Feykir


Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 2

Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 17/1999 Hjálmar Tónsson alþingismaður Gott að vita hvemig vindarnir blása „Góðri málefnastöðu, öflugum framboðslista, markvissri kosn- ingabaráttu og fyrst og fremst því að kjósendur hafa traust á okkur, og það vil ég þakka alveg sérstaklega”, sagði Hjálmar Jóns- son alþingismaður þegar hann var spurður um það hverju hann þakkaði kosningasigur sjálfstæð- ismanna í kjördæminu. „Helst vildi ég hafa meiri tíma til að fara um kjördæmið og hitta ennþá fleiri en maðurgerir, hinsvegar hefur það verið afskap- lega gott að vita hvemig vindam- ir blása, fá góð ráð, áminningar, jafnvel skammir. Landsbyggðin er að heyja mikla baráttu það má enginn liggja á liði sínu í því að finna leiðir og möguleika til þess aðefla og styrkja byggðimar”. - Nú er orðinn fyrsti þingmað- ur Norðurlands vestra, telur þú þig koma til álita sem ráðherra- efni á komandi kjörtímbili? ,Já að sjálfsögðu eins og margir hinna þingmanna flokks- ins, en við emm 26 í þingliði Sjálfstæðisflokksins, þannig að margir em kallaðir en fáir útvald- ir. Það er margt mikilvægt og spennandi við að fást í þingi og þjóðfélaginu, ég er ekki í pólitík til að hafa lítil heldur mikil áhrif og það get ég alveg sagt þér ég mundi sofa alveg jafnvel þó ég yrði ekki ráðherra: Það truflar mig ekki persónulega hvort það er í spilunum eða ekki. Þetta fer auð- vitað eftir skiptingu ráðuneyta, ef við þá verðum í næstu ríkis- stjóm”, segir Hjálmar Jónsson al- þingismaður en hann vill gjaman koma á framfæri kæm þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu á sig mikið og fómfúst starf í kosningabaráttunni. Árni Gunnarsson varaþingmaður Vissum að annar maðurimi yrði tæpur „Framsóknaiflokkurinn varað tapa fylgi um allt land og við viss- um að annar maðurinn yrði tæpur víða Við lentum í því þannig héma að verða rétt undir. Það vant- aði herslumuninn og það gerðist einmitt sem við vomm búnir að vara við, að ef Sjálfstæðisflokkur- inn kæmist yfir okkur í fylgi mundum við ekki fá nema einn mann”, segir Ámi Gunnarsson, sem leiddi lista Framsóknar- flokksins í veikindaforföllum Páls Péturssonar. Ámi náði ekki kjöri inn á Alþingi. „Bæði Sjálfstæðismenn, Sam- fylkingin og Vinstri-Grænir hömmðu á því að baráttan um fimmta sætið stæði á milli J^eiira, Framsóknarflokkurinn væri ör- uggur um tvo menn. Þessi bar- áttuaðferð andstæðinganna heppn- aðist að mínu mati og varð til Jxss að við töpuðum manni”. - Galt flokkurinn Jxss að Páll var ekki með í baráttunni? „Fjarvera Páls kom aðallega að sök gagnvart heimsóknunum til kjósenda út um kjördæmið. Aðstaða okkar þai' var verri að því leyti, að t.d. meðan þingmenn Sjálfstæðisflokksins gátu báðir einbeitt sér að því að heimsækja kjósendur, þá var það bara ég af framsóknarmönnunum sem var laus frá vinnu”. - Það hefur ekki hvarflað að Jrér að Jressi úrslit þýði það að Jrér hafi verið hafnað? „Nei ég túlka þau ekki þannig, enda fann ég fyrirgóðum straumum í þessari kosningabar- áttu Jx') það hafi ekki dugað tíl. Nú er ég í þeini stöðu að vera var- þingmaður og mun vinna sem slíkur. Það var vel unnið hjá okk- ur framsóknarmönnum í þessari kosningabaráttu og ég vil þakka öllum Jteim sem lögðu þar mikið á sig. Þó við hefðum viljað sjá betri úrslit biðum við [xi ekki af- hroð, náðum tæpum þriðjung at- kvæða”, sagði Ámi Gunnarsson. Tón Bjarnason skólastjóri á Hólum og alþingismaður Endanleg niðurstaða lét á sér standa „Eg er ánægður og þakklátur þeim sem báru fram þetta fram- boð hér í kjördæminu og fyrir þann stuðning sem það fékk. Þá er ánægjulegt hvað Jiessi hreyfing fékk mikinn stuðning á landsvísu, góða útkomu í hverju kjördæmi, og það er ljóst að hér er pólitíkst afl á ferðinni sem þörf er á og hljómgrunnur fyrir”, segir Jón Bjamason skólastjóri á Hólum, annar tveggja nýrra þingmanna kjördæmisins. Aðspurður sagðist Jón alltaf hafa verið bjartsýnn á að framboð- ið ætti möguleika að koma að manni hér í kjördæminu, en það yrði að vinna vel fyrir því. „Þeg- ar sjötti þingmaður flokksins styrktist inni eftir því sem leið á kvöldið, jukust möguleikar okkar á að koma inn manni hér í kjör- dæminu, en endanleg niðurstaða lét á sér standa”, sagði Jón en það var ekki fyrr en á fimmta tíman- um um nóttina sem ljóst var að hann mundi ná kosningu. „Ég mun leggja áherslu á at- vinnu- og byggðamálin, sem ég hef raunar verið að vinna að und- anfarin ár og áratugi”, sagði Jón og kvaðst endilega vilja koma á framfæri kæru þakklæti til alls síns stuðningsfólks fyrir góða og drengilega baráttu. Aðspurðurhvemig málum yrði skipað varðandi skólastjóm á Hól- um, sagðist hann eiga rétt á ein- hveiju leyfi frá störfum, en vænt- anlega yrði ráðið ffam úr þeint málum í sumar, enda trúlega nægur tími til þess þar sem að Kristján Möller alþingismaður Vissum að yrði hreyf- ing á jöfmmarsætinu „Þessi kosningaúrslit komu mér ekki á óvart að því leyti að ég vissi að sjálfstæðismenn mundu fara yfir framsókn, þannig að það yrði hreyfing á jöfnunarsætinu. Við Samfýlkingarfólk gerðum okkur góðar vonir um að hreppa það og fá tvo menn. Við fundum fyrir miklum straumum á loka- sprettinum og það munaði ákaf- lega litlu að þetta tækist hjá okk- ur. Það sem gerði útslagið var að Samfylkingin fékk ekki eins mikið á landsvísu eins og kann- anir höfðu sýnt og vonir okkar stóðu tU. Ef við hefðum náð tæpu prósenti meira yfir landið, hefði Anna Kristín farið inn líka”, seg- ir Kristján Möller oddviti Sam- fylkingarinnar, annar tveggja nýrra þingmanna kjördæmisins. „Ég vil nota tækifærið og þakka okkar stuðningsfólki kær- lega fyrir samstöðuna og stuðn- inginn. Þama komu margir að sem lögðu mikið á sig. Þetta var skemmtileg kosningabarátta, sér- staklega fundum við fýrir því á kosningasamkomunum sem við héldum í sfðustu vikunni fyrir kosningar og þar mættu alls um 700 manns. Mér sýnist þetta í raun vera ágætis útkoma hjá Samfylking- unni úr kosningunum. Þetta er ung hreyfing sem tekur nokkum tíma að fullmóta og það verður skemmtilegt og krefjandi verk- efni að takast á við það og störfin inni á Alþingi”, segir Kristján L. Möller þingmaður Samfylking- arinnar á Norðurlandi vestra. „Vonitn barðir niður af skoðanakönnunum“ „Okkar útkoma var mjög slöpp miðað við þá strauma sem við ftindum fýrir. Ég held við höf- um verið baiðir niður af skoðana- könnunum á lokaspretúnum. Það er eins og fólk út á landsbyggf- inni sé ánægt með ástandið eins og það er, þar sem að meirihluúnn kaus stjómarflokkana, og þannig verður sá hópur að sitja á sér og kvarta ekki næstu fjögur árin”, ekki væri beint útlit fyrir að Vinstri hreyfingin - Grænt fram- boð mundi fara í ríkisstjóm nú. segir Pálmi Sighvatsson annar maður á lista Frjálslynda flokks- ins um kosningaúrslitin, en erfð- lega gekk að ná í oddvita listans Sigfús Jónsson. Pálmi telur skoðanakannanir og styrki ríkisins til þingflokka gera nýjum framboðum mjög erfitt uppdráttar, og leiða megi að því rök að lýðræðið sé fótum troðö að Jtessu leyti. „Það er ekki hægt að tala um það að ríkið stuðli að lýð- ræði í þessu landi þegar þing- flokkamir fá um 180 milljónir til að eyða í kosningabarátturía, á meðan ný framboð fá ekki úr neinu að spila frá því opinbera”, segir Pálmi Sighvatsson. Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 621)7. Netfang: feykir @ krokur. Ls. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður ÁgúsLs- spn og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.