Feykir


Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 7

Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 7
15/1998 FEYKIR 7 Ókeypis smáar Til sölu! Til sölu 4 álfelgur með dekkjum og dráttarbeisli fyrir Volvo 740. Upplýsingar í síma 453 5770. Til sölu Wv Polo árg. 1996, '• i , * ekinn 15 þús. með spoler. Metan lakk. Verð 880 þúsund. Upplýs- ingar gefur Bjami í síma 453 5124. Tapað - ftindið! Úlpa frá 66° norður tapaðist fyrir jól á Sauðárkróki. Ölpan er himinblá að lit, með dökkum öxlum og fóðri og gulum rennilás. Upplýsingar í síma 453 6263. Skrautskrift! Tek að mér að krautskrifa á fermingarkortin o.fl. Upplýs- ingar gefur Klara í síma 453 6010. W s«X^°fnun,n Sími: 455 4000- Símbréf: 4554010- pósthólf: 20 KVENSJUKDOMALÆKNIR Karl Ólafsson kvensjúkdómalæknir verður með móttöku á stofnuninni vikuna 27. apríl til 1. maí nk. Tímapantanir í síma 455 4000. Helbrigðisstofnunin Sauðárkróki. SVEITARSTJÓRNARKOSNINCiAR Skil á framboðslistum Framboðslistum vegna komandi sveitarstjórnarkosninga í hinum sameinuðu sveitarfélögum í Skagafirði skal skilað til yfirkjörstjórnar, Suðurgötu 1, Sauðárkróki, skrifstofu sýslumanns, eigi síðar en kl. 12,00 á hádegi laugardaginn 2. maí nk. Sauðárkróki 15.apríl 1998. Ríkarður Másson, formaður yfirkjörstjórnar. Frá Safnahúsinu í Sæluviku Sæluvikan byrjar í Safnahúsinu sunnudaginn 26. apríl kl. 15. Dagskrá: Sæluvikan sett. Kynnt úrslit í vísnakeppni og verðlaun veitt. Opnun sýningar. Safnahús Skagfirðinga. Trélist á Sauðárkróki Sýning á útskornum og renndum munum úr tré verður í Safnahúsinu á Sauðárkróki dagana 26. apríl - 3. maí 1998. Allir munir unnir af heimamönnum úr Skagafirði. Opið sunnud. 26. apríl - fimmtud. 30. apríl kl. 17-21. föstudaginn 1. maí - sunnudagsins 3. maí kl. 14-19. Safnahús Skagfirðinga. Skagfirðingar stofna vélsleðaklúbb Fimmtudaginn 16. apríl var stofnaður félagsskapur vél- sleðamanna í Skagafírði. Um 30 manns komu saman í húsi slysavamarfélagsins á Sauð- árkróki, Sveinsbúð, og var þar gengið formlega frá stofn- un félagsins, eftir undirbún- ingsfund sem haldinn var ibstudaginn 27. mars. Til undirbúningsfundarins hafði verið boðað af Sigurþóri Hjörleifssyni í Messuholti og voru þá kjömir í undirbúnings- nefnd þeirTrausti Pálsson á Hól- um, Bjöm Svavarsson og Páll Sighvatsson á Sauðárkróki. Tveir menn frá félaginu á Akur- eyri, sem þeir kalla EY-LÍF, komu á stofnfundinn og gáfu margvíslegar leiðbeiningar og upplýsingar. Félagið verður þriðja aðildar- félagið í landssamtökum ís- lenskra vélsleðamanna, LÍV, og verður því valið nafnið SNÆ- LÍF með tilvísan til landssam- bandsins. Vélsleðamenn em nokkuð ijölmennir í Skagafirði og áhugi mikill, eins og berlega kom í ljós á stofnfundinum. í lögum félags- ins er m.a. kveðið á um að til- gangur þess sé að vinna að ör- yggismálum og hagsmunamál- um vélsleðamanna, að efla áhuga á vélsleðaferðum um Is- land, að gangast fyrir fræðslu- námskeiðum íyrir vélsleðamenn og stuðla að bættri umgengni við landið og auka og bæta sam- skipti við annað útivistarfólk. I stjóm vom kosnir Böðvar Finnbogason formaður og með- stjómendur Jóhann Rögnvalds- son Sauðárkróki, Erlingur Garð- arsson Neðra-Ási, Steindór Ámason Sauðárkróki og Axel Eyjólfsson Sauðárkróki. (fréttatilkynning) Heimir 70 ára Karlakórinn Heimir hefur ákveðið að minnast 70 ára starfsafmælis síns í Miðgarði laugardaginn 9. maí kl. 20,30. Gömlum félögum og mökum er gefinn kostur á að taka þátt í afmælisfagnaðinum og eru þeir vinsamlegast beðnir að láta vita um þátttöku fyrir 2. maí til einhvers eftirtalinna stjórnarmanna, sem gefa nánari upplýsingar: Þorvaldur G.Óskarsson sími 453 7480 eða 453 7481, Bjöm Bjömsson sími 453 5485 á kvöldin, Gísli Rúnar Konráðsson sími 453 6634 á kvöldin. Karlakórinn Hcimir Sæluvikutónleikar í sal Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki fimmtudaginn 30. apríl kl. 21. Söngstjóri: Stefán R. Gíslason. Undirleikarar:Thomas Higgerson og Jón St. Gíslason. í tvísöng og þrísöng með kórnum syngja Einar Halldórsson og Álftagerðisbræður. Einnig kemur fram kór Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki undir stjórn Hilmars Sverrissonar. Undirleikarar: Ingibjörg Jónsdóttir og Hilmar Sverrisson. Fjölbreytt og skemmtileg söngskrá! Heimismenn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.