Feykir


Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 1

Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Snorri Bjöm Sigurðsson sveitarstjóri tekur við undirskriftuni 160 Hofsósinga úr hendi Herdísar Fjeldsted, Eyrúnar Þorleifs- dóttur og Guðrúnar Þonaldsdóttur, en íl)úamir óskuðu eftir að fá að njóta starfskrafta Bjöms Bjömssonar áfram. Meðferðar- og skólaheimili í Þorfinnsstaðaskóla í haust Þorfinnsstaðaskóli í Vestur- hópi fær nýtt hlutverk með haustinu. Þar verður starfrækt í framtíðinni skóla- og meðfeiðar- heimili fyrir unglinga. „Viðmun- um á næstunni auglýsa eftir starfsfólki og það eina sem gæti stöðvað þessi áform er það að við fáum ekki starfsfólk, en þar er grundallaratriði að fá forstöðu- mann með nauðsynlega menntun og starfsreynslu”, segir Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra. Ríkis- stjómin hefur samykkt að láta 10 milljónir króna til að unnt veriðað heíja starfsemina seinna á þessu ári og 30 millj. til starfrækslu heimilisins á næsta ári. Sveitarstjóm Húnaþings vestra bauð fram þetta húsnæði, sem er gamall heimavistarskóli, á liðnum vetri. Það er félagsmála- ráðuneytið í samvinnu við bama- vemdarstofu og Húnaþing vestra sem standa að þessari fram- kvæmd sem er ætlað að gegna svipuðu hlutverki og skóla- og meðferðarheimilið í Háholti í Skagafiiði. A fundi rikisstjómar í síðustu viku var ákveðiðað veita talsvoð- um fjármunum til þess starfs er beinist að því að koma ungling- um, er lent hafa í fíkniefnaneyslu og á öðmm glapstigum, inn á betri braudr. Talið er að breyting- ar á húsnæði Þorfinnsstaðaskóla verði ekki ýkja kostnaðarsamar, en þar var um nokkurt skeið starf- ræktur heimavistarskóli með sex vistherbergjum. A dölinni em miklar breyt- ingar á skólamálum í Húnaþingi vestra. Guðmundur Haukur Sig- urðsson formaður by ggðaráðs seg- ir að þetta þýði ekki að öll kennsla verði felld niður í Vesturhópi. Á- ædað sé að þar verði áfram kennt yngstu bömunum á skólaskyldu- aldri, og fundin verði önnur að- staða íyrir þá kennslu, enda Þor- finnsstaðaskóli í sjálfu sér óþarf- lega stór fyrir svo fámennan hóp. Reiknað er með að 10-14 stöðu- gildi verði við væntanlegt skóla- og meðferðarheimili í Þorfinns- staðaskóla. Heitar unu'æður og hnútukast vegna skólastjóramáls út að austan á fundi sveitarsjómar í gær Guðrún Iielgadóttir skólastjóri Myndlistar- og handíðaskólans, annar tveggja umsækjenda um skóla- stjórastöðu sameinaðs grunnskóla í austanverðum Skagafirði dró umsókn sína til baka með símbréfi, skömmu fyrir fund sveitarstjómar í gær. Þrír fulltrúar af fimm í skólanefnd höfðu mælt með Guðiúnu í starfið, en hinir tveir studdu hinn umsækjandann Bjöm Bjömsson skólastjóra á Hofsósi. Ljóst var að þetta mál stefndi meiri- hlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nokkra óvissu og búist var við spennandi atkvæðagreiðslu á fundi sveitarstjómar í gær þar sem valið yrði á milli um- sækjendanna tveggja. Til þess kom þó ekki, málinu var vísað tíl meðferðar skólanefndar að nýju, að undangengn- um snörpum umræður þar sem til hnútukasts kom milli fulluúa meirihlutans og Ijóst að nokkum tími mun líða áður en öldumar lægir innan meirihluta sveitarstjómarinnar, og trúlega þurfa fulltrúamir a.m.k. einhveija daga til að átta sig á því hvort nauðsynlegt traust sé enn innan meirihlut- ans, til að samstarfið milli Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins getí haldið áffarn. Herdís Sæmundardóttir formaðurbyggðaráðsog skóla- nefndar las í upphafi símbréf frá Guðrúnu Helgadóttur þar sem hún dró umsókn sína til baka og tilgreindi ástæðu þess breyttar aðstæður að undanfómu. Herdís lagði ffani bókun þar sem hún harmaði hvemig málið hefði þróast og taldi ástæðu þess að Guðrún dró umsókn sína tíl baka, m.a. það sem hún kallaði „dæmalausa herfeið” sjálfstæðismanna í málinu, og vitnaði þar til undirskrifta 160 íbúa á Hofsósi til stuðnings hinum umsækjandanum Bimi Bjömssyni. Miklar umræður urðu í kjölfar þessarar bókunar Herdís- ar. Gísli Gunnarsson forsetí sveitarstjómar mótmælti því að um „dæmalausa herferð” væri að ræða og það bæri að hlusta á vilja fólksins. Gísli sagði seinna við umiæðuna að málið hefði verið unnið illa allt frá upphafi, og þau orð köll- uðu á hörð viðbrögð Herdísar Sæmundardóttur formanns skólanefndar og byggðaráðs. Herdís sagði að vel hefði ver- ið unnið að málinu að öllu leyti og faglegt mat viðhaft. Hún vísaði því á bug að lagaákvæði héldu í þessu máli, og vitnaði til bókunar minnihluta skólanefndar. Herdís benti á að jafnréttislögin og lög um reglur og skyldur kennara stönguðust á. Páll Kolbeinsson og Ámi Egilsson fulltrúar Sjálfstæðisflokksins tóku einnig þátt í þessari umræðu. Páll sagði sig og Helga Sigurðsson fulltrúa í skólanefnd hafa byggt afstöðu sína í málinu á faglegum forsendum en ekki pólitíksum, þar hefði verið litíð til 26 ára farsæls starfs Bjöms við skólastjóm í Skagfiiði og hann virtist hafa lög um reglur og skyldur kennara með sér í þessu máli. Snorri Styrkársson annar tveggja fúlltrúi Skagaíjanðar- listans í sveitarstjóm harmaði þann farveg sem málið hefði farið í og hafði uppi efasemdir um að eítir allt saman væri rétt að sameina skólana. Snorri sagði pólitíkina þvælast fyrir mönnum í málum sem jjessum og það væri slæmt ef það flæmdi hæft fólk að taka að sér störf fyrir sveitarfélag- ið. Gísli Gunnarsson sagði að sem betur fer hefði margt hæfit fólk fengið vinnu hjá sveitarfélaginu og sú væri þró- unin um þessar mundir, en hann teldi það samt mikilvæg- ara að heimafólk sem hefði langa og farsæla reynslu í starfi fengi að starfa en yrði ekki flæmt burt. Eins og fyrr segir var mikill hiti og hnútukast á sveit- arstjómarfundinum í gær. Nægir þar kannski að nefha að þegar til loka hennar dró, gat Stefán Guðmundsson full- tiúi Framsóknarflokksins ekki á sér setíð, og taldi hann ör- uggt mál að framganga sjálfstæðismanna í umræðum á fundinum yrði ekki til að liðka fyrir farsælli Iausn þessa máls í skólanefnd og væri það miður. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar hafði fyrr á fundinum sagt það ein- falt mál fyrir skólanefnd að klára málið. Þar sem skóla- nefnd hefði tilgreind í bókun að báðir umsækjendur væm vel hæfir, lægi beint við að ganga til ráðningar Bjöms Bjömssonar. Óskaði Gísli eftír því að skólanefnd hraðaði afgreiðslu sinni. —KTcM£tff chjDI— AETTlbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sfmi 453 5519, fax 453 6019 A # m m m sími 4535141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ^Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA )JS Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.