Feykir


Feykir - 30.06.1999, Side 4

Feykir - 30.06.1999, Side 4
4 FEYKIR 23/1999 Hagyrðingakvöld og sumarkaffi í Miðgarði Rökkurkórinn stendur fyrir hagyrðingakvöldi og sumarkaffi í Miðgarði nú á föstudagskvöldið 2. júlí og hefst samkoman kl. 21. Stjómandi og kynnir verðurFlosi Ólafsson. Glens, gaman og harmonikkuleikur veiður síðan á Hótel Varmahhð ffam eftir nóttu. I úlkynningu frá Rökkurkóm- um segir að landslið hagyiðinga mæti, en það skipa: Jóhann Guð- mundsson frá Stapa, Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Hjálmar Jónsson alþingismaður, Sigurður Hansen Kringlumýri, Jón Kristjánsson alþingismaður og Ami Gunnarsson Flatatungu. Af gefnu tilefni vegna Portú- galsfeiðarkórsins veiða veitt veið- laun fyrir besta botninn, við þennan fyrripart og geta gestir skilað honum í kassa við inngang- inn á föstudagskvöldið. Hafaflökku hugarsveim heillar dökkur bjórinn. Einnig verður boðið upp á leik- lestur úr „fríríkinu”, segir einnig í tilkynningunni. En þar verða á ferðinni góðbændumir Agnar Gunnarsson á Miklabæ og Einar Halldórsson á Kúskerpi. Grænn her á Hofsósi ,,Það em tveir staðir sem standa upp úr í þessari ferð okk- armeð „græna hemum” um land- ið. Þetta em Patreksfjörður og Hofsós. Hún er makalaus orkan og „energúð” í fólkinu sem býr á þessum stöðum. Á Patreksfirði var smáfólkið meira að segja að bisa með stærðar steina alla dag- inn í gróðurverkefninu”, sagði Jakop Frímann Magnússon „stuðmaður”, en Stuðmenn og Græni herinn voru á Hofsósi sl. laugardag. Ekki verðurannaðsagt en Hofsósingar hafi tekið þessari innrás af fullri alvöm og vom á- kveðnir í að gera þennan dag eins skemmtilegan og frekast var kostur. Um 40 manns skráðu sig í Græna herinn og tóku virkan þátt. Dagurinn, sem byijaði reynd- ar með dumbungi, hófst með gróðursetningu í reit við tjafdstæð- ið sem Félag eldri borgara hefur tekið í fóstur. Afhjúpaður var minnisvaiði sem Búnaðarbankinn og Vegvísar hafa gefið um látna Hofsósinga. Reiturinn hefur fengið nafnið Hofvangur og er á minnisvarðanum skjöldur með samnefndu ljóði efúr Kristján Ámason frá Skálá. Það var Bolli Gústavsson vígslubiskup sem vígði reitinn og í sömu mund lokuðust gátúr him- ins. Gróðursettar vom um 2000 plöntur og einnig fékk Félag eldri borgara að gjöf um 1000 plöntur sem eftir er að planta og félagö fær síðan svipað magn til gróður- setningar næsta ár. Vígslunni við Hofsvang lauk með því að sungö var „Skín við sólu Skagaíjörður” enda gægðist sólin fram í sama mund. Að loknu kaffihléinu marsaði herinn í Kirkjugötuna þar sem einbýlishús í eigu einstæðrar móður var málað. Grillveisla var seinnipart dagsins við félags- heimiUð og síðan um kvöldið Það var Þórður Eyjólfsson frá Stóragerði sem sá Græna hemum fyrir „herbílunum“, grænum tmkk og jeppa frá stríðsárunum, sem Doddi hefur gert upp að natni og eljusemi. Með honum á myndinni em Sigurmon sonur hans til vinstri og Jakop Frímann Magnússon. Græni herinn marserar í Kirkjugötuna. Sigfríður Sigurjónsdóttir og Harpa Kristínsdóttir taka lagiðmeð Adda rokk frá Möðrudal, sem rokkaði Heims um ból, hvað þá annað, á sviðinu í Höfðaborg. dansleikur í Höfðaborg með Stuð- mönnum. Um 500 manns voru samankomin í hörkustuði á ball- inu og vom Stuðmenn og Hofs- ósingar mjög ánægðir með daginn frá upphafi til enda, en það var Egill Öm Amarsson sem var ambassador Stuðmanna á Hofs- ósi og hafði veg og vanda að allri skipulagningu. Markaðsdagar í Lónkoti Ferðaþjónustan í Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur markaðsdögum í sumar. Er hér um að ræða nýjung í starfsemi staðarins. Veiða dagamir síðasta sunnudag í júní, júlí og ágúst. Markaðurinn fer fram í stærsta samkomutjaldi landsins sem er að Lónkoti. Allt handverksfólk og fleiri sem áhuga hafa geta snúið sér til Ólafs Jónssonar í Lónkoti í síma 453 7432 til að panta aðstöðu og fá frekari upp- lýsingar. Markaðurinn veiöur opinn fyrir almenning frá kl. 13 til 18. Stefnt er að því að hafa markaðinn árvissan við- buið í sveitinni. Sveitarfélagið Skagafjörður eignast byggðamerki Sveitarstjóm Skagafjarðai' hefur samþykkt byggðamerki fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. Merkið er hugarsmíð Snorra Sveins Friðrikssonar lista- manns, sem einnig er höfúnd- ur bæjarmerkis Sauðárkróks. Snorri Sveinn var fenginn úl að gera merki fyrir Skagafjöið og lauk við gerð þess skömmu áður en hann lést þann 31. maí síðastliðinn. Byggðamerkið er blár skjöldur með hvítum táknum, eða í stað hvíts, málmur eða silfur. Táknin em lóðrétt, og til vinstri í merkinu efri hluti svers og til hægri húnn bisk- upsstarfs, bagals. Þessi tákn tengjast sögu Skagafjarðar, sverðið sem tákn veraldlegs valds og biskupstafurinn and- lega valdið. Blár litur er tákn himins og hafs, segir m.a. í samþykktinni um byggða- meridð. Sveitarstjóm Skagaljarðar, sveitarstjóri og stofnanir sveit- arfélagsins nota skjaldarmerk- ið með embætús- og skrifstofú- heitum eða nafni stofnunar á bréfum og í prentuðu máli, þar sem það á við, svo og í súmpl- um. Notkun á byggðamerkinu er óheimil án Íeyfis sveitar- stjómar. Byggðamerkið sem Snorri Sveinn Friðriksson geiðL

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.