Feykir


Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 4

Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 15/1998 Jarðabótamenn og sagnaþulir Þegar maður var manns gaman, hér á árum áður, fyrir daga fjölmiðla- byltingarinnar og mötunarinnar allrar, sem komin er langt með að ganga að sjálfstæðri hugsun og sköp- un dauðri, þótti sjálfsagt að sem flest- ir kynnu þá list að segja sögur og kannski „krydda” þær svona hæfi- lega. Þetta var það sem fólk ólst upp við og lærði, og reyndar hefur þessi sagnaþáttur verið stór hluti af menn- ingu íslendinga frá alda öðli. Enn eru til hér sagnaþulir, þó þeim fari mjög svo fækkandi. Þeir sem hlýtt hafa á Harald Bessason prófessor frá Kýr- holti, eru ekki í vafa um að hann er einn af þessum snilklar sagnaþulum. í vetur flutti Haraldur óborganlegan frásöguþátt á Heimiskvöldi í Miðgarði, þar sem að hann rifjaði upp viðburði frá bemskuárum sínum í Kýrholti, marga tengda rigningarsumri miklu sem gerði upp úr 1940. Einnig komu við sögu hjá Haraldi margir minnisverðir gestir sem bám að garði, þar á meðal Ágúst Jóns- son frá Hofi í Vatnsdal sem gerði sér lít- ið fyrir og hélt danssýningu á stofugólf- inu í Kýrholti. Sýndi heimilisfólki dans- inn „Bomsadeisf’ sem farið hafði sigur- ior um allan heim: allt Suðurland, Húna- þing og slegið í gegn á Sæluvikunni á Króknum, sem þá var nýafstaðin. Og nú er aftur að koma Sæluvika. Oft voru sagðar sögur á Sæluviku. Þegar pistilritari fór að velta fyrir sér þessum eiginleika manna að segja sög- ur og lét hugann reika aftur í tímann, þá kom það í hugann að ein stétt manna var nokkuð áberandi á þiessu sviði. Það vom þessir karlar sem komu í sveitina og unnu að jarðarbótum á bæjunum, jarð- ýtustjóramir og skurðgröfukarlamir. Löngu áður en Haraldur Bessason varð þekktur fýrir fræði sín í Vesturheimi, var hann kunnur um sveitir Skagaljarðar fyrir þá list að segja sögur. Þannig var það t.d. þegar Haraldur var að vinna á jarðýtu í Fljótunum upp úr 1950. Marg- ir höfðu líka gaman af þegar hann fór að herma eftir bændunum sem hann var þá nýbúinn að vinna hjá. Og þeir vom fleiri jarðýtustjóramir sem höfðu gaman af því að segja sögur. Ýtu-Keli var náttúrlega þeirra þekktast- ur í Skagafirði og sá sem nýtti söguefn- ið langbest. Keli sagði sömu sögumar margoft, með ýmsum blæbrigðum, það er að segja, þær áttu það stundum til að breytast talsvert. Og alltaf skein ffásagn- argleðin af Kela. Haraldur Bessason segir reyndar að Kjartan Haraldsson á Sauðárkróki hafi verið með skemmtilegri sögumönnum sem hann vann með á ýtunum. Einu sinni hafi hann orðið vitni af frábæm kvöldi með Kjartani og Reimari frá Löngumýri, eða Reimari á Bakka eins Ýtu-Keli, Þorkell Halldórsson. og hann var kallaður á þeim tíma. „Það var ekki fyrr en löngu seinna að ég gerði mér grein fyrir að þctta kvöld átti ég frá- bæra stund með tveimur snilldarkjöftum í sagnalistinni. Ég hafði náttúrlega ekk- ert segulband við höndina þá og hvað þá að ég hefði sinnu á að skrá þeirra spjall, en sé mikið eftir því að hafa ekki gert það”, segir Haraldur. Þegar pistilritari lætur hugann reika aftur til æskuáranna í Fljótunum þá virð- ist sem það hafi gjaman fylgt þessum jarðarbótarmönnum að þeir sóttu í það að segja sögur. Kannski hefur sá akur sem þeir vom að plægja orðið þeim sú uppspretta sem birtist í sögum þeirra. Það gat verið dálítið spennandi að fá þessa karla inn á heimilið. Og það bar við að skurðgröfukarlamir vom ekkert síðri að segja frá. T.d. em minnisstæðir félagar tveir sem unnu saman á gröfu og virtust ekki síður keppast við að segja ýkjusögur en ræsa fram landið. Stund- um vildi teygjast nokkuð úr kaffi- og matartímum þegar sögumennimir komust á flug. Var bomsadeisí húnvetnskur? Það mun hafa verið snemma vors sem Ágúst Jónsson á Hofi kom í heim- sókn í Kýrholt, það er að segja þegar hann hélt danssýninguna, en reyndar kom Ágúst þangað oft. Hann og Bessi faðir Haraldar unnu saman út um sveit- ir við það að sprauta fé við gamaveik- inni sem grasseraði á þessum ámm. ,Ég var lítíll þegar þetta var og fannst karlamir vera orðnir gamlir, en þeir vom náttúrlega á besta aldri. Ágúst var ákaf- lega skemmtilegur náungi, mikill grall- ari og hálfgerður skemmtikraftur. Hann hafði frá mörgu að segja í þetta skipti. Vék t.d. að skemmtanalífinu, enda fylgdist hann nokkuð vel með því sem var að gerast þar. Sönglaði m.a. nokkur af lögunum sem þá áttu mestum vin- Haraldur Bessason frá Kýrholti. sældum að fagna erlendis og höfðu náð hylli hér á landi. Þar á rneðal þetta bomsadeisí-lag sem var í sérstöku upp- áhaldi hjá honum. Ágúst sagði dansinn bomsadeisí hafa farið sigurfór um allan heim. Hann hefði lagt alla Reykjavík undir sig nánast á einu kvöldi og væri búinn að ná miklum vinsældum í Húnaþingi, verið dansaður í stofum á Sveinsstöðum, Blönduósi, Bólstaðahlíð og víðar, og nú síðast sleg- ið í gegn á Sæluvikunni á Króknum. Og þegar Ágúst var kominn vel af stað í Bomsadeisí-laginu steig hann út á gólfið og kippti Bessa bónda með sér í dansinn til að hann færi nú ekki á mis við þessa ffábæru skemmtun. „Þessi danssýning er mér mjög minnisstæð, en reyndar hafði ég nú frek- ar á tilfmningunni að þessi dans væri húnvetnskur uppmna, sjálfsagt ættaður úr Vatnsdalnum. Þessar grunsemdir mínar lét ég í ljósi löngu seinna við kunningja minn og vin Hermann Páls- son prófessor í Edinborg, en hann kvað þessar hugrenningar mínar ekki réttar. Bomsadeisí ætti sér erlendan uppruna, líklega amerískan eða breskan”, sagði Haraldur Bessason. Eitt orkufyrirtæki í Skagafirði Að horfa tíl ffamtíðar og bera gæfu til þess að velja rétta leið hlýtur að vera ósk okkar allra sem nú hafa gefið kost á sér tíl sveitarstjómarstarfa. Eitt af jjeim málum sem eru mér hugleikin eru orkumálin. Mín ffamtíðarsýn í orkumálum er þessi: 1. Rafveita Sauðárkróks verður ekki seld. 2. Hitaveitur í sveitarfélaginu verða sameinaðar. 3. Stefnt verður að því að íbúum sveitarfélagsins verði séð fyrir góðu neysluvatni. 4. Unnið verði að því í framtíð- inni að stofna eitt orkufyrirtæki í Skagafirði, þ.e. með sameiningu raforku, - hita- og vatnsveitu. Fyrir þá sem ekki þekkja tíl, er málum þannig háttað að Raf- veita Sauðárkróks hefur einka- leyfi til raforkusölu á Sauðár- króki og Rarik hefur einkasölu- leyfi í Skagafirði. Ég er talsmað- ur þess að ríkið selji hlut sinn í Rarik þ.e. starfsemi Rarik verði hætt í þeirri mynd sem hún er í dag. Stofnuð verði nokkur orku- sölufyrirtæki sem rekin væru heima í héraði. Sem dæmi má nefna orkubú Vestfjíirða, en þar em það Vestfirðingar sjálfir sem ráða yfir sínum orkumálum. Til að ná fram því markmiði að stofna ný orkufyrirtæki þarf lagabreytingu og þá brennur á samstöðu heimamanna og þing- manna. En hver er ávinningurinn? Sem hlutafélag í eigu heimaað- ila, mun það auðvelda alla ákvarðanatöku og hagkvæmni. Þetta fyrirtæki er frekar í stakk búið til [æss að veita lánsfé til framkvæmda, bæði út í at- vinnulífið og jafnffamt tíl þeirra heimila sem huga að breytingu á húshitun úr rafmagni í vatn. Á Alþingi liggur nú fyrir lagalfumvarp um styrk til þeirra sem vilja fara þessa leið. Oflugt fyrirtæki sem hefur á einni hendi bæði sölu á raforku og vatni er betur í stakk búið tíl þess að liðka fyrir og laða að ný atvinnufyrir- tæki. Þegar Villinganesvirkjun er risin sé ég fyrir mér aðalstöðvar fyrirtækisins staðsettar í Varma- hlíð. Það rafmagn sem vantaði í héraðið yrði síðan keypt af þeim aðila sem best biði, hvort sem það hétí Landsvirkjun, Hitaveita Suðumesja, eða eitthvað annað. Og til að leyfa ykkur að skyggn- ast enn lengra í mína framtíðar- sýn þá sé ég glitta á kílómetra löng gróðurhús á Vallhólma- svæðinu. Þau yrðu vel staðsett við þjóðveg nr. 1 og væntanlega stór viðskiptavinur við skag- firska orkufýrirtækið. Þegar ég lít á ffambjóðendur á listunum sem nú bjóða fram krafta sína fyrir nýja sveitarfé- lagið, Skagaljörð, sé ég að þar hefur skipað sér fólk sem ég hef trú á að þori að fara nýja leiðir. Það hlýtur að vera krafa íbú- anna að hugmyndir sem upp koma varðandi hagsmuni sveit- arfélagsins verði að skoða án for- dóma. Einhverjum kann að þykja það fásinna að breyta því fyrirkomulagi sem er til staðar í dag, svona hefur það verið og svona skal það vera. Við þetta fólk segi ég: „Skoð- ið alla þá möguleika sem fyrir hendi eru. Ykkur ber skylda til að hafa hagsmuni íbúa sveitarfé- lagsins ofar öðru”. Sigrún Alda Sighvats, fram- bjóðandi Sjálfstæðisflokksins. ítilefni 75 ára afmœlis míns í dag, 22. apríl, tek ég á móti gestum í kvöldkaffi kl. 20-23 í Ströndinni, Sœmundargötu 7. Haraldurfrá Mói.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.