Feykir - 07.04.1999, Page 1
rafsjá hf
RAFVERKTAKAR
SÉRVERSLUN
MEÐ RAFTÆKI
SÆMUNDARGÖTU 1
SAUÐÁRKRÓKI
Áhersla mótuð í vegagerð á næstu árum
Fyrsti áfanginn yfir
Þverárfjallið boðinn
út á næsta áti
Eindæma veðurblíða var hér nyðra dag hvem um páskana og fjöldi fólks naut blíðunnar í
skíðabrekkunum og til fjalla. Biðröð var við skíðalyftur eins og þessi mynd frá skíðasvæði
Tindastóls sýnir og fjöldi fólks var á gönguskíðum út um alla heiði. Talnaglöggir menn telja að
um 500 manns hafi verið á svæðinu þegar fjöldinn var hvað mestur. Mynd/hing.
Atvinnuþrómwsjóður stoftiaður
í kjördæminu á næstunni
Segja má að áfomi um bygg-
ingu Þverárfjallsvegar hafi feng-
ið byr undir báða vængi þegar
þingmenn og samgöngunefnd
kjördæmsins ákváðu, samkvæmt
tilmælum Vegagerðar ríkisins, að
aukafjárveiting frá ríkinu til
vegagerðar, 140 milljónir í þetta
kjördæmi, yrði varið í Þverár-
fjallsveginn. Gunnar Guðmunds-
son umdæmisstjóri vegagerðar-
innar á Norðurlandi vestra er
bjartsýnn á að unnt verði að
bjóða út fyrsta áfanga verksins á
næsta ári, en hann verður svo-
kallaður Skagavegur frá Skíða-
stöðum í Laxárdal yfir Þverár-
fjall að Þverá, fremsta bænum í
Norðurárdal.
Fjárveitingar af vegaáætlun,
að viðbættri aukaíjárveitingunni,
gera ráð fyrir 306 milljónum í
Þverárfjallsveginn á næstu þrem-
ur ámm. Alls er áætlað að Þver-
Lokun ákveðiii
í Loðskinni
Nú um mánaðamótin var
öllu starfsfólki Loðskinns hf
sagt upp störfum. Var þetta gert
í ljósi þess að ákveðið hefur
verið að stöðva starfsemi
fyrirtækisins í maflok. Vonir
standa til þess að unnt verði að
hefja starfsemi að nýju ef
markaðir opnist.
Um 20 manns starfa enn
hjá Loðskinni, en fólki þar
hefur fækkað jafnt og þétt
síðustu mánuðina. I ljósi
ástandsins hefur fólk leitað sér
að vinnu annars staðar.
árfjallsvegurinn muni kosta um
700 milljónir, en hann verður 38
km frá Skagastrandarvegi til
Sauðárkróks. Gunnar Guðmuds-
son kveðst vonast til að sú fjár-
veiting sem nú liggi fyrir dugi
það vel fyrir fyrsta áfanganum að
afgangur verði, sem síðan mundi
nýtast í næsta áfanga, sem vænt-
anlega yrði frá Sauðárkróki yfir
Laxárdalsheiði, en í þeim áfanga
er gerð nýrrar brúar á Göngu-
skarðsá sem staðsett verður rétt
ofan ósa árinnar.
„Við getum því miður ekki
séð fyrir hvenær gerð vegarins
lýkur. Hinsvegar er ljóst að fjár-
festingin nýtist illa þar til búið er
að fullgera veginn frá báðum
endum”, segir Gunnar Guð-
mundsson og hann hefur trú á
því að gerð vegarins verði hrað-
að eins og ffekast er kostur.
Lengi hefur verið rætt um
Þverárfjallsveg sem mjög mikil-
vægt samgöngumannvirki til að
tengja saman þrjá þéttbýlisstaði í
kjördæminu og svæðin þar í
grennd, Sauðárkrók, Skaga-
strönd og Blönduós, og mynda
þannig stórt atvinnusvæði. Sem
dæmi þá verður leiðin Skaga-
strönd-Sauðárkrókur 52 km um
Þverárfjall í stað 96 um Langadal
og Vatnsskarð, og Blönduós -
Sauðárkrókur styttist í 47 km úr
74. Þá verður 17 km styttra fyrir
Siglfirðinga og Ólafsfirðinga að
aka Þverárfjall á suðurleiðinni en
að velja leiðina um Vatnsskarðið,
þannig að umferð í gegnum
Sauðárkrók kemur til með að
aukast við þessa breytingu, hvort
sem bæjarbúar telja það nú kost
þegar til lengdar lætur.
Á næstunni verður stofnað í
Norðurlandi vestra eignar-
haldsfélag sem áformað er að
verði grundvöllur atvinnu-
þróunarsjóðs. Bjarni Þór
Einarsson framkvæmda-
stjóri SSNV segir að ekki liggi
fyrir skrifleg svör frá sveitar-
stjórnum með þátttöku, en
jákvæð svör hafí engu að síð-
ur borist frá öllum stærstu
þéttbýlisstöðunum nema
Siglufirði. „Mér sýnist ljóst að
okkur ætli að takast að stofna
þetta félag”, segir Bjami, en
Invest hefur verið falið að
ganga frá stofnun félagsins og
er þessa dagana að kynna
málið fyrir forsvarsmönnum-
Siglufjarðar og minni sveitar-
félaga í kjördæminu.
Hvatinn að stofríun félagsins
er frumvarp um stefnu í
byggðamálum 1998-2001,
stjómarfrumvarp frá forsætis-
ráðherra sem afgreitt var á síð-
asta þingi. Þar er gert ráð fyrir
fjárveitingum til atvinnuþróun-
arfélaga í hveiju kjördæmi
landsins næstu þijú árin. Gert er
ráð fyrir að til þessa verkefnis
fari 300 milljónir á ári.
Bjami Þór Einarsson segir
að með stofnun félagins séu
menn að tryggja það að þessi
fjárveiting komi til ráðstöfunar
inn á þetta svæði. Áætlað er að
stofrífé væntanlegs eignarhalds-
félags og atvinnuþróunarsjóðs í
kördæminu verði 100 milljónir
og sá möguleiki verði fyrir
hendi að efla sjóðinn um 100
milljónir á ári næstu tvö árin.
Frá ríkinu komi 40% í gegnum
Byggðastofnun, eignarhald
sveitarfélaga í kjördæminu
verði 40% og 20% komi frá at-
vinnufyrirtækjum.
Bjami Þór sagði með vísan
til þess sem segir hér að fram-
an, að áform Skagfirðinga um
stofnun atvinnuþróunarfélags
og þróunarsjóðs, komi þessu
máli ekki við. Hins vegar hefðu
menn á tímabili óttast að Skag-
fírðingar ætluðu að kljúfa sig út
úr þessu samstarfi, en slíkt væri
ekki raunin, enda hefðu Skag-
firðingar ákveðið að vera með.
„Það er hið besta mál og mik-
ilsvert að ekkert af stærri sveit-
arfélögunum skerist þama úr
leik”, segir Bjami Þór.
—KTen^iM cNjDI— JfMfTibílaverkstæði
Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 Æ JLÆ.M-Æ. sími: 453 5141
• ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140
• FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ^Bílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir
• BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA 0 Réttingar # Sprautun