Feykir


Feykir - 02.09.1998, Blaðsíða 8

Feykir - 02.09.1998, Blaðsíða 8
Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 2. september 1998, 29. tölublað, 18. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Norðvesturbandalagið KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! W Landsbanki Jk Ísland&í j til framtfðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 535J Áætlað að rúmlega 90.000 fjár verði slátrað í haust Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Norðvesturbandalaginu nk. þriðjudag 8. september. Að sögn Kolbeins Þórs Bragason- ar framkvæmdastjóra er gert ráð fyrir því að slátrað verði rúmlega 90 þúsund íjár og um 240 manns muni starfa við slátrunina, en reyndar vantar enn nokkuð af fólki á sláturhús- in, sérstaklega á Hólmavík. Norðvesturbandalagið er stærsti sláturleyfishafi landsins. Slátrað er á þrem stöðum: Hvammstanga, Hólmavík og Búðardal. Vestur-Húnvetning- ar, Strandamenn, Dalamenn og Vestfirðingar slátra öllu sínu fé hjá bandalaginu, en einnig kemur sláturfé úr A.-Hún og Snæfellsnes- og Hnappadals- sýslu. „Það er eins og það verði alltaf erfiðara og erfiðara að manna húsin, sérstaklega vant- ar okkur fólk á húsið á Hólma- vfk. Við slátruðum hátt í 1000 fjár í sumarslátmninni og stefn- um að því að slátra heldur fleira en í fyrra í haustslátruninni, en þá slátruðum við um 92.000. Þá slátrum við alltaf vikulega 35 hrossum á ítalíumarkað og sendum kjötið þangað ferskt’’, Landssíminn styrkir Jón Amar Magnússon vegna þátttöku í Ol í Sydney árið 2000 Jón Amar Magnússon gerði styrktarsamning við Landssím- ann um helgina og er reiknað með að samningurinn nemi allt að þremur milljónum króna. Greiðslumar hækka eftir því sem Jón Amar nær betri árangri á þeim mótum sem framundan em fram að Olympíuleikum í Sydney árið 2000. Enginn ís- lenskur fijálsíþróttamaður hefur fengið annan eins stuðning frá heimaaðilum og fyrirtækjum til að ná hámarks árangri á alþjóða vettvangi. Jón Amar er nú í þriðja sæti í tugþrautarkeppni IAAF, bestu manna í heimin- um. Erki Nool Eistlandi stendur efstur með 8655 stig, Chris Huffins USA er næstur með 8630 og Jón Amar með 8569 stig. Heimsmethafinn O’Brien er ekki með í sdgakeppninni. hing. Myndavélar skemmdar Aðfaranótt síðasta laugardags var farið inn á heimavist fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og unnar skemmdir á einni af eftirlitsmyndavélum sem komið hefúr verið upp í vistinni. Lögreglan á Sauðárkróki vinnur að rannsókn málsins og að sögn Bjöms Mikaelssonar yfirlög- regluþjóns miðar henni vel. sagði Kolbeinn Þór, en slátur- húsið og kjötvinnsla KVH á Hvammstanga er eina slátur- húsið og kjötvinnslan í landinu sem hefur útflutningleyfi á EB. Að sögn Kolbeins Þórs fer mikið magn gegnum húsið á Hvammstanga til útflutnings, allt hrossakjötið af fúllorðnu fer út og útlit er fyrir að útflutn- ingsskyldan á dilkakjöti verði um 15% í haust. Stefnt er að því að sauðfjárslátrun ljúki á öllum húsunum þremur um 20. október og þá hefst folalda og stórgripaslátrunin. Austur-Húnavatnssvslur Tæplega 400 minkar og refir drepnir á þessu ári Um 190 refir og rúmlega 200 minkar hafa verið unnir í A.-Hún. á þessu ári af um hálf- um öðmm tug veiðimanna. 19 refagreni vom unnin með 34 fullorðnum dýmm og 74 yrð- lingum, en 81 refur var skotínn við æti í vetur. Er auðvelt að gera sér hugmyndir um hve við- koma hlaupadýranna hefði get- að orðið ef þau hefðu lifað og tímgast, því gera má ráð fyrir að hvert refapar gefi af sér u.þ.b. 4 yrðlinga, þó dæmi séu um að fast að tugur yrðlinga sé í sama greni. Ekki er fyrir hendi sund- urliðun á fullorðnum minkum og hvolpum, en hvorutveggja refir og minkar em dreifðir um alla sýsluna. Ekki er greitt tíma- kaup fyrir refaveiðar, en skot- verðlaun fyrir hvert fullorðið dýr er 7000 krónur, 1600 krón- ur fyrir hvem yrðling. Tíma- kaup er greitt fyrir leit af minka- grenjum. Veiðimenn fá auk þess 1200 krónur fyrir hvert unnið dýr, fullorðið og hvolpa. Af minka- og refaveiði- kostnaði greiðir ríkið helming upp að 7000 krónum íyrir hvem ref, en tíl mun vera að sveitarfé- lög bæti nokkuð við greiðslu fyrir unnin hlaupadýr tíl þess að hvetja menn til veiðanna. Veiði- menn em sammála um að bæði refa- og minkastofninn sé í vexti. Húnavatnsþing er kjör- lendi fyrir minkinn vegna fiskauðgi í ám og vötnum og báðar tegundimar eyða mjög fúglalífi, s.s. gæsum og mófugli, sem mjög fer fækkandi svo til auðnar horfi á sumum svæðum. Athygli vekur hvað báðar teg- undimar, refir og minkar, gera sig heimakomna nærri manna- bústöðum, gera sig jafúvel greni í yfirgefnum eða hálfföllnum húsum, en hvað það snertir tek- ur minkurinn refnum ffam. gg/ruv. Konur funda í Skagafirði Nýlega kom stjóm Lána- tryggingarsjóðs kvenna saman í Skagafirði og fór þar yfir verkefni og fundaði bæði á Sauðárkróki og í Fljótum. Á Sauðárkróki þáðu stjómarmenn leiðsögn heimamanna um stað- inn og var myndin tekin við útsýnisskífuna á Nöfunum. Frá vinstri talið Guðrún Ögmunds- dóttir deildarstjóri í félagsmála- ráðuneytinu, Guðrún Þórðar- dóttir útibússtjóri Múlaútibús Landsbankans, Stefán Guð- mundsson alþingismaður, Jón Ormar Ormsson rithöfúndur og sagnaþulur, Snorri Bjöm Sig- urðsson bæjarstjóri, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarfull- trúi og núverandi formaður stjómar lánatryggingarsjóðsins og Herdís Sæmundardóttír fyrr- verandi formaður stjómarinnar. Gæðaframköllun BÓKABUÐ BRYNcJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.