efa hreyft einu allra stærsta máli er varðar atvinnuuppbyggingu í Skagafirði”, sagði Stefán Guðmundsson. Aðspurður sagði hann að menn horfðu á stað við fjörðinn þar sem aðdýpi væri mikið, t.d. við Hegranestá, en annars yrðu þeir kostir rannsakaðir frekar. Nýr bátur á Hofsós Uni Pétursson og synir á Hofsósi eru að færa út kvíamar. Um helgina kom til hafnar á Hofsósi 14tonnabátur semþeir keyptu vestan af Isafirði. Bátur- inn hefur fengið nafnið Bergey SK 7 en hét áður Mímir ÍS. Bergey fer á snurvoð innan skamms. Það er Ómar Unason sem verður skipstjóri, en Svalan, sem er Sómi 800 bátur er til sölu. Uni segir kaupin gerð til að bæta vinnuaðstöðuna. Til muna rýmra sé í Bergeynni en Svöl- unni. Þá segir Uni í athugun að breikka Berghildi 14 tonna bát sem þeir feðgar eiga, og er aðal- lega haldið til rækjuveiða á firð- inum. Jafnvel komi til greina að kaupa annan bát í stað Berghild- ar. Uni segir útgerðina ganga ágætlega. Synir hans róa með honum og hafa þeir allir mennt- að sig eitthvað varðandi sjósókn. „Það er grundvöllurinn að fjöl- skyldan vinnur að þessu. Annars gengi þetta ekki, jxi svo að við fiskum alltaf vel. Eg er líka hepp- inn núna að geta leigt húsnæði undir skelvinnsluna. Svo þetta er allt á réttum sveig”, segir Uni. Uni Pétursson ásamt sonum: Þiðrik, Reginn, Ómar, Kristinn Uni og Pétur Arnar. Kosningar tíl Búnaðarþings í Skagafírði Framfarasinnaðir bændur í bæði sætin Listi íramfarasinnaðra bænda bar sigur úr býtum í Búnaðar- þingskosningum í Skagafirði sem fram fóru 20.-31. október sl. og hreppi bæði sætin sem í boði voru. Sigurinn var afger- andi en hins vegar munaði ein- ungis nokkrum atkvæðum að fyrsti maður á skagfirska bændalistanum, Rögnvaldur Ólafsson í Flugumýrar- hvammi, kæmist inn. Kosningu til Búnaðarþings hlutu þau Jóhannes Helgi Rík- harðsson Brúnastöðum og Anna Margrét Stefánsdóttir Hátúni. Varamenn þeirra em Sigþór Smári Borgarsson Goðdölum og Trausti Kristjánsson Syðri- Hofdölum. Á kjörskrá vom 276. At- kvæði greiddu 239 eða 86,6%. Auðir og ógildir seðlar vom 7. F-listi framfarasinnaðra bænda hlut 157 atkvæði (67,7% gildra atkvæða) og S-listinn skagftrski bændalistinn 75 atkvæði (32,3% gildra atkvæða). Gæðaframköllun BÓKABÚÐ BKmJARS GÆÐAFRAMKÖLLUN

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.