Feykir - 20.10.1999, Síða 3
35/1999 FEYKIR 3
Spjallað og spurt
um jarðhitann á
Sauðárkróki
,„,Ef íslendingar nýttu hver-
ina sem hafa starfað um aldir,
gætu þeir haft vetrargarða og
gróðurhús, soðið kjötið af sauðun-
um ókeypis og selt súpuna, eða
að minnsta kosti hitað hús sín og
fjós, veitt því á tún og þ vegið sig
í vatninu sem streymir til spillis
við húsgaflinn”. Hveiju er hægt
að bæta við þessa 135 ára gömlu
framtíðarsýn bresks ferðalangs
nú þegar við nálgumst þúsaldar-
mótin?,”, sagði Sverrir Þórhalls-
son verkfræðingur hjá Orku-
stofnun í upphafi erindis síns
um „ýmsa möguleika varðandi
nýtingu jarðhita” á landsráð-
stefnu um jarðhita sem haldinn
var á Sauðárkróki sl. föstudag.
Ráðstefhan var mjög athyglis- og
áhugavað, og voru um eitthund-
rað ráðstefnugestir í bóknáms-
húsinu og fylgdust með fróðleg-
um erindum og líflegum fyrir-
spumatímum að þeim loknum.
Einnig hafa trúlega fjölmargir
fylgst með útsendingunni af
byggðabrúnni um land allt.
Sverrir varí hópi sérfræðinga
sem fjölluðu um hina ýmsu
þætti. Ragna Karlsdóttir jarð-
ífæðingur fjallaði um niðurstöður
rannsókna sem gerðar hafa verð
á jarðhita í Skagafirði. Ragna
sagði Skagfirðinga eiga mikla
auðlind sem jarðhitinn væri, og
notaði orðið „ótrúlega” í því sam-
bandi. Það hefur væntanlega
komið mörgum á óvart sá mikli
fjöldi staða sem Ragna nefndi,
þar sem fundist hefur jarðhiti í
Skagafirði.
Sverrir Þórhallsson fjallaði
einnig um boranir og virkanir á
ráðstefnunni og svaraði þeirri
spumingu sem brann á margra
vömm, er möguleiki að knýja
raforkuver með jarðvarmaorku í
Skagafirði? Sverrir sagði líkur til
þess nánast engar, enda teldist
„Ótrúleg auðlind sem
Skagfirðingar eiga“
sagði Ragna Karlsdóttir jarðfneðingnr
Erindi Rögnu Karlsdóttur
jarðffæðings um niðurstöður
rannsókna á jarðhita í Skaga-
firði var einkar forvitnilegt, og
trúlega hefur það komið mörg-
urn á óvart, sá mikli fjöldi staða
sem jarðhiti hefúr greinst í ein-
hveiju magni. Þeir vom ömgg-
lega á seinni tugum hundraðs-
ins staðimir sem Ragna taldi
upp. Jarðhitinn er sérlega mik-
ill í vestanverðum Skagafiiði,
allt frá Reykjum á Reykja-
strönd og Skíðastöðum í Laxár-
dal fram í Skagafjarðardali. í
austanverðum Skagafirði skera
Fljótin sig hins vegar nokkuð
úr. Jarðhitasvæðin ermun minni
og færri að austanverðu.
Ragna talaði í upphafi máls
síns um ótrúlega auðlind sem
Skagfirðingar eiga, og raunar
gæú auðlindin verið mun stærri
en hún virðist, vegna þess að við
bomn og frekari rannsóknir
mundi sjálfsagt ýmislegt koma
í ljós. Þannig var t.d. áður en
farið var að bora á veitusvæði
Hitaveitu Sauðárkróks við As-
hildarholtsvatn. Ragna sagði
magnið mikið víða um héraðið,
víða frá 10-20 sekúntuítrum
upp í 50 af sjálfrennandi vatni,
hitastigið víða 60-70 gráður og
yfirleitt ekki nýtt nema til húsa-
hitunar. I Varmahlíð er hitastig
vatnsins mest 94°, við Langa-
hús í Fljótum 82°, Hofsvelli í
Lýtingsstaðahverfi 77°, Reykj-
arhóli á Bökkumn 75°, Áshild-
arholt 70° og Varmilækur 68°.
I engu hverfi héraðsins er
jarðhitinn jafn víða og í Lýt-
ingsstaðahverfi, og sérstaklega
er svæðið víðfemt við Reyki og
Steinsstaði í Tungusveit. Ragna
sagði frá því þegar bændur á
Reykjum ætluðu að virkja læk
til að hita kirkjuna upp með. Þá
hefði strax komið vatn upp í
holunni sem grafinn var þegar
veita átti læknum, svo ekki
þurfti að veita læknum. Þegar
síðan var grafið fyrir staur þar
skammt frá kom einnig upp
vatn, og einnig með stögunum
sem sett voru frá staumum.
Þetta er dæmi um að raunar er
heitt vatns rétt neðan yfirborðs
jarðar á þessu svæði.
Þá nefndi Ragna að með-
fram bökkum Svartár bullaði
víða út jarðhiti. Þannig væri
sprunga yfir ána milli Hverhóla
og Bakkakots, þar flæddi út
a.m.k. 50 sekúntulítrar af heitu
vatni og oft viki áin fyrir þess-
um straumum úr iðrum jarðar.
Möguleikamir sem fælust í
nýtingu alls þessa heita vatns í
Skagafirði, sagði Ragna mikla.
En þar væri það hugmyndaflug
og útsjónarsemi manna sem
mestu réði um hvemig til tæk-
ist.
Um eitt hundrað manns fylgdust með ráðstefnunni í sal Bóknámshússins.
Skagafjörður ekki til háhitasvæð-
is.
Einar Valur Ingimundarson
jarðfræðingur fjallaði um jarð-
vegshitun. Einar Valur vakti
máls á háu orkuverði til ylrækt-
ar hér á landi og nauðsyn þess að
ylræktarbændur fengju orkuna á
hagkvæmara veiði. Urðu fleiri til
að taka undir þetta sjónarmið
hans, m.a. Hjálmar Ámason al-
þingismaður og Guðni Ágússon
landbúnaðarráðherra. Einar Valur
sagði hugsanlegt að lækkun orku-
kostnaður gæti þýtt það að hægt
væri að afnema vemdartolla á
innfluttu grænmeti, og þar með
auka neyslu á grænmeti í þjóðfé-
laginu, sem manneldissfræðing-
ar teldu mjög til bóta.
Magnús Ágústsson kennari
viðGaiðyrkjuskólann á Reykjum
greindi frá innanlandsmarkaðn-
um og kom fram að Sunnlend-
ingar standa þar langfremstir, og
hlutur Skagfuðinga, með allan
sinn jarðvarma, er rýr. Steinar
Frímannsson fjallaði um bygg-
ingu gróðurhúsa, útfærslu og
kostnað og miðað við upplýsingar
þeirra Magnúsar og Steinars,
virðist Varmahlíð álitlegasti stað-
urinn í Skagafiiði, ef Skagfirðing-
ar hyggðu á ylrækt í stómm stíl.
Hilmar Magnússon, sem hef-
ur mikla reynslu að ylrækt er-
lendis, og meðal annars starfaðað
tómatarækt í Hollandi, fjallaði
urn erlenda markaðinn. Hilmar
hafði á sínum tíma áform um
framleiðslu á tómötum í stórum
stíl hér á landi, nánar tiltekið í
landi Grindavikur. Hilmar fjall-
aði um þessar áætlanir í erindi
sínu og á máli hans var ekki ann-
að að heyra en hægt væri að
stunda ylrækt hér á landi með
stórfelldan útflutning í huga, ef
allir þættir gengju upp. Hilmari
og félögum tókst hins vegar ekki
að Ijúka ætlunarverki sínu, og
kom þar ýmislegt til, m.a. það að
þeir félagar hurfu til annnarra
starfa á undirbúningstímanum.
Guðmundur Öm Ingólfsson
framkvæmdastjóri Máka varsíð-
asti sérfræðingurinn sem talaði á
ráðstefnunni. Umfjöllunarefni
Guðmundar var fiskirækt og
önnur ylrækt. Guðmundur
greindi frá Máka-verkefninu og
verkefnum því tengdu sem hann
hefur tekið þátt í ásamt fleirum,
verkefnum sem Evrópusam-
bandið hefur styrkt, og er það
nýjasta, Mistral-Mar, að heíjast
innan skamms.
Guðni Ágússson landbúnað-
arráðherra átti lokaorð ráðstefn-
unnar. Guðni þakkaði Skagfiið-
ingum að efna til ráðstefnu að
þessu tagi, en vék síðan í gaman-
sömum tóm að því hvað Sunn-
lendingar væru Skagfirðingum
miklu snjallari, aðhafanýttjarð-
hitann meðan Skagfirðingar
hefðu sofið á honunt allan þenn-
an tíma. Guðni talaði um „nýja
stóriðju” og vék þar að mögu-
leika á nýtingu jarðhitans á
landsbyggðinni. Landbúnaðanáö-
herra taldi brýna nauðsyn á að
snúa byggðaþróuninni við og
kvaðst vera kominn á þá skoðun
að vænlegasta úrræðið í þá veru,
væri að stýra sköttum á þann veg
að þeir jöfnðuðu mun höfúðborg-
arsvæðisins og landsbyggðarinn-
ar. Þetta væri svo sem ekki ný
lausn á byggðavanda, hún þekkt-
ist í öðmm löndum sem hefðu átt
við sama vanda að etja.
Náttúrustofa Norðurlands vestra
Forstöðumaður Náttúrustofu
Norðurlands vestra
Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Náttúrustofu Norðulands vestra
sem staðsett er á Sauðárkróki. Forstöðumaður er ráðinn af stjórn
Náttúrustofunnar frá 1. janúar 2000.
Hlutverk forstöðumanns skv. 7.gr. reglugerðar nr. 96 frá feb. 1998 um
skipulag og starfsemi Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Forstöðumaður stjórnar daglegum rekstri stofnunarinnar, gerir ljárhags-
og starfsáætlarnir, fer með fjármálaleg samskipti fyrir hönd stjórnar,
ræður henni starfslið með samþykki stjórnar og er í forsvari fyrir
stofnunina.
Forstöðumaður skal hafa háskólapróf í náttúrufræði eða sambærilega
þekkingu. Um laun fer samkvæmt kjarasamningi við Félag íslenskra
náttúrufræðinga.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fý-rri störf, berist eigi síðar
en 01.12.1999 til formanns stjórnar Náttúrustofu, Guðrúnar
Sighvatsdóttur, Grenihlíð 14,550 Sauðárkróki, sem jafnframt veitir
frekari upplýsingar.
Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra