Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 3
15/1998 FEYKIR 3
„Þetta var fallega gert
af Skagflrðingum"
segir Indriði G. Þorsteinsson, en
fjölmenni fagnaði honum í Árgarði
Sveitungar Indriða G. Þor-
steinssonar og Skagfirðingar
sýndu rithöfundinum hvers
þeir mátu hans framlag, með
því að fjölmenna á kaffisam-
stæti og dagskrá honum tíl
heiðurs í Argarði sl. laugar-
dagskvöld. Um 240 voru
samankomnir í félagsheimil-
inu og Indriða bárust skeyti
og gjafir af þessu tilefni en
hann átti einnig 72 ára af-
mæli þennan dag. Lýtingar
færðu honum að gjöf fallegt
úr með keðju og rithöfundur-
inn var klökkur er hann steig
í pontu og þakkaði fyrir sig.
Minntist þá í leiðinni kynna
sinna af gömlum höfðingum í
sveitinni, svo sem Olafi á
Starrastöðum.
„Þetta var fallega gert af
Skagfirðingum. Eg hélt reyndar
að ég yrði síðasti maðurinn til
að fá svona móttökur, því mað-
ur hefur nú ekki álitið sig vera
sérstaks virði sem höfundur né
gengið með það í magnum að
vera talinn til snillinga. Ég held
svei mér þá að það sé einsdæmi
að rithöfundur sé verðlaunaður
á þennan hátt af sínu heima-
fólki, ef frá er talin veislan sem
Mosfellingar héldu Halldóri
Laxness eftir að hann fékk
Nóbelsverðlaunin. En það var
mjög gaman að hitta þarna
gamla sveitunga og kunningja,
sérstaklega afkomendur þeiiTa
sem ég talaði við marga. Ég
þekkti þá á svipnum og hafði
gaman af. Jú kannski fannst mér
ég vera enn meiri Skagfirðingur
fyrir vikið”, sagði Indriði í sam-
tali við blaðamann Feykis.
„Keimur af sumri” hét dag-
skráin, eftir einni af bókum Ind-
riða og raun alveg í takt við árs-
tíðina og tíðarfarið, og þann
anda sem ríkti í Argarði þetta
kvöld. Við upphaf dagskrár
flutti Elín Sigurðardóttiroddviti
Lýtinsstaðahrepps ávarp. Þar
næst flutti erindi höfuðljóðskáld
Skagfirðinga Hannes Pétursson,
þar sem hann sagði ffá ferli Ind-
riða og gerði nokkra úttekt á
hans skáldskap. Orðaði Hannes
sitt mál dýrt að vanda, svo erfitt
er í það að vitna, en ljóst að
hann metur félaga sinn mikils.
Þá sungu fimm húsmæður úr
Lýtingsstaðahreppnum nokkur
lög og tókst alveg stórvel upp,
sérstaklega þegar þær sungu um
smalamennsku á Éy vindarstaða-
heiðinni og bað Indriði um endur-
flutning á því lagi. Þetta vom þær
Guðmunda Sigfúsdóttir, Klara
Jónsdóttir, Helga Hjálmarsdóttir,
Sigríður Sveinsdóttir og
Heiðbjört Jóhannesdótúr.
Jón Ormar Ormsson og Edda
Guðmundsdóttir tóku saman
dagskrá þar sem lesið var úr
verkum Indriða G. Dagskráin
hófst með lestri úr Blástör, verð-
launa smásögu Indriða sem
fleytti honum ffam á sjónarsvið-
ið 1951. Þá var lesið úr 79 af
stöðinni, Landi og sonum og
fleiri verkum.
Hjálmar Jónsson alþingis-
maður stjómaði samkomunni,
en það mun hins vegar hafa ver-
ið Sigmundur Magnússon
bóndi á Vindheimum sem var
ffumkvöðull af því að hún var
haldin. Sigmundur vill þó ffem-
ur þakka sveitarstjóm Lýtings-
staðahrepps og samstarfsfólki
sínu í undirbúningsnefndinni en
Adolf efstur á Skaga-
strandarlistanum
Adolf H. Berndsen fram-
kvæmdastjóri skipar efsta sæti
S-lista, Skagastrandarlistans,
vegna hreppsnefndarkosning-
anna í Höfðahreppi 23. maí í
vor. Magnús B. Jónsson sveit-
arstjóri er í öðru sæti listans og
Gylfi Guðjónsson útgerðar-
stjóri í því þriðja.
Jensína Lýðsdóttir skrifstofu-
maður er í fjórða sætinu, 5. Gígja
H. Óskarsdóttir verkakona, 6.
Hólmgeir H. Kristmundsson
nemi, 7. Maríanna Þorgrímsdótúr
húsmóðir, 8. Guðmundur Finn-
bogason sjómaður, 9. Margrét
Þorsteinsdóttir verslunarmaður,
10. Hallbjöm Bjömsson rafvirki.
Leiðrétting
Í tilkynningu um vísna-
keppni Safnahússins í síðasta
Feyki brenglaðist eitt orð í ein-
um fyrri partanna svo að merk-
ingin raskaðist algjörlega. Sér
varð að sem og er beðist vel-
virðingar á þessum mistökum.
Réttur er fyrri parturinn svona:
Framsóknar löng varð fram-
boðsraun,
sérfómaði Stefán að lokum.
Indriði G. Þorsteinsson ásamt konu sinni í fagnaðinum í Árgarði. Gegnt honum situr annað
höfuðskáld Skagfirðinga Hannes Pétursson.
það vom Heiðbjört Jóhannes-
dóttir í Hamrahlíð og Rósa
Bjömsdóttir á Hvíteyrum.
Indriða G. bámst kveðjur í
bundnu máli. Hagyrðingurinn
snjalli Jói frá Stapa, Jóhann
Guðmundsson, orðaði sína
kveðju svona.
Fjörðurinn brosandi baðaður
skini
birta er um háloftins geim.
Byggðin heilsar nú burtfluttum
syni
og býður hann velkominn heim.
Og Guðmundur á Egilsá
sendi vopnabróður sínum þess-
ar línur ásamt kveðjunni, sittu
heill að hófi.
Á Pegasus með penna slyngur
prúður þeysir Norðlendingur,
gatan við og grundin syngur
greiðist leið um fjallaskörð,
lukkudís með Ijósafingur
leiðir heim í Skagafjörð.
Allir á leikinn!
Úrslitakeppni!
Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fyrir nemendur í 9. bekk árið
1998, verður haldin í Bóknámshúsi skólans n.k. laugardag 25. apríl milli kl. 13.00-
17.00.AIlir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Fjölbreytt dagskrá: Söngur og tónlist, gamanmál, skólakynning, Landsbankinn og
Landsbréf kynna sparnað og hlutabréfakaup, Mjólkursamlag K.S kynnir
framleiðsluvörur sínar, netkímni og ýmislegt annað.
Stúdentsefni annast kaffiveitingar.
Verð 1 aunaafhending fer fram kl. 16.00.
Vegleg verðlaun í boði að verðmæti hátt á þriðja hundrað þúsund krónur.
0l>LANOS'*t'
I. verðlaun:
Eignarbikar og farandbikar. Hlutabréf frá Landsbréfum að upphæð kr. 25.000.
Vegleg bókagjöf frá Máli og Menningu. Peningar að upphæð kr. 75.000. Reiknivél.
II. verðlaun
Peningar að upphæð kr. 45.000. Hlutabréf frá Landsbréfum kr. 15.000.
Vegleg bókargjöf frá Máli og Menningu. Reiknivél.
III. verðlaun
Peningar kr. 30.000. Hlutabréf frá Landsbréfum kr. 10.000. Flugmiðar fyrir tvo
innanlands með íslandsflugi.Vegleg bókargjöf frá Máli og Menningu. Reiknivél.
Ailir velkomnir!
Eftirtaldir aðilar styrkja keppnina:
Blönduósbær
Bókabúð Brynjars
Búnaðarbanki íslands
Fiskiðjan Skagfirðingur
Heimilistæki hf.
Hofshreppur
Hvammstangahreppur
Höfðahreppur
íslandsbanki Blönduósi
íslandsflug
íslandspóstur
Kaupfélag Skagfirðinga
Kaupfélag Húnvetninga
Kaupfélag Vestur- Húnvetninga
KLM verðlaunagripir Siglufirði
Landsbanki íslands
Mál og menning
Rarik Norðurlandi vestra
Sauðárkróksbær
Siglufjarðarbær
Sjóvá-Almennar
Skagstrendingur
Sparisjóður Siglufjarðar
SR-MJÖL
Tryggingamiðstöðin
VÍS
Þormóður rammi