Feykir


Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 3

Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 3
Listræn handverkskona á Hvammstanga 17/1999 FEYKIR3 Sjö þúsund handmáluð kerti til Grænlands Á dögunum geriM Anori Art í Nuuk á Grænlandi samning við Hólmfríði Dóru Sigurðar- dóttur á Hvammstanga um kaup á 7(K)0 handmáluðum kertum í gjafaumbúðum. Kertin eru tvö saman í pakka og er mynstrið óhlutbundið. Tildrögin að samningnum var að Hólmfríður Dóra hefur far- ið á handverkssýningar und- anfarin ár og verið þar með verk sín sem eru af ýmsum toga. í vor var hún svo á hand- verkssýningu í Laugardalshöll þar sem hún hitti aðstandend- ur Anori Art og leist þeim svo vel á kertin að þeir ákváðu strax að panta 6000 kerti, en þegar samningurinn var svo gerður þá hafði kertum fjölgað í 7000. Dóra þarf að skila þessu verk- efni um mánaðarmótin júli/ágúst en þá þarf hún að koma pöntun- inni á gám sem Eimskip flytur svo til Grænlands og tekur það um 10 daga. Dóra segir gaman að hugsa til þess að um miðjan á- gúst verði farið að raða í græn- lenskar búðarhillur rammíslensk- um kertum. Fyrir 7 árum byijaði Dóra að mála kerti fyrst bara svona fyrir sig og sína en sú vinna þróaðist fljótt upp í að mála kerti fyrir kertaverksmiðjuna Mánaskin og hélt hún þeirri iðju þar til kerta- verksmiðjan hætti, en síðan hefur Dóra hannað og unnið kerta- skreytingamar sjálf. Hún málar mikið afjóla-, páska- og heilsárs- munstrum svo og fyrir skímir, fermingar o.þ.h. ijölskyldustór- hátíðir. Kertin sem hún notar em eingöngu íslensk og koma þau frá Heymaey og Norðurljósum og þá stendur til að fara að kaupa kerti frá kertaverksmiðjunni á Akureyri. Dóra telur þetta verkefni fyrir Anori Art jafngilda 6 mánaða dagvinnu, en hún skilar þessu í júlilok. „Þetta er stórkostlegt fyr- ir mig þar sem að stærsta pöntun tilþessavar20pakkar, þaðer.40 kerti”, segir Dóra. Aðspuiðsagðist hún ekki liggja mikið í sólbaði þetta sumarið, hefur varla tíma í þess hátta dól. Dóra hefur einnig grafið í gler og þá aðallega í glös sem hún setur á fallegar skreyt- ingar að vali kaupanda og þá gjaman nafnið á jíeim sem fær glasið. Dóra er að grafa í glös fyr- ir þekkt fyrirtæki í Reykjavík og er það mikil vinna þó glösin séu ekki fleiri en 12, þá er merki fyr- irtækisins ekki auðunnið. Það má með sanni segja að það er eins gott að fjölskyldan standi við bakið á handverkskonum af þessu tagi, þar sem búið er að henda eiginmanni Dóm út úr bíl- skumum og þar situr frúin og dreifir kertunum sínum í kring- Hólmfríður Dóra með sýnishom af máluðu kertunum. um sig og málar og málar. Um sumars, þótt hún sjái sólina varla leið og við óskum Hólmfríð Dóm fyrir kertunum. til hamingju með þetta stóra verk- GJ. efríi þá óskum við henni gleðilegs S ^^^[hnubókin og K^bókin T\|eir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er íneð 5,20% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Ársávöxtun síðasta árs 7,58% Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 5,1%, Ársávöxtun síðasta árs 6,09% Menningar sj óður Skagafjarðar Á fundi sveitarstjómar nú í vetur var samþykkt að stofna Menningarsjóð SkagaQarðar. Þann 4. maí vom samþykkt- ar regur um sjóðinn en þær hafa verið í vinnslu nú um nokkurn tíma í menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefríd og h'ta nú dagsins Ijós. Reglur þessar gera bæði menningarfélögum og einstakl- ingum kleift að sækja í sjóðinn, til reksturs félaganna eða til ein- stakra verkefna. Félög þurfaað sækja urn fyrir 10. mars ár hvert en umsóknum um einstök verk- efni má skila allt áriðog skulu þær umsóknir afgreiddar árs- fjórðungslega. Þar sem nú er nokkuð liðið á vor gefst félögum kostur á að sækja um styrki til 31. maí og liggja eyðublöð ffammi á skrif- stofu sveitarfélagsins. Með um- sóknum félaga skal skila starfs- og fjáirhagsáætlun ásamt árs- reikningum félaganna og árs- skýrslu. Með umsóknum til einstakra verkefna skal skila ítarlegri lýs- ingu á verkefni ásamt kostnað- aráætlun og frekari áætlun um fjármögnun. Félög og einstakl- ingar í Skagafirði eru hvattir til þiess að nýta sér menningarsjóð- inn en nánari upplýsingar gefur formaður nefrídarinnar Ásdís Guðmundsdóttir. Menningarsjóður KS Tíu aðilum úthlutað styrkjum úr sjóðnum Fyrir nokkru var styrkjum úthlutað úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagafirðinga, en það hefur verið árlegur viðbtnð- ur frá árinu 1962 er sjóðurinn var stofnaður, að félagið láti af hendi rakna nokkra fjármuni til félags- og menningarstarfs í héraðinu. Að þessu sinni hlutu lOaðil- ar styrki og eru þeir eftirfar- andi: Karlakórinn Heimir, Rökkurkórinn, UMSS, Leikfé- lag Sauðárkróks, Handverks- hópur Alþýðulistar, Sauðár- krókskirkja, Helga Rós Indriða- dóttir vegna söngnáms, Ólaf- ur Jónsson vegna myndabókar um Sölva Helgason, HörðurG. Ólafsson vegna útgáfu geisla- disks og Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar vegna „söguslóðar frá Skaga- firði til Siglufjarðar”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.