Feykir


Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 5

Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 5
23/1999 FEYKIR 5 „Þetta var hrikalega skemmtilegt og spennandi“ segir Smári Björn Stefánsson sem sigldi fyrstur íslendinga niður Dimmugljúfur í Jökulsá á Brú „Þetta var mjög erfitt að sigla þama niður og maður var alveg búinn eftir að hafa farið niður ána bæði fóstudaginn og laug- ardaginn, enda tók ferðin seinni daginn tólf og hálfan tíma með stoppum fyrir myndatökumenn. En þetta var hrikalega skemmtilegt og spennandi, þó svo að það væri svolítill ugg- ur í manni allan tímann. Samt var þessi óttatilfmning ekki eins sterk og ég hafði reiknað með fyrirfram. Helsta hættan fyrir okkur fólst í gijóthmninu, en það hrundi mikið úr bjarg- inu í gilinu. Einn myndatökumaðurinn sagði okkar að það hefði fallið stór skriða úr því á einum stað, um 10 mínútum eítir að við vorum komnir framhjá. Maður var samt tiltölulega rólegur þar sem björgunarsveitarmennirnir voru tilbúnir þama rétt fyrir ofan okkur, ef eitthvað skyldi bera út af’, seg- ir Smári Bjöm Stefánsson kajak-siglingamaður hjá Æfinfyra- ferðum-Hestasports, en hann var fyrsti íslendingurinn sem Bjöm. Aðspurður hvort að sú umfjöllun sem þessi ferð hefur fengið gæti orðið til þess að auka áhuga á „rafti” hér á landi, sagði Smári að hann ætlaði rétt að vona það.,Fólk hefur haldið að þetta sé stórhættulegt og ekki nema á færi léttgeggjaðs fólks, en það er það ekki. Ekkert hættulegra en hvað annað þegar rétt er að hlut- unum staðið”. Þeir Ævintýramenn hafacsð- ið mikla reynslu af siglingum á Jökulsá vestri og eystri í Skaga- fírði. Siglingar á þessum ám em mjög vinsælar, og þykir sú eystri sérlega ögrandi. ,,Það er búið að vera mikið að gera hjá Smári Björn ásamt Rajendra Gurung Nepalbúanum sem fylgdi honum á kajak niður ána. okkur í vor og stefnir í mikia mót var siglt nánast upp á hvem aukningu frá síðustu tveimur einasta dag. Síðan er feiða- summm. Við emm að sigla upp mannatímabilið að koma á fullu íþrjárferðirádagogffámiðjum inn núna”, segir Smári Bjöm maí í vor og fram yfir mánaða- Stefánsson. sigldi niður Dimmugljúfur í Jökulsárgili á Brú, en fólk frá Ævinfyraferðum fylgdi leiðangri Fjallavinafélagsins Kára sem „raítaði” niður ána um næstsíðustu helgi. Björgunarsveit- armenn Ifá Garðabæ vom til taks á gilbarminum. Segja má að þrír siglinga- menn frá Nepal, sem unnið hafa hjá Ævintýraferðum-Hesta- sports síðustu tvö sumur, hafi verið forsendan fyrir því að fé- lagar í Fjallavinafélaginu Kára gátu skipulagt og farið þessa feið í Dimmugljúfur, sem er einstök og þótti hreinasta fífldirfska. Þeir Nepalmenn hafa þjálfað menn í kajaksiglingum og raft- ing, en fylgdarmenn á kajak er forsendan fyrir því að unnt sé að „raftá’ á erfiðum ám. ÞeirÆvin- týramenn könnuðu Dimmugljúfur einmitt á liðnu hausti á kajökum og endurtóku síðan leikinn daginn áðuren þeir Kárafélagar, 11 að tölu á tveim bátum, „röftuðu” laugardaginn 19. júní. „Við sáum þama á föstudeg- inum að vatnið í ánni mátti ekk- ert vera meira og vorum búnir að ákveða að ef að það hefði aukist seinni daginn, þá færum við ekkert. Okkur sýndist það vera svipað þegar við fórum ofan í gilið, en þegar niður var komið var augljóst að talsvert hafði vax- ið í ánni, en þá var ekki aftur snúið. Fallhæðin í ánni er mikil og straumurinn einnig, og straumþunginn hafði vitaskuld vaxið mikið við það að vatnið hafði um tvöfaldast í ánni á tæpum sólarhring”, segir Smári Bjöm. Einn Nepalbúanna fylgdi Smára á kajak, en hinir tveir stjómuðu áhöfn sitthvors báts- ins. Það var Rajendra Gumng sem sigldi á kajaknum. Hann segir þessa ferð hafa verið ein- staklega skemmtilega og eftir- minnilega. „Þetta var „töff’ sigl- ing og mjög erfið. Við höfúm siglt vatnsmeiri ár, en þá er hægt að velja úr leiðum. Þama getur þú bara farið eina leið gegnum þröngt gljúfrið og stórgrýtið er sérlega hættulegt að því leyti að það er miklu oddhvassaraen við eigum að venjast. Ef þú missir bát utan í steinana þá ertu lík- lega búinn að sprengja og það var á tveimur stöðum í gilinu sem hættan var sérstaklega mik- il. Ofarlega í gilinu er djúp hola við bakkann öðm megin. Þama var geysilegt hringstreymi og hætta á að festa bátinn með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum. Síðan um mitt gilið vom mjög erfiðar flúðir sem sérstaklega þuríti að vara sig á”, sagði Rajendra. , ,Þessi erfiðasti hluti var allur á einum 150 metra kafla einmitt þar sem gilið er hvað dýpst, hátt í tvö hundmð metrar. En sumar þessara flúða vom ófærar vegna þess hve mikið hafði vaxið í ánni og við urðum að kippa bátunum framhjá á spottum”, sagði Smári Bjöm, sem á varla orð til að lýsa hrikaleik og fegurð gljúíúrsins á þessum slóðum. „Þetta er ferð sem verður lengi í minnum höfð, enda á ég ekki von á því að þessi á venði sigld í framtíðinni”, sagði Smári Feykir kemur næst út miðvikudaginn 14. júlí Hefurðu kynnt þér kosti KOSTABÓKAR BÚNAÐ ARB ANKAN S Vextir hækka í þrepum eftir lengd bindingar 8,25% 30 mán. þrep 8,00% 7,75% 7,25% 6,75% 5,75% 24 mán.þrep 18 mán.þrep 12 mán. þrep 6 mán. þrep Gmnnþrep. Innistæða ber vexti í samræmi við hve lengi hún hefur staðið inni. Innistæða er bundin í sex mánuði, en eftir það laus. Hægt er að „kaupa sig inn á “ hærra þrep gegn lengri upphafsbindingu. KOSTABÓK tryggir þér góða vexti Búnaðarbanki íslands hf ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.