Feykir


Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 4

Feykir - 12.05.1999, Blaðsíða 4
4FEYKIR 17/1222. „Lékum okkur saman eins og við hefðum þekkst lengi“ Haraldur og Maggí á Sjávarborg í Skagafirði heimsóttu fyrir skömmu fósturbörnin sín í Nepal Talsvert mun vera um það að íslendingar, eins og reynd- ar fólk út um allan heim, gerist fósturforeldrar bama í svokölluðum SOS-bamaþorpum, en þau vom mynduð á sínum tíma til hjálpar yfirgefnum bömum. Margir ís- lendingar hafa tekið böm í fóstur á þennan hátt og senda mánaðarlega greiðslur til SOS-bamaþorpanna. Hins vegar mun það vera fremur sjaldgæft að fólk héðan af norðlægur slóðum vitji þessara fósturbama sinna hinum megin á hnettinum, enda það ferðalag dýrt og fyrirhafn- armikið. Þau Haraldur Ámason og Margrét Ámason á Sjávarborg í Skagafuði, sem bæði em komin í hóp eldri borgara í héraðinu, lögðu á sig mikið ferðalag nú síðvetr- ar til að vitja fósturbama sinna í Pokhara í Nepal. Frá þessu mikla feiðalagi sögðu þau m.a. á skemmtikvöldi hjá Menningar- og framfarafélagi kvenna í Skagafuði, ífum, í Sæluvikunni. „Fyrir um tveimur árum gerðumst við hjónin styrktarfor- eldrar 4 ára drengs í SOS-bama- þorpinu í Pokhara í Nepal. Rúmu ári síðar bættist svo systir hans við og búa þau nú bæði í sama húsi í áðumefndu þorpi. Fengum við sendar myndir af bömunum og vom bæði fremur döpur á svip, enda höfðu þau ný- lega sagt skilið við móður sína, sem raunar á fleiri böm en gat ekki séð fyrir þeim öllum. Aö öðm leyti litu þau vel út, hrein- lega klædd og hraustleg. Sl. vetur skaut sú hugmynd upp kollinum að gaman væri að fara þama austur og heimsækja bömin. Hugmynd þessa vomm við alllengi að vega og meta, uns ákvörðun var tekin um að láta til skarar skríða. Maggí (sem reyndar er svissnesk að uppruna, innsk. Feykir) komst í samband við svissneska ferðaskrifstofu í Zurich, sem sérhæfir sig í feið- um til Austurlanda fjær, einkum Indlands og Nepal. Stóð okkur til boða hópferð til Nepals með viðkomu í bakaleiðinni í Quatar á Arabíuskaga í 3-7 daga, raun- ar á sólskinsströnd. Fannst okk- ur sá kostur ekki mjög fysilegur (þau hjónin eiga hlut í húsi á Spáni og dveljast þar oft á sólar- strönd, innsk. Feykir) og töldum 1 r^l 1 vii * /AÉá Haraldur með fósturbömunum sínum í Pokhara. Maggí í hópi barnanna í SOS-barnaþorpinu í Pokhara. að fyrst svona langt austur væri komið mætú frekar hugsa sér að skoða sig nokkuð um í Indlandi og fara þaðan til Nepals, sem er norðaustur af landamæmm ríkj- anna. Fengum við svo tilboð frá Indlandsferðum um svona foð bæði í 16-20 manna hópum og líka fyrir einstaklinga, sem við völdum með tilliti til öryggis og þæginda án tillits til kostnaðar. Eftir reynslu okkar í Indlandi sjáumviðekkieftirþeirri á- kvörðun”, segir Haraldur. Skipulögð útíæsar Ekki verður hér farið úr í að lýsa ferðinni nákvæmlega, en þau Haraldur og Maggí segja hana gjörólíka þeim ferðum sem þau höfðu kynnt áður., Af því að hér var um einstaklingsfeið að ræða, þ.e. hún var skipulögð fýr- ir aðeins tvær persónur og það raunar út í æsar, ef svo má segja. Flugleiðir vom bókaðar fyrir- fram, svo og hótel alla ferðina. Umboðsmenn ferðaskrifstofúnn- ar tóku á móti okkur á hveijum nýjum stað og þar beið okkar einkabíll með bílstjóra og leið- sögumanni. Þannig skoðanar- feiðirem auðveldari og árangurs- ríkari en tíðkast í hópfeiðum, enda komast stærri bílar ekki jafnvíða um stórborgir oft með þröngum götum, eins og litlir bílar og veiða gönguferðir því oft lengri og erfiðari í hópfeiðum. Ferðin hófst 1. mars á flugi með Flugleiðavél til Kaup- mannahafnar og þaðan sama dag með SAS-vél til Zurich, en þar dvöldum við hjá kunningj- um til snemma morguns hinn 5. mars er stigið var upp í flugvél frá Sviss air, sem flutti okkur í einum áfanga til Delhí á Ind- landi. Flugtími var 8,2 klst. og tímamismunur er 4,5 tímar. „Tekinn fastur“ í búðunum Daginn eftir var okkur ekið í skoðunarfeið, fyrst um gömlu Delhí, sem var höfúðborg Ind- lands undir stjóm múhameðstrú- armanna á 12.-19. öld. Þama kynntumst við áþreifanlega borgarbragnum í Delhí og má segja að aðalgatan í gömlu borg- inni sé einn óslitinn markaður, þar sem úir og grúir af fólki, bæði innfæddum og túristum, seljendum, kaupendum og betl- urum, og er frekja og ágengni götusalanna með ólíkindum; tranandi fram vamingi sínum svo varla er þverfótað og slysist maður inn í búð sem oftast er smákompa fúll af einhvers kon- ar vamingi, er engu líkara en maður sé tekinn fastur og vam- inginum haldið svo stíft að manni að jaðrar við líkams- meiðingum.Leiðsögumaðurinn var þó nokkuð til halds og trausts. Skrítin umferðarmenning A götunum ægir öllu saman. Vömbíllinn, rútubíllinn, úlfalda- vagnamir, riksja; farartæki í formi þriggja hjóla reiðhjólameð sæti fyrir tvö farþega, annað- hvort mótordrifin eða fótstigin, ennfremur ótrúlegri mergð leigubíla sem flestir em eins og Willisjeppamir sem vom hér hjá okkur á ámnum 1950-’65 með blæjum. Þessar Willis-eftirlík- ingar em ffamleiddar í landinu. Ekki er óalgengt að sjá 8-10 far- þega inni í farartækinu og 4-7 menn standandi aftan á og stundum 2-3 uppi á toppnum. Inni á milli skjótast svo reiðhjól og skellinöðmr af ýmsum stærð- um. Hávaðinn er ærandi og em bílflautur óspart þeyttar. Einn þeirra bílstjóra sem við ferðuð- umst með var sérlega flautuglað- ur og taldist mér til að af þrem tímum sem við vomm í bfl hans hafi hann legið á flautunni í einn klukkutíma og 40 mínútur. A þessu úfna hafi umfeiðar, þar sem götuljós og stefnuljós farartækja em óþekkt fyrirbrigði, mátti oft sjá kýr, kálfa, geitur og jafnvel svín og hænsni utan til við mesta öngþveitið. Kýr em hjá Hindúum heilagar og ertalið mjög svo ámælisvert að stugga við þeim, þótt þær loki meira og minna umfeiðaræðum um stund- arsakir. Eins og fyrr segir var tilgang- ur þessarar ferðar okkar hjóna að kynnast styrktarbömum okkar í Nepal, 6 ára gömlum strák og 3 ára gamalli stelpu. Það var með mikilli eftirvæntingu að við fór- um með bfl laugardaginn 20. mars með fulla feiðatösku af leikföngum og sælgæti áleiðis til bamaþorpsins, sem er stutt frá Pokhara, en þai' dvöldum við tvo daga. Laugardagur er sunnudag- ur í Nepal, svo leikskólinn og skólinn fyrir eldri böm vom lok- aðirog því öll bömin heima. Þorpið samanstendur af 12 húsum, hvert fyrir 10 böm og eina húsmóðir. A svæðinu sem er afgirt, er skólahús, leikvöllur með rólum, vegasalti, borðtenn- is, körfuboltagrindum og sjón- varpssal. Allt er mjög snyrtilegt, húsin falleg og vel hirt, á milli litlir garðar og blómabeð. Stofa og eldhúskrókur og þrjú svefn- herbergi, hvert bam á sitt rúm, koju og dívan og skáp fyrir föt og dót. Fallegar gardínur, mynd- ir og skrautmunir, allt mjög heimilislegt. Það var ákaflega vel tekið á móti okkur, yfirmaður þorpsins, sem talaði góða ensku, kynnti okkur fyrir fjölskyldunni. Hús- móðirin skildi líka svolíúð í ensku og mesta feimnin var fljót

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.