Feykir


Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 8

Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 8
L Ík KJÖRBÓK L 7^ Vinsælasti sérkjarareikningur íslendinga 1 Ek Ba hœstuávöxtun íáratug! M Landsbanki , 'lA jslands —— hu* i lorysiu ui Tramnoar * .■ ^ÚliUÖIS áSauSírkrókl - S: 453 635J :: '| Það var handagangur í öskjunni hjá bömunum í 3SJ í Grunnskóla Sauðárkróks þegar þau komu á ritstjóm Feykis á dögunum með dauðan háhymingsunga. Þau vom að koma úr fjöm- ferð og á vegi þeirra varð rétt hjá Emunni, flakinu í fjömnni, rekinn kven-háhymingur. RKÍ-deildin á Skagaströnd Nýja húsið hlaut nafnið Sjávarborg Skagastrandardeild RKI, sem stofnuð var fyrir sex árum, tók formlega í notkun eigið húsæði 1. maí sl. Húsið, sem er að Vallarbraut 4, hef- ur fengið naíhið Sjávarborg, en það voru þau Níels Grímsson og Jóhanna Thorarensen sem sigruðu í samkeppni sem efnt var til að finna nafn og bárust 19 tillögur. Viðstaddir opnunina 1. maí voru m.a. formaður og fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á íslandi. Sem fyrr segir er Skagastrandardeildin ung að árum, en engu að síður sú fjöl- mennasta í landinu miðað við í- búaijölda á félagssvæði. Deild- in eignaðist strax gamlan sjúkrabíl en annar nýlegri var keyptur fyrir tveimur ámm. Fram til þessa hefur deildin verið á hrakhólum með húsnæði fyrir bfla sína, en nú er það til staðar og innréttað eftir þörfum. í Sjávarborg er auk bfla- geymslu fyrir tvo bfla, salemi, eldhús, geymsla, skrifstofa, fundarherbergi og lítill salur þar sem hægt verður að halda námskeið og fyrirlestra fyrir smærri hópa. I tilefni opnunar hússins afhenti Anna Þrúður Þorkelsdóttir formaður RKÍ, Skagastrandardeildinni að gjöf frá samtökunum sjónvarps- og myndbandstæki. Að lokum var boðið upp á veitingar og húsnæðið var opið til skoðunar fram eftir degi. Formaður Skagastrandardeild- ar-RKÍ frá upphafi hefur verö Pétur Eggertsson. Ríðandi á kjörstað Margir vildu gjaman nota veðurblíðuna sl. laugardag til annars en fara á kjörstað yfír hádaginn. Þó vom það a.m.k. tveir á Sauðárkróki sem sam- einuðu þetta tvennt og mættu ríðandi úl sinnar kjördeildar. Kjörstaður á Króknum var nú í fyrsta sinn í bóknámshúsi Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og höfðu menn það á orði að nú vantaði hestastein á planinu við skólann og uiðu hestamennimir tveir, Tryggvi Jónsson frá Dæli með einn úl reiðar og Bjöm Magnússon kennari við skólann með tvo, að binda klára sína við grind- verk fyrir utan skólahúsið. Reyndar mun ekki heldur hafa verið hestasteinn á lóð Safnahússins þar sem kjör- deildin var jaíhan áður, en hinsvegar stutt að fara með hestana að gömlu kjörbúðinni en þar var hestasteinn. Skip Fiskiðmnnar Skagfirðings Mokveiði í karfanum á Reykjaneshrygg Mjög góð veiði hefúr verið hjá skipum Fiskiðjunnar Skagfiið- ings undanfarið. Uthafsveiðamar ganga mjög vel, að sögn Gísla Svan Einarssonar útgeiðarstjóra FISK. Málmeyjan, sem er ný- byijuð karfaveiðar á Reykjanes- hrygg, hefur fiskað mjög vel og Klakkur er 3-4 daga að íylla sig, 160 tonn, og landaði á Gmndar- fiiði í íyrradag. ,,Þeir á Málmeyjunni vomað veiða fyrir 4,9 milljónir í gær, en öllu jöfnu er þetta 2,5 milljóna aflaverðmæú yfir sólarhringinn”, sagði Gísli Svan. Afla Klakks var landað hjá Hraðfiystihúsinu og einnig í vinnslu Guðmundar Runólfssonar á Grundarfiiði og þá var hluti farmsins settur í gáma. Þá hefur Hegranes einnig afl- að vel og kemur vikulega með 80-90 tonn. Skipið hefur veriðal veiðum fyrir vestan og kom núna síðast með steinbít, ýsu og ufsa í bland við þorskinn sem var meg- inuppistaða aflans. Ufsinn fer til vinnslu hjá Höfða á Hofsósi. Þá var Skafúnn að landa 27 tonnum af rækju eftir fimm daga á váð- um. Geirmundar meðal vinsælustu sveita Tvær vinsælar norðlenskar hljómsveitir urðu ofarlega á lista þegar Fókus, unglinga- og skemmtanalífsblað DV, efndi ný- lega til skoðanakönnunar um vin- sælustu danshljómsveitimar frá upphafi. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar hafnaði þar í 6. sæú og í 7. sætinu varð hljómsveitin sem um árabil lék fyrir dansi á þriðjudagskvöldum í Sæluvik- unni, Hljómsveit Ingimars Eydal. Úrtakið úr könnuninni var 600 manns og dreift eftir slembiúrtaki á talsvert breiðan aldurshóp og skiptingin var nokkuð jöfn milli dreifbýlis og þéttbýlis. Efstir á lista urðu Stuðmenn, í öðm sæti Hljómar, í þriðja sætinu kom Sin- foníuhljómsveit íslands, sem reyndar mun afar sjaldan leika fyrir dansi, gamli KK-sextettinn vaið í fjórða sæúnu, Trúbrot í því fimmta, þá Geirmundur, Ingimar Eydal, Sálin hans Jóns míns vaið í áttunda sæúnu, Messoforte í því níunda og Brimkló tíunda. „Mér fannst gaman að það skuli vera munað eftir okkur og mjög sniðugt að sjá þessa úttekt. Vitaskuld er ég ánægður með að við skyldum lenda þetta ofarlega á blaði og hreint ekki í slæmum félagsskap”, sagði Geirmundur Valtýsson þegar þessi niðurstaða var borin undir hann. Hljómsveit Geirmundar er sú eina af þessum hljómsveitum sem leikur að staðaldri fýrir dansi núoiðið, þó Stuðmenn „droppi” upp annað slagið. Núna em þeir t.d. að leggja upp í hringferð um landið með „Grændu bylúnguna”. BÚSTA&UR FASTEIGNASALA Á LANDSBVGGÐINNI Jón Sigfús Sigurjónsson HDL. Aðalgötu 14, Sauðárkróki, sími 453 6012

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.