Feykir


Feykir - 02.09.1998, Blaðsíða 6

Feykir - 02.09.1998, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 29/1998 Magnús Jónsson Kveðja Við kveðjum þig nú vinur, þó vegir skilji að sinni. Víst er margt að þakka og muna á kveðjustund. Við óskum allra heilla í síðustu sjóferðinni, sólin gylli eyjar og Ijómi umfjörð og sund. Aðfárast yfir hlutum var fjarri þínu geði, feillaus voru handtökin öll til sjós og lands. Vissulega falslaus oft var þín veiðigleði, þó vœri ekki lífið á stundum rósadans. Þegar þú núferð yfir hafið bylgjubreiða. Sem bíður okkar allra að sigla eitthvert sinn. Þá Landsins verndarvœttir þér götu munu greiða. Guðstrú þín var örugg. Ég kveð þig vinur minn. Hilmir og Hulda. Körfuboltinn byrjaður Hraðmót á Sauðárkróki um næstu helgi Úrvalsdeildarlið Tindastóls í körfubolta er þegar komið á fullt með undirbúning fyrir keppnina í vetur. Um næstu helgi stendur körfuboltadeild- in fyrir miklu hraðmóti á Sauðárkróki þar sem einnig taka þátt úrvalsdeildarlið Þórs á Akureyri, Snæfeils úr Stykkishóbni, Skallagríms, Is- firðinga og Skagamanna. Keppnin hefst kl. 12 á laugar- dag og á sama tíma daginn eftir. Tindastóll er í riðli með Skalla- grími og Þór. Mótið hefst með leik KFI og ÍA, þá leika kl. 13 Tindastóll og Þór, þvínæst Skagamenn og Snæfell, Skalla- grímur við Þór, KFÍ og Snæfell og Tindastóll og Skallagrímur eigast síðan við í síðasta leik riðlakeppninnar kl. 17. Keppnin á sunnudag hefst síðan á leik um 5.-6. sætíð, þá er keppt um 3. og 4. sætið og mótinu lýkur síðan með úrslitaleiknum. Tindastóll keppti um helgina á hraðmóti Vals í Reykjavík. Val- ur Ingimundarson þjálfari lagði mikið upp á því að skoða sem flesta leikmenn og var að prófa ýmsa hluti. Tindastóll vann tvo leiki á mótinu, Skagamenn og Is- firðinga, en tapaði fyrir Grind- víkingum, Val og KR. Banda- ríkjamaðurinn John Wood þótti koma vel út hjá Tindastóli og ýmislegt jákvætt í leik liðsins, þótt fleiri leikir töpuðust en unn- ust. Slakt gengi að undanförnu hjá Tindastóli og KS í fótboltanum Hvorki Tindastólsmenn né KS-ingar hafa átt góðu gengi að fagna í 2. deildinni að undan- fömu, en engu að síður sigla liðin lygnan sjó um miðja deild. KS- ingar em nú í ijórða sæti með 23 stig og Tindastóll er í því fimmta með 21 stig. Tindastólsmenn vom komnir f mjög góða stöðu þegar liðið mætti Ægi sl. laugar- dag. Þrátt fyrir að sunnanmenn byrjuðu betur og næðu að skora strax á fýrstu mínútunum, komust Tindastólsmenn yfir með því að skora tvo mörk rétt fyrir leikhlé. Þeir bættu síðan tveim mörkum við í upphafi seinni hálfleiks og það stefndi í stórsigur, en þá var eins og Tmdastólsmenn héldu að sigurinn væri í höfn, gestimir gengu á lagið, náðu fljótlega að skora og síðan bæta við tveimur mörkum. Það síðasta kom fimm mínútum fyrir leikslok og áhorf- endur á Króknum óttuðust að gestimir mundu skora sigurmark- ið undir lokin, en jafntefli varð staðreynd, 4:4. I sama tíma töp- uðu Siglfirðingar fýrir Selfýssing- um syðra, 3:6. Munið eftir áskriftargjöldunum Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið að greiða áskriftargjöldin. Þeir sem hafa glatað greiðsluseðlum og eiga ógreiddar áskriftir er bent á að hægt er að millifera inn á reikning nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðátkróki. Nú finnst oss ei nóttín löng í Akrahreppnum Maðurinn hugsar-guð ræður. (Homo cogitat deus disponit) Á fýrsta fundi sínum á þessu ári samþykkti hreppsnefnd Akrahrepps tillögu þess efnis að greiða skyldi úr sveitarsjóði kr. 100.000 fyrir hvem krakka sem fæddist í hreppnum. Flutnings- menn vom þeir Þórarinn Magn- ússon Frostastöðum og Agnar á Miklabæ. Sagt er að Agnar hefði talað gmnsamlega vel og rösklega fyrir tillögu þessari, enda vissi enginn þá til þess að hann ætti von á bami í Blöndu- hlíð. En stuttu seinna birtist frétt í blaðinu Feyki um að ungt par í Akrahreppi eigi von á bami, á- samt Agnari Gunnarssyni á Miklabæ. Þótti þá sýnt að hann hefði verið með hagsmuni sína í huga, ekki síður en annarra þeg- ar hann talaði fyrir tillögunni. Enginn veit ennþá hve margir krakkar hafa komið undir í Akrahreppi síðan fýrrgreind til- laga var fiutt og samþykkt, en talið er víst að margir muni not- færa sér þá möguleika sem þama bjóðast til að auka tekjur sínar. Gæta verður þess vandlega að engir glæponar gangi lausir í sveitinni meðan verið er að upp- fylla Akrahrepp, sem ekki ætti að taka mjög langan tíma, því að ekki má spilla þeim ágæta kynstofni sem enn er til staðar í hreppnum, þrátt fýrir brotthlaup þeirra sem þaðan fóm fyrir skömmu. „Þeim sem náttúran fær ekki haldið til skyldunnar verður að bægja ffá illgjörð með þunga hegningar“. Það er álit (sentiment) mitt og margra ann- arra að beita verði öllum brögð- um til að fjölga fólki á lands- byggðinni. Því segjum vér yður þér konur Akrahrepps: „Ef bamið er ekki þegar komið í yður þá gangið út og aflið þess“. Þegar þetta er ritað þá er ný- lega fætt fyrsta bamið í Blöndu- hlíð sem borgað er út á úr hreppssjóði. I tilefni af því var ortur sálmur, sem ekki verður birtur að svo stöddu. Upphaf hans er á þessa leið: I Blönduhlíð er bams oss fœtt bam oss fætt. Þvífagnar gjörvöll Agnars œtt halelúja halelúja. Vér undir tökum Agnars söng Agnars söng. Og nú finnst oss ei nóttin löng halelúja halelúja. Sigurjón Runólfsson, áður bóndi í Blönduhlíð Skagafirði. Athugasemd vegna fréttar um skólamál á Hofsósi Vegna fréttar um ráðningu skólastjóra í Gmnnskólann á Hofsósi sem birtist í síðasta tölublaði Feykis og tilvísunar til minnar afstöðu til málsins, vill undirrituð koma eftirfar- andi á ffamfæri. Það er sannfæring mín að í öllum tilvikum sé það eðlilegt og rétt að auglýsa þær stöður sem losna hjá sveitarfélaginu. Hvað varðar ráðningu skóla- stjóra á Hofsósi þá var umsókn Jóhanns Stefánssonar tekin fyrir á skólanefndaifundi þann 31. júlí þar sem henni var haíh- að. í ffamhaldi af því talaði formaður skólanefndar um að auglýsa stöðuna á ný svo fljótt sem auðið yrði. Á nafn Bjöms Bjömssonar var ekki minnst einu orði á þessum fundi. Á næsta fundi þann 10. ágúst var fýrsta mál á dagskrá tillaga for- manns nefndarinnar þess efnis að Bjöm yrði ráðinn í stöðuna. Málið virtist þá frágengið af hendi formanns, varaformanns og sveitarstjóra. Á fundinum tók ég skýrt fram að ég hefði langt í ffá nokkuð út á Bjöm að setja í þetta embætti en mér þætti ekki eðlilega að málinu staðið. Ég gerði nefndinni grein fyrir að með því að auglýsa stöðuna aftur hefði verið hægt að koma í veg fýrir að fólk tengdi sam- an starfslok Jóhanns og að Bjöm ætti þessa stöðu vísa. Jó- hann virðist vera mjög ósáttur með sín starfslok og hefur m.a. fengið lögffæðing til að kanna hugsanlega málshöfðun á hendur sveitarfélaginu. Að lokum vil ég ítreka að ég er ekki í vafa um að Bjöm muni leysa störf sín vel af hendi á Hofsósi. í mínum huga snýst málið aðeins um þá sjálf- sögðu reglu að auglýsa þær stöður sem losna hjá sveitarfé- laginu. Virðingarfýllst Stefanía Hjördís Leifs- dóttir, fúlltrúi Skagafjarðarlist- ans í skólaneffid.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.