Feykir


Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 7

Feykir - 30.06.1999, Blaðsíða 7
23/1999 FEYKIR 7 Jón Rögnvaldur Jónsson + fæddur 19. mars 1936, dáinn 17. júní 1999 Nonni Jós var einstaklingur sem öllum var hollt að kynnast og eiga samskipti við; og kom margt til. Hér er þess ekki kostur að skrifa um Nonna á þann hátt sem verðugt væri. Þetta eru fáein kveðjuorð um þennan ljúfa dreng sem í hljóðri hógværð sinni sýndi þá fádæma karlmennsku að minnisstætt verður þeim er fylgd- ust með. Nonni Jós - eins og Króksarar kölluðu hann - hét fullu nafni Jón Rögnvaldur og var fæddur á Hofsósi en kom ellefu ára gamall hingað á Krókinn. Kom það árfi sem Krókurinn hlaut kaupstaða- réttindi. Þá var mikill fram- kvæmda- og framfarahugur í mönnum. Kynslóðimar næstu á undan Nonna, hans kynslóð og næsta á eítir stóðu fyrir mikilli uppbyggingu hér á Krók. Og stóð sú uppbygging allt fram á þenn- an áratug. Þessar kynslóðir höfðu ákveðna samfélagssýn og töldu sig hafa verk að vinna og unnu þau verk. Persónulegur metnaður var látinn víkja og eins hvar menn rákust í pólitískum hjörð- um þegar tekið var tíl þeirra verka sem samfélaginu voru nauðsyn- leg. Þessum kynslóðum tókst því vel til. I þessu starfi öllu tók Nonni virkan þátt, stundaði útgað og var skipstjóri um árabil og fórst það farsællega sem annað í lífi sínu. Þegar hann lét af skip- stjóm hóf hann störf hjá Útgað- arfélagi Skagfirðinga hf, því fyr- irtæki sem um árabil var hom- steinn uppbyggingarinnar. Þegar Nonni hætti hjá ÚS, tók hann við störfum hafnarvarðar og gegndi því þar til starfsævinni lauk. Úndirritaður hafði þann starfa nokkur sumur að leysa af hafnar- verði. Þar kynntist hann nýjum Nonna Jós, öðmm en þeim sem heilsað var á götum í framhjá- hlaupi. Af hálfu Nonna vom þessi kynni öll á einn veg; þau vom einstök. Á ljúfan einfaldan hátt setti hann undirritaðan tíl starfa. Gekk síðan eftir því að störf væm unnin svo sem reglur sögðu íyrir um og lagði áherslu á snyrtimennsku utan húss sem innan. Sjálfur vann hann öll sín störf af mikilli alúð og átti því létt um að gera kröfur til annarra. Nonni var velgefinn til sálarinnar og hafði þá greind sem nefna má farsæla. Hann átti í fómm sínum góðan og sérkennilegan húmor sem birtist í skemmtilegum at- hugasemdum um menn og mál- efni lfðandi stundar. Stundum gat þó bmgðið tíl norðaustanáttar í þessum húmor og hann orðið út að austan eins og stundum er sagt hér. Innihaldslaust skopskyn er reyndar lítíls virði. Það fór ekki milli mála að Nonni háði harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Þess gætti þó ekki í daglegri umgengni. Hann tók þessu af því einstaka æðm- leysi og þeirri karlmennsku sem hann átti í svo rikurn mæli. Flest emm við annað en séð veiður. Nonni var aldrei annað en það sem hann sýndi; að öllum sam- skiptum við hann mátti ganga vísum. Þeir sem áttu Nonna að, er missirinn sár. En sá einn missir sem átt hefur og sá sem átti Nonna Jós að átti mikið og í minningunni um hann felst ein- stakt fordæmi. Yfir síðustu samfundum við Nonna ríkir falleg minning. Á haustheiðum degi við Vesturós bar fundum saman. Kom hvor úr sinni áttinni. Þama við Ósinn snérist orðræða Nonna um önnur efni en við aðra samfundi. Hún fjallaði um þessa einstöku náttúru og fegurð landsins og hvað býr að baki tilveru okkar. Síðustu sam- fundimir vom yfir jólaglöggi í góðum hópi, þegar menn vom hreyfir og létt í sinni. Og verður minning um góðan dreng úr Skagafirði betur vaiðveitt en frá stund í fegurð haustsins við Ósinn og af mannamóti þar sem hin glaða orðræða gey sar? Ég sendi aðstandendum Nonna, móður hans, eiginkonu, sonum og þeirra fjölskyldum, systkinum hans, mér kær, og þeirra Ijölskyldum mínar innileg- ustu kveðjur á þessum tímamót- um. Lífinu er stundum líkt við sigl- ingu um óravegu hafsins. Og öll tökum við höfn að lokum. Ég kvíði ekki þeirri stund að stíga fæti á hafnarbakka þar sem hafn- arvörður er Nonni Jós. Jón Ormar Ormsson. Dagar, mánuðir og ár skilja eftir minningar hjá okkur, mis- jafnar að birtu, styrk og hljómi, en saman verður þetta að þeirri lífs- leið sem við göngum hvert og eitt. Samferðamenn, stuttan eða lang- an spöl, fylgja mér alla leið héðan af, eins þó að þeir hafi hellst úr lestinni, minningamar geymi ég líkt og bam gullin sín, get tekið fram, skoðað, gaumgæft og skemmt mér við, þegar hugurinn gimist. Ég get með sanni sagt að kynni mín af Nonna Jós verða til á- nægjuauka hvenær sem ég kem til með að rifja þau upp, en tilefni þessara lína er þó eftirsjáin, og vissan um að sporin liggja ekki Iengur sömu slóðina. Jón Rögnvaldur Jósafatsson var drengur góður. Hann var al- veg laus við sýndarmennsku eða löngun tíl að gera, segja eða ffam- kvæma annað en honum þótti rétt, þetta var honum alsendis á- reynslulaust, því fylgdi hvorki frekja eða sjálfsánægja. Hann lét aðra í friði með sínar skoðanir, en vékst aldrei undan því að segja það sem honum bjó í brjósti og geiði það öfga- og hrokalaust. Sjálfsagt em það ellimerki en núorðið þykir mér of margir strit- ast við að vera eins og þeir halda að umhverfið æthst til og glata þannig sjálfum sér í hlutverki þess sem hlær við öllum og get- ur því ekki grátið með neinum. - Slíkur var Jón ekki, það er fjall- grimm vissa fyrir því. I fomsögunum segir af Hall- dóri syni Snorra goða er fékk þann vitnisburð hjá Haraldi kon- ungi Sigurðssyni að - ,Jtann hefði veriðmeðhonum allra manna svo síst brigði við vofeiflega hluti hvort sem að höndum bar mann- háska eða fagnaðartíðindi þá var hann hvorki glaðari né óglaðari. Eigi neitti hann matar eða drakk eða svaf meira né minna en vandi hans var tíl hvort sem hann mætti blíðu eða stríðu”. Af þessari lýsingu finnst mér meiga ráða það að Halldór Snorra- son hafi verið maður svipaðrar gerðar og Jón Rögnvaldur Jósafatsson og má af því marka að karlmennska er ekki útdauð hjá okkur. Þegar Nonni Jós varð sex- tugur sendi ég honum nokkrar vísur og þó þær væm létt kveðn- ar, sé ég að hægt er að ljúka þess- um línum með þeirri síðustu, en lesa má hana nú á annan máta, í ljósi þeirra breytínga sem tíminn sífellt stillir okkur andspænis. Þess óskum aföllu hjarta, að eigirðu framtíð bjarta, við ölwn þá von. Jón Jósafatsson. Hetja sem kann ekki að kvarta. Með innilegri kveðju tíl fjöl- skyldunnar. Hilmir Jóhanncsson. Okeypis smáar Hlutir óskast! Oska eftir velmeðfömum tjaidvagni, helst Cpmbi Camp family. Upplýsingar í síma453 6648. íbúð óskast! Ungur reglusamur maður óskar eftír húsnæði til leigu á höfúðboigarsvæðinu fra 20. ágúst nk., annað hvort lítilli íbúð eða stóm herbergi með aðgangi að eldhúsi og þvottahúsi. Upplsýsingar í síma 453 5729. Einbýlishús til sölu! Einbýlishús tíl sölu við Suðurgötu á Sauðárkróki, þtjár hæðirsamtals 151 m2. Hagstætt áhvflandi lán. Upplýsingar í síma453 6844. Sólgarðaskóli í Fljótum Staður fyrir ættarmót og aðrar samkomur. Gisting ,svefnpokapláss og uppbúin rúm. Upplýsingar í síma 467 1060 eða 467 1054. íbúð til sölu! Til sölu er fjögurra herbergja, 91 fermetra íbúð, á efri hæð við Lindargötu 15, Sauðárkróki. íbúðin er í góðu ástandi. Strimill ehf. fasteignasala Suðurgötu 3, Sauðárkróki Sími 453 5900, fax 453 5931. Vörufhitningar Sauðárkrókur - Skagaíjöróur Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Sveitarfélagið Skagafjörður Menningar-, æskulýðs- og íþróttafulltrúi Starf menningar-, æskulýðs- og íþróttafulltrúa í Sveitarfélaginu Skagafirði er laust til umsóknar. Menningar-, æskulýðs- og íþróttafulltrúi hefur umsjón með og ber ábyrgð á starfsemi Sveitarfélagsins Skagafjarðar á sviði menningar-, æskulýðs- og íþróttamála. í Skagafirði er öflugt menningar-, æskulýðs- og íþróttastarf sem sveitarfélagið styður myndarlega. Það er markmið sveitarstjórnar að Skagafjörður sé í fararbroddi á öllum sviðum og þá ekki síst hvað varðar menningar-, æskulýðs- og íþróttamál. Gerð er krafa um háskólamenntun eða aðra sambærilega menntun. Reynsla í stjórnun og rekstri, svo og þekking á menningar-, æskulýðs og íþróttamálum er nauðsynleg. Hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg sem og frumkvæði, skipulagshæfileikar og stjálfstæði í vinnubrögðum. Æskilegt er að væntanlegur menningar-, æskulýðs- og íþróttafulltrúi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 16. júlí nk. og skal umsóknum skilað á skrifstofu Skagafjarðar, Faxatorgi 1,550 Sauðárkróki. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri, vinnusími 453 5133,heimasími 453 5184. Sveitarstjórinn í Skagafirði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.