Feykir


Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 5

Feykir - 22.04.1998, Blaðsíða 5
15/1998 FEYKIR 5 „Ekki neitt vandamá!astykki“ Spjallað við Jón Ormar Ormsson og Eddu Guðmundsdóttir um „Sporið er tangó“ sem verður frumsýnt nk. sunnudag „Lífið er svo margt. Lífið er saltfiskur. Sporið er tangó. Hvaða stefnu tekur maður í lífinu. Það er þetta og fleiri spumingar sem maður stendur frammi íyrir”, segir Edda Guðmundsdóttir leikstjóri Sæluvikustykkis Leikfélags Sauðárkróks þegar hún var spurð út í nafn verksins, hvort þama væri mikið dansað?, en leikritið heitir „Sporið er tangó”, og er eftir Jón Ormar Ormsson. Bæði hafa þau Edda og Jón gert góða hluti í leiklistarstarfinu á Sauðár- króki síðustu misserin. Þeirra samstarf byijaði með ágæt- um í Sumrinu fyrir stríð í hittiðfyrra. Og nú er ein fmm- sýningin í viðbót komin á íjalimar og fer brátt að ná fyllstu sköpun, en fmmsýnt verður nk. sunnudag. „Þegíir Viðar Sverrisson þá- verandi formaður Leikfélags Sauðárkróks talað við mig vor- ið 1996 um að skrifa annað leikrit fýrir leikfélagið, þá hafði ég í kollinum gamla hugmynd sem ég hef kallað „Mamma mafía”. Ég lagði þessa gömlu hugmynd þó fljótlega á hilluna vegna annarrar. Þegar ég fór að stað með „Tangóinn” hafði ég ákveðið fólk í huga í allar rull- umar. Ég vonaðist til að geta fengið með mér gamalt sam- starfsfólk úr leikfélaginu, fólk sem ég hafði starfað með lengi og meira að segja flækst með alla lið tíl Finnlands. Sumt af þessu ágæta fólki er með núna, aðrir sáu sér það því miður ekki fært vegna anna. Mér lýst ákaf- lega vel á hópinn og hvernig leikstjórinn leggur upp sýning- una”, segir Jón Ormar Orms- son. En hvers eðlis er þá þessi sýning? Þau Edda og Jón Orm- ar reyndu hvort í sínu lagi og einnig nokkuð í sameiningu að varpa ljósi á hana í samtali við blaðamann Feykis. Ljóst er að hér er um verk allt annars eðlis en Sumarið fýrir stríð. Þetta er ekki beinn gamanleikur, en heldur ekki neitt vandamála- stykki. „Ekki alvarlegur og ekki farsi”, var skilgreining sem þau vom sammála um. Órólegt föstudagskvöld „Sporið er tangó”, gerist á föstudagskvöldi í bæ úti á landi þar sem búa um 2700 manns, sem er þá að svipaðri stærð- argráðu og Sauðárkrókur og Húsavík, en annars skiptir það ekki máli þar sem ekki er um staðfært stykki að ræða. „En þú kemur þó tíl með að þekkja alla karakterana”, segir Jón Ormar. Leikurinn gerist á tveim tím- um á þessu föstudagskvöldi í einbýlishúsi í þessum bæ. I hús- inu búa reyndar þrjár fjölskyld- ur um þessar mundir. Fjöl- skyldan sem á húsið hefur ver- ið svo vinsamleg að taka inn á sig tvær fjölskyldur um stund- ^0 ^0 Sœluvika 1998 Leikfélag Sauðárkróks sýnir „Sporið er tangó“ Nýtt leikrit eítir Jón Ormar Ormsson leikstjóri Edda Vilborg Guðmundsdóttir Sýningar verða í Bifröst sem hér segir: Frumsvnine sunnudag 26. apríl kl. 21,00 2. sýning þriðjudag 28. apríl kl. 21,00 3. sýning miðvikudag 29. apríl kl. 21,00 4. sýning fimmtudag 30. apríl kl. 21,00 5. sýning laugardag 2. maí kl. 15,00 Miðapantanir í síma 453 6733 daglega kl. 17-20. Leikfélag Sauðárkróks. arsakir. Þetta er hreint ekki ró- legt föstudagskvöld, þar sem nokkuð er farið að reyna á hæfni þessara þriggja fjöl- skyldna að lynda saman. Oró- leika er sem sagt farið að gæta hjá ýmsum, enda hefúr víst orð- ið einhver töf á því að gestafjöl- skyldumar fengu væntanlegt húsnæði. „Það má sjálfsagt segja að í þessari sýningu sé ég að fjalla um það mikla nábýli sem felst í því að búa í svona litlum sam- félagi eins og við búum f’, seg- ir Jón Ormar. ,Já þetta reynir á fólk. Það vill hafa sitt einkalíf og hefur sínar tilfinningar og drauma, en þegar taka þari' tillit tíl margra þá getur verið erfitt að fá hlutina til að ganga upp”, segir Edda. Það em 12 hlutverk í „Spor- ið er tangó” og Edda segist vara mjög ánægð með leikhópinn, enda þekkir hún orðið flesta og hefur unnið með mörgum þeirra áður. „Þetta em ffábærir leikarar og nú reynir kannski meira á þá en off áður. í þessari sýningu er venjulegt fólk eins og ég og þú, og það getur stundum verið svolítið erfitt að leika sjálfan sig”, segir Edda. Tónlistin er á sínum stað. Leikstjórinn Edda Guðmundsdóttir og höfundurinn Jón Ormar Ormsson. Mest heyrist hún þó í gegnum útvarpið og sjónvarpið í leikn- um, en einnig syngja persón- umar í „Tangónum” sitt lag, „sönginn um lífið”. Söngurinn um lífið „Okkur fannst ómögulegt að setja upp leiksýningu hér í Skagafirði án þess að hafa eitt ffumsamið lag og það er smá saga í kringum það sem best er að Jón Ormar segi þér”, sagði Edda. ,Já, ég labbaði mér eina kvöldstund til Bjöms Bjöms- sonar skólastjóra, viðraði þessa hugmynd við hann og hvort hann gæti gert texta fýrir mig. Strax næsta dag kom Bjöm með textann. Þá hringdi ég í Geira og hann sagði „komdu í fýrra- málið”. Ég hittí hann um klukkan tíu næsta morgunn. Geirmund- ur hringdi síðan um hádegið og sagði: viltu heyra lagið?”. Það er dásamlegt að búa í samfélagi þar sem hlutimir geta gengið svona fyrir sig. Þar sem svona er hægt. Að geta látíð sér detta í hug að biðja um texta og lag með svo skömmum fýrir- vara og vera kominn með það í hendumar eftir tvo daga. Og þar að auki, þá held ég að þetta sé með því betra sem þessir höfúndar hafa gert, sem segir bara að þeir em í vexti”, segir Jón Ormar Ormsson að end- ingu. I fýrra vom liðin 30 ár ffá því Jón Ormar lék fýrst með Leikfélagi Sauðárkróks og í ár em 20 ár frá því hann setti fýrst leikrit á svið fýrir félagið. vörukynníngar! Taktu Fiinnmtudaqinn 30. apríl verða glæsilegar vörukynningar í Skagfirðingabúð frá Mjólkursamlagi og Kjötvinnslu M.a. verða kynntar nýjungar frá Mjólkursamlagi og verðlaunavörur frá Kjötvinnslu. Sama dag verður útsala i Að aukij 30% afsláttár af QshkOSh óarnafatnaði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.