Alþýðublaðið - 09.12.1919, Side 2
2
alÞýðublaðið
bæjarstjórnir ættu að hafa vald
til að ráða slíka menn sem hjú
eða þjóna í hendur þeirra, sem
þeir álitu stjórnsama og réttláta,
og skulu laun sem þessir menn
fá, að undanskyldu því, sem fer
til fæðis og klæðis, renna í upp-
eldissjóð.
Sömu lögum yrðu þeir háðir,
sem yrðu að taka lán í hallæris-
árum af lankssjóði eða öðru opin-
beru fé, og ekki gyldu það fyrir
ákveðinn tíma. Þó skal þessu ekki
fylgja neinn réttindamissir, þar
sem að slíkir menn geta oft verið
nýtir og duglegir menn, þó þeir
kunni sér ekki fjárforráð.
(Frh.)
Xosningar í Sviss.
Jafnaðarmenn vinna 41 sæti
og fá 170 þúsund atkvæði.
Um miðjan fyrri mánuð fóru
fram kosningar í Svisslandi til
þjóðþingsins. Þar er kosið eftir
svipuðum reglum og til bæjar-
stjórna hér, eða með hlutfallskosn-
ingu, en þó margbrotnari. Yegna
þess að mönnum var heimilt að
kjósa hvert þingmannaefnanna sem
var, á sínum flokkslista, var mjög
erfltt og seinlegt að telja atkvæð-
in. Eitt svissneska blaðið, „Berner
Tagwacht11, kallar þessa nýju kosn-
ingaaðferð hreinasta happdrætti.
Kjósi t. d. 10 þúsund kjósendur
sameinaðir einn flokkslistann, geta
100 kjósendur með því að stryka
út einstöku nafn, felt listann. Eða
öðrum orðum: 100 kjósendur geta
gert að engu viija 10 þúsund kjós-
enda!
Við atkvæðatalninguna kom það
í Ijós, að 41 jafnaðarmaður var
kosinn í stað 19 sem áður höfðu
sæti í þinginu og atkvæðamagnið
hafði aukist úr 150 þúsund at-
kvæða í 170 þúsund; 60 voru
kosnir af frjálslyndari vinstrimönn-
um í stað 102 áður; 9 af öðrum
vinstrimönnum i stað 12 áður;
41 kaþólskir afturhaldsmenn í stað
42 áður; 29 úr flokki bænda og
smáframleiðenda í stað einskis áð-
ur og 9 úr ýmsum smáflokkum.
Um 80 af hundraði neyttu kosn-
ingarréttar síns.
Eftirtektarvert er það, að frjáls-
lyndari vinstri menn, sem um
langt skeið hafa verið ráðandi
flokkur þingsins, hefir tapað 42
sætum og ekki var nema 40 þús-
und atkvæða munur á þeim og
jafnaðarmönnum, sem fengu næst
flest atkvæði.
Þegar litið er á það, að jafnað-
armenn hafa átt fremur erfltt upp-
dráttar í Svisslandi, er þetta stór-
sigur fyrir þá.
í þetta sinn hafa kosningarnar,
eftir því sem svissnesk blöð segja,
farið mikið meira en áður eftir
efnahag manna. Gömlu flokkanna
gætti minna. Flokkarnir skiftast
meira og meira eftir atvinnunni.
En það sakar ekki jafnaðarmenn,
því þeir eru fulltrúar vinnunnar
og þá jafníramt í raun og veru
þjóðfélagsins.
Sjóleið til Siberiu.
Síðastl. sumar sendu Svíar skip
til Síberíu undir forystu kapt.
Ellsén til að rannsaka möguleika
fyrir verzlunarviðskiftum milli Svía
og Síberíu. Skipverjár lentu í alls-
konar æfintýrum á leiðinni, bæði
í Norðuríshafinu, en einkum þó
eftir að þeir höfðu kastað akker-
um á Ob-fljótinu. far skorti alt,
er til uppskipunar þurfti, m. a.
pramma, sem þar eru mjög til
þess hafðir. Að lokum fengu þeir
þó einhver tæki langt að, en þá
var orðið svo áliðið sumars, að
þeir urðu að halda á brott, því
fljótið frýs snemma þar. ICapt.
Ellsén leist vel á, að Svíar gætu
fengið góðan markað fyrir vörur
sínar í Síberíu, og að vel mætti
aftur kaupa afurðir þarlendra
manna. Bygði hann þetta helzt á
því, að nú mun sjóleiðin nær eina
færa leiðin -milli Evrópu og Sí-
beríu, vegna ástandsins sem ííkir
þar eystra og í Rússlandi. Svíþjóð
liggur allra landa bezt, að því er
snertir þessar siglingar, og ofan á
þetta bætist harður skortur á
mörgum nauðsynjum í Síberíu.
Sænskir kaupmenn eru mjög
ánægðir með árangur fararinnar,
sem vonlegt er, þegar svo góður
markaður býðst fyrir vörur þeirra.
+
€kkja Zolstoys látin.
Sofla Andrajewa Tolstoy, ekkja
Leo Tolstoys, er nýlega látin á
landseigninni, Jasnaja Poljana, þar
sem Tolstoy dvaldi lengst af.
Faðir frú Sofíu hét Behrs, og
var læknir 1 Moskwa. Hún giftist
Tolstoy 1862 og fór vel á með
þeim að því er virtist, en samt.
fór Tolstoy að heiman til þess að
deyja, ‘eins og þeir vita sem þá
raunasögu muna.
lítleníar fréttir.
Sendiherra tehinn íastur.
Bandaríkjamenn hafa tekið hönd-
um sendiherra Bolsivika þar É
iandi, Ludwig Mertens að nafni...
Margin hershöfðingi
nra Bolsivika.
Fyrir liðlega mánuði síðan gerðu:
Bandamenn sér góðar vonir um
að geta brotið Bolsivika á bat
aftur, einkum af því þeir gerðtt
sér góðar vonir um að herferð'
Judenitsch til Petrograd hepnaðist.
En eins og kunnugt er mistókst
sú för svo gersamiega að her
Judenitsch er nú, samkv. skeytum
er hingað komu á dögunum, al-
gerlega tvístraður. En um það'
leyti sem Bandamenn gerðu sér
sem beztar vonirnar, sagði Emile
Margin hershöfðingi, sem var for~
maður herstjórnarnefndar Frakka í
Suður-Rússlandi, að Bolsivikar
voru langt frá brotnir á bak aft-
ur þá þeir mistu Petrograd og;
Moskva, því þeir mundu þá hafa
hörfað undan meðfram VolgafljótÉ
til Turkestan, en milli Bolsivika;
þar og í Rússlandi eru nú aftur
samgöngur, eftir að her Trotskis
hefir gereyðilagt suðurher Kolt-
schacks. Margin sagði ennfremur,
að rauða herliðið (Bolsivikar) hefðu
nægan útbúnað til vetrarins, því'
auk hergagna þeirra er þeir höíðu-
erft eftir keisarastjórnina, hefðu
þeir margar hergagnaverksmiðjur^
er gengu með fullum krafti.