Feykir - 07.04.1999, Qupperneq 5
12/1999 FEYKER 5
Hagyrðingarnir láta gamminn geysa: Sigurðin- Hansen, Þórey Helgadóttir og
Arni Bjarnason ásamt Hafsteini Lúðvíkssyni, sem stjómaði hagyrðinga-
þættinum.
Rökkurkórinn hélt
upp á 20 ára afmæli
með glæsiveislu
Rökkurkórinn í Skagafirði fagnaði 20
ára afmæli á glæsilegri afmælishátíð
sem fram fór í Miðgarði í Varmahlíð
laugardaginn 27. mars sl. Dagskráin
var fjölbreytt og boðið var upp á
glæsilegt kaffihlaðborð. Salurinn í
Miðgarði var þéttskipaður eins og
jafnan þegar þar fara fram söng-
skemmtanir, en með ólíkindum er
hvað Skagfirðingar og gestir þeirra
em duglegir að sameinast í söngnum.
Trúlega er hvergi í landinu jafn kröft-
ugt sönglíf og í Skagfirði. Þar eru
starfræktir tveir fjölmennir kórar
auk allra kirkjukóranna.
Sveinn Ámason frá Víðimel hefur
Stefán Reynisson syngur einsöng í
laginu „Á Hildarseli“ eftir Eirík
Jónsson og Sigurð Hansen.
stjómað Rökkurkómum lengst af og í
vetur er undirleikari með kómum Pál
Szabo. Kórfélagar em 55 talsins og ein-
söngvarar em Gerður Geirsdóttir, Hall-
fríður Hafsteinsdóttir, Einar Valur Val-
garðsson, Hjalti Jóhannsson og Stefán
Reynisson. Þá var meðal skemmtiatriða
á afmælishátíðinni, hagyrðingaþáttur af
skagfirskum hætti sem Ámi Bjamason
stjómaði, kvennasönghópur söng og
Bjami Pétur Maronsson flutti létt gam-
anmál.
Það var haustið 1978 sem nokkur
hópur söngglaðs fólks úr héraðinu kom
saman og var tilefnið að efna til afþrey-
ingar í söng. Fæstir í þessum hópi munu
hafa vænst þess að svo gott framhald
yrði á þessum félagsskap sem raunin
hefur orðið. Mikill kraftur hefur ætíð
verið í starfi Rökkurkórsins og á síðustu
ámm hefur kómum bæst aukinn liðs-
styrkur. Haustið 1996 kom úr fyrsti
geisladiskur kórsins. Á honum er ein-
göngu að fínna ljóð og lög eftir skag-
firska höfunda.
Árdís Maggý Bjömsdóttir formaður
gat þess í ávarpi sínu á afmælisfagnað-
inum að í tilefni tímamótanna væri áætl-
að að veita kórfélögum umbun fyrir
óeigingjamt starf með því að fara í söng-
og skemmtiferð til Portúgal í haust. Þar
mun kórinn einnig taka þátt í kóramóti.
Rökkurkórinn tekur vel undir í lagi Péturs Sigurðssonar „Ætti ég hörpu“.
Kvennakórnum tókst ekki síður vel upp í nokkrum vel völdum lögum.
Trésmiðir
óskast!
Óska eftir trésmiðum eða
laghentum mönnum til að
vinna að endurbótum á
Hótel Tindastóli á Sauðárkróki.
Upplýsingar gefur
Pétur Einarsson í síma 899 8631.