Feykir


Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 2

Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 23/1999 Hilmar Hjartarson ritstjóri Harmonikkunnar ásamt sínu fólki á ijölskylduhátíð harmonikku- unnenda í Húnaveri. Harmonikkuunnendur með fjölskylduhátíð í Húnaveri Segja má að stórhljómsveit harmonikkuspilara hafi verið samankomin á mótsvæðinu í Húnaveri 11.-13. júní sl. en þá stóð Félag harmonikkuunnenda í Skagafirði og Húnavatnssýslu fyrir fjölskylduhátíð. „Þetta var mjög vel mætt og skemmtilegt og íjömgt. Við stefnum að því að gera þetta mót að árlegum við- burði”, segir Gunnar Agústsson formaður félagsins, en 150-200 manns mættu á svæðið núna. „VÐ byijuðum á þessu í íyrra. Vomm þá um jónsmessuna, en ákváð- um að flýta þessu núna og finna helgi þar sem minna er um að vera”, segir Gunnar. Mótið hófst á föstudagskvöldi og það kvöld var harmonikkuball í Húnaveri, sem og á laugardags- kvöldið. A laugardag var stans- laus dagskrá ffá ki. 14-17 og léku þá harmonikkufélagar á öllum aldri, að sögn Gunnars, og einnig bmgðu söngvarar sér á sviðið. Þeir vom víst á ýmsum aldri líka, eða allt niður í átta ára. Síðdegis var svo haldin grillveisla og um há- degi á sunnudag fór fólk síðan að tygja sig til heimferðar. Gunnar Ágústsson lét mjög vel yfir mótssvæðinu í Húnaveri, sagði aðstöðu alla þar mjög góða. Eitthvað var um að harmonikku- félagar annars staðar af landinu heimsóttu mótið og blaðamaður Feykis leit inn í tjaldið hjá Hilm- ari Hjartarsyni fyrrverandi for- manni Félags harmoikkuunn- enda í Reykjavík og ritstjóra tímaritsins Harmonikkunnar. Hilmar sagði að móúð hefði verö mjög skemmtilegt og greinilega væri mikil gróska hjá hannon- ikkuleikumm í Húnavatssýslum og Skagafirði. Um næstu helgi verður síðan landsmót harmonikkuunnenda haldið á Siglufirði. Þar er búist við ntiklu íjölmenni og má reikna nteð að ómar harmonikkunnar berist langt út á fjörð. ■j Heilbrigðisstofnunin W' ^ Sauðárkróki SJÚKRALIÐAR Óskum að ráða sjúkraliða til starfa á hjúkrunar- og dvalardeild frá l. september 1999. Stöðuhlutfall eftir samkomulagi. Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen hjúkrunarforstjóri í síma 455 4000 fyrir hádegi. - REYKLAUS VINNUSTAÐUR - „Heyr himnasmiður“ á Hólum í Hjaltadal Næstkomandi laugardag þann 3. júlí verðuropnuðkirkju- sýningin „Heyr himnasmiður” skagfirskar kirkjur og skrúð, á Hóluin í Hjaltadal. Sýningin er sett upp í tilefni 1000 ára af- mælis kristni á Islandi og er samstarfsverkefni Kristnihátíð- amefndar Skagafjarðarprófasts- dæmis, Hólastaðar, Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafhs íslands. Allir em velkomnir. Sýndir verða dýrgripir úr skagfirskum kirkjum og kirkju- legt hlutverk þeiira kynnt. Til- gangur sýningarinnar er að vekja áhuga á sögu og hlutverki kirkjunnar í þúsund ár. Kort- lagðir em yfir 100 kirkjustaðir í Skagafirði, getið um skólahald á Hólum og prentverk, og meðal annars Ijallað um hin vígðu emb- ætti kirkjunnar, liti hennar, kirkjuskrúða, messusöng og sálmaskáld og um guðshúsin sjálf. Dagskráin þann 3. júlí hefst kl. 14 á helgistund í Hóladóm- kirkju í umsjón séra. Bolla Gústavssonar. Hallgnmshópur- inn flytur sálma eftir Hallgrím Pétursson og Gerður Bolladótt- ir flytur sálm Kolbeins Tuma- sonar ffá 1208. Undirleikari er Sveinn Amar Sæmundsson. Að lokinni athöfn í kirkjunni verður gengið yfir í skólahúsið. Þar ntun séra Dalla Þórðardóttir prófastur opna sýninguna og Hr. Karl Sigurbjömsson biskup og Þór Magnússon þjóðminjavöið- ur flytja ávörp. Karlakórinn Heimir syngur nokkur lög. Sýningin verður opin alla daga 3. júlí - 15. ágúst, en sá dagur ntarkar upphaf Hólahátíð- ar, sem er hin formlega opnun kristnihátíðarársins í Hólastifti. Athugasemd og leiðrétting við frétt „I síðasta Feyki var ffétt um aðsveitarstjóm Skagafjarðíir hafi samþykkt tillögu um að hækka ekki laun svetiarstjómarmanna í Skagafirði í samræmi við hækk- un þingfarakaups. Þetta er ekki rétt. Sveitar- stjóm Skagaijarðar samþykkti með 9 atkv. gegn 2 atkv. að vísa umræddri tillögu til Byggðaráðs. Meirihluti sveitarstjómar hafði þannig ekki kjark til að segja já eða nei í þessu máli. Málið er því alls ekki afgreitt. Tillaga okkar Ingibjargar Hafstað hlaut því ekki af- greiðslu. I gildi er því sú sam- þykkt sveitarstjómar frá því í september 1998 að laun svetiar- stjómarfulltrúa og nefndar- manna skuli hækka um þessi 30% eða til samræmis við þing- farakaup. Munlegt samkomulag var þó gert seint í maí (um 20.) að mínu fmmkvæði að þessi 30% hækkun kæmi ekki til ffam- kvæmda um mánaðarmótin maí/júní til að gefa mönnum tíma til að svara þessu máli. Til- lagan sem þú vitnar svo til var lögð ffam á sveitarstjómarfundi 1.6. og var afgreidd með þess- um hætti. Við lögðum hana fram þar sem ekkert bólaði á viðbrögðum meirihlutans í þessu máli annað en að taka þessa 30% hækkuiT. Feyki barst svofelld athuga- semd og leiðrétting ffá Snorra Styrkárssyni öðmm fulltrúa Skagaljarðarlistans í sveitar- stjómar Skagaijarðar. Blaða- maður Feykis beðst velvirðingar á þeim mistökum að hafa ekki veitt eftirtekt afgreiðslu sveitar- stjómar á fyrrgreindum fundi. Muníð eftir áskriftargi öldunum Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið að greiða áskriftargjöldin. Þeir sem hafa glatað greiðsluseðltun og eiga ógreiddar áskriftir er bent á að hægt er að millifæra inn á reikning nr. 1660 í útibúi Búnaðarbankans á Sauðárkróki. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra ---------------------------------,---------------------- Kemur út á miðvikudögunt. Utgefandi Feykir hl. Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þóraiinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbnuidur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Siguiður Agústs- son og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hveit tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrol: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.