Feykir


Feykir - 24.03.1999, Blaðsíða 5

Feykir - 24.03.1999, Blaðsíða 5
11/1999 FEYKIR 5 „Verð hér meðan ég get hugsað um skepnunar“ % segir Sigmundur Jónsson á Vestari - Hóli í Fljótum Sigmundur Jónsson á Vestari - Hóli staddur við gegningar í fjárhúsinu. „Ég segi allt gott og nú er ég farinn að sjá til fjalla. 1 dag var koldinun hríð hérna og blint þannig að ekki sást með nokkru móti á milli bæja. Það h'tur út fyrir að þetta ætli að verða langur vetur hjá okkur hérna í Fljótunum”, sagði Sigmundur Jónsson bóndi á Vestari-Hóli í Flóka- dal þegar blaðamaður Feykis sló á þráðinn til hans sl. fimmtudag. „Annars er mannlíf héma mjög gott og varla hægt að segja annað en félagslíf sé talsvert í ekki fjölmennari sveit. Við vor- um með góugleði héma um daginn og svo vorum við með þorrablótið í þorrabyijun eins og vanalega. Þessi góðugleði var mikil og góð skemmtun og mjög vel sótt. Það var alveg fúllt hús á Ketilásnum, fólk kom bæði utan frá Siglufirði ofan af Sauðárkrók, frá Akueyri og að sunnan líka”. - Voru mikil skemmtiatriði á góugleðinni. Varst þú kannski með brag þarna (en Sigmundur er nokkurskonar hirðskáld Fljótamanna?) ,Já þau vom bara nokkuð góð. Kvenfélagið hélt skemmt- unina og konumar em alltaf seigar að bjarga sér. Þær fengu mig reyndar til að semja um skemmtinefndina, sem átta kon- ur áttu sæti í. Eg samdi vísur um þær allar og ég held þær haft bara verið ánægðar með það”. - En nú hefur líka alltaf verið talsvert spilað í Fljótun- um að vetrinum? „Við vomm að spila héma hjá mér í gærkveldi og höfum komið héma saman úr Flóka- dalnum einu sinni í viku undan- farið, á miðvikudagsvöldum. Þau komu Þórarinn á Minni- Reykjum og Öm og Mana í Ökmrn. Við höfum síðan farið ásamt Stefáni í Minni-Brekku til Siglufjarðar einu sinni í viku til að spila. Og svo á víst að spila félagsvist héma í skólanum ann- að kvöld. Það er Hestamannafé- lagið Svaði sem heldur það spilakvöld og mér skilst að það sé Inga húsfreyja á Krossi sem sé aðalmanneskja á bak við það. Ég hugsa að ég láti mig ekki vanta þangað og á frekar von á því að þama verði vel mætt”. - Já óttastu að þetta verði langur vetur hjá ykkur í Fljót- unum? „Já ég man varla eftir jafn gjafaffekum vetri. Allur búpen- ingur kom á gjöf um miðjan október og síðan hefúr ekki ver- ið nein beit og hross á gjöf. Mér sýnist að varla þurfí að reikna með öðm en að ekki verði hægt að sleppa fyrr en í júníbyrjun, allt verði á gjöf þangað til. Það þarf að bregða snögglega til hins betra ef svo á ekki að verða. Ég óttast heyleysi hér um slóðir, er nú ekki bjartsýnni en það eins og málin standa”. - Sigmundur er orðinn 71 árs gamall og er fyrir stuttu hættur mjólkurframleiðslu en er ennþá með þónokkurt fjárbú. Hann hefur búið einn síns liðs á Vest- ari-Hóli, en verið með ráðskon- ur af og til. Til Sigmundar réðst á liðnu vori ung kona úr Reykja- vík. Hún ætlaði reyndar ekki að dveja lengi nyðra, vildi fyrst prófa í einn mánuð, en eftir viku sagðist hún ætla að verða ffam á haust. Þegar svo tveir mánuðir vom liðnir sagðist hún vera til- búin að eyða vetrinum á Vestari- Hóli. Sigmundur segist hafa sagt henni að þetta gæti nú sjálf- sagt breyst eitthvað þegar myrkrið og snjórinn kænti. En ráðskonan unga er ennþá á Vest- ara-Hóli og hyggst vera þar til næsta hausts. - En finnur Sig- mundur ekkert fyrir því að búa afskekkt þegar vetur sem þessi kemur? „Ég er náttúrlega ekki alveg sáttur við snjómoksturinn. Það er eins og það sé ekki mokað á tvo ffemstu bæina. Gunnlaugur nágranni minn í Nesi segir að hann fái ekki inokað ókeypis nema tvisvar yfir veturinn og manni fínnst það lítið”. - En þegar menn eru komnir um sjötugf, finna þeir þá ekki til óöryggis svona fram til dala að vetrinum? ,Ja, ég er náttúrlega ekki einn. Það munar mjög miklu að hafa einhvem hjá sér og þó maður hafí símann og geti skoppið af bæ annað slagið, þá munar svo miklu að hafa ein- hvem til að tala við. Ég er það hress til heilsunnar ennþá að ég get vel hugsað um skepnumar og það er mín dægradvöl. Ef ég gæti það ekki þá skipti ekki máli hvar ég væri, þó svo ég vildi náttúrlega helst hvergi vera nema hér, þá fer ég þegar heils- an er orðin þannig að ég get ekki hugsð um skepnumar mín- ar”, segir Sigmundur á Vestara- Hóli. Sigmundur samsinnir blaða- manni með það að fátt virðist geta komið í veg fyrir það að Flókadalurinn fari í eyði. Þar er orðið fullorðið fólk, bú og full- virðisréttur fremur h'till á jörð- unum, líklega alltof lítill til þess að ungt fólk geti framfleytt sér af því. „Ég held að það sé úti- lokað fyrir ungt fólk að byrja búskap í sveit í dag, nema þá að eiga góðar eignir fyrir og geta þá tekið við þokkalega stóm búi í fullum rekstri. Það þýðir ekki að ætla sér að byrja með því að þurfa að slá stór lán. Framleiðsl- an stendur aldrei undir þvf’, segir Sigmundur. Athugið! Athugið! Eigum mikið úrval af rúmfatasettum úr damaski og bómull. Allir nýjustu tískulitirnir, s.s. blátt, grænt, vínrautt o.fl.Sýnishom em hjá Ingibjörgu Halldórsdóttur, Freyjugötu 1, Sauðárkróki. Nvtsamar fermingagjafir. Við færum vkkur vömna heim ef óskað er. Gæði. gott verð og góð þiónusta eru okkar aðalsmerki. Verið velkomin! Islenska Fánasaumastofan ehf. Suðurbraut 9, Hofsósi, sími 453 7366 og 453 7434. •Svefnpokar •Tjöld •Gönguskór •Bakpokar •Áttavitar •Hestavörur •Veiðivörur •Pennasett •Rúmföt •Skartgripir íauknu úrvali! Námskeið í málun á tré verður haldið 10. apríl kl. 10-15 Skráning hjá Valgerði í Skagfirðingabúð Kostnaður við námskeiðið er kr. 2000 pr. mann Innritunargjald kr. 1000 ilu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.