Feykir


Feykir - 05.04.2000, Side 2

Feykir - 05.04.2000, Side 2
2 FEYKIR 14/2000 Tvær konur við árþúsund í Bifröst Félagsheimilið Bifröst á Sauðárkróki hefur verið vett- vangur gróskumikillar leikstarf- semi í vetur. Grunnskólinn hefur þar fengið inni með æfingar og sýningar sínar, eins og myndir og fréttir í Feyki að undanfömu hafa greint frá. Þá hefur undirbúning- ur leiksýningar í tilefni kristni- tökuhátíðar í Skagafirði staðið þar yfir í vetur og nú er farið að nálgast frumsýningu. Sýningin Tvær konur við árþúsund, Saga Guðríðar Þorbjamardóttur, en fmmsýnt verður miðvikudaginn 12. apríl. Jón Ormar Ormsson er höf- undur verksins og hefur hann fengið til liðs við sig tvær góðar leikkonur, Vilborgu Halldórs- Vilborg og Bára í hlut- verkum sínum. Stærðfræðikeppni FNV fyrir 9. bekk ^ur4( y*LA NDS Úrslitakeppni í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fer fram laugardaginn 8. apríl kl. 13 -16 í Bóknámshúsinu. 16 nemendur í 9. bekk grunnskóla á Norðurlandi vestra keppa til úrslita.Verðlaunaafhending að keppni lokinni. Allir velkomnir að fylgjast með. Stúdentsefni sjá um kaffiveitingar. Gestir geta spreytt sig á keppnisþrautum og unnið til verðlauna. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra þakkar eftirtöldum aðilum stuðning við stærðfræðikeppnina: Blöndósbær Búnaðarbankinn Sauðárkróki Element Fiskiðjan Skagfirðingur Heimilistæki hf. Húnaþing vestra Höfðahreppur íslandsbanki Blönduósi íslandsflug KLM verðlaunagripir Sigluf. KS Sauðárkróki Landsbankinn Sauðárkróki Landssíminn Mál og menning Rarik Norðurlandi vestra Sigluíjarðarbær Sjóvá -Almennar Sveitarfélagið Skagafjörður Skagstrendingur Sparisjóður Húnaþings og Stranda Sparisjóður Siglufjarðar Trésmiðjan Borg Verkfræðistofan Stoð VÍS Þormóður rammi/Sæberg dóttur leildconu úr Reykjavík og Báru Jónsdóttur sem verið hefur í fremstu röð leikara á Króknum um árabil. Jón kveðst hafa skrif- að þetta verk nieð þessar tvær konur í huga. Jón Ormar nýtir Bifröst á nokkuð nýstárlegan hátt fyrir sýninguna. Sviðið er á dansgólf- inu með hrárri leikmynd í stíl við söguna. Leiksviðið verður því í miðju húsinu innan um áhorf- enduma sem verða á hliðarsvöl- um, leiksviði Bifrastar og með- fram hliðarvegg að austan. Ekki fer hjá því að mikið reynir á konumar tvær í túlkun þeirra á sögu Guðríðar og þeim miklu ferðalögum sem hún stóð í, allt suður til Rómar. Bára leik- ur ytri Guðríði, en Vilborg innri Guðríði auk annarra hlutverka sem við sögu koma. „Þetta er stórkostleg saga og það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þessari vinnu. Þetta er svo gjörólíkt því sem ég hef ver- ið að fást við og mér finnst virki- lega nærandi að taka þátt í þess- ari sköpun og flæði sem við Bára höfum tekið þátt í með höfundin- um. Þetta reynir mikið á alhliða túlkun, við leikkonumar tvær erum sýningin. Þessi speglun sem ég á að framkalla er mjög skemmtileg og í þessu verki er líka draumahlutverk hverrar leikkonu, völvan. Mér finnst að okkur sé að takast að gera mjög sérstaka og athyglisverða sýn- ingu. Söngvamir og textamir em líka mjög skemmtlegir. Þetta minnir mig svolítið á sönginn í Silfurtunglinu en þai' lék ég I.óló. Ég er hér lrka að vinna með al- veg toppfólki, þeim Báru og Jóni Ormari”, segir Vilborg. Það var Bjöm Bjömsson skólastjóri sem gerði söngtexta við Sögu Guðríðar, en leikmynd og búningar em teiknaðir af Sig- ríði Gísladóttur myndlistarkonu af Snæfellsnesi, sem á sterkar ættir í Skagafjörð. Heimiskonur í hrakningum „Þetta var söguleg ferð og tókst mjög vel að því undaskildu að við lentum í kolbrjáluðu veðri og ófærð á suðurleiðinni. Að- sóknin á konsertum kórsins var mjög góð”, segir Þorvaldur Osk- arsson formaður Karlakórsins Heimis sem fór í söngferð til Suðvesturlands um fyrri helgi. Kórinn söng í Reykholts- kirkju á fimmtudagskvöld og var kirkjan full þrátt fyrir að rok og mikil hálka væri í Borgarfirðin- um þetta kvöld og varla neitt ferðaveður. í íþróttahúsinu í Laugalandi í Holtum var líka mjög góð aðsókn á föstudags- kvöld, þrátt fyrir að mikil skemmtun væri á Hvolsvelli þetta sama kvöld. Þegar Heimis- menn sungu í Langholtskirkju um miðjan dag á laugardag fyllt- ist kirkjan og einnig var mjög fjölmennt á Hótel Islandi um kvöldið. Þar var mikil skemmtun og auk söngsins fóru þingmenn- imir Hjálmar Jónsson, Jón Krist- jánsson og Guðni Ágústsson á kostum, auk þess sem Ámi John- sen efndi til fjöldasöngs, eins og hann er reyndar vanur á þjóðhá- tíðinni íEyjum. Hljómsveit Geir- mundar lék síðan fýrir dansi fram eftir nóttu. Ferðin suður á fimmtudag gekk hins vegar brösuglega. Þeg- ar kórinn ásamt fylgdarliði kom í Staðarskála bárust þær fregnir að stór vömflutningabifreið lokaði veginum yfir Holtavörðuheiðina og óvíst væri hvort að takast mundi af ná bílnum á réttan kjöl þennan dag. Brugðið var því á það ráð að fara Laxárdalsheiðina sem var þó illfær vegna snjóa og dimmviðris. Þrátt fyrir að ferða- lagið gengi seint tókst kórfélög- um þó að komast í tækja tíð í Reykholt. Ferðin hjá eiginkonum þeirra gekk hins vegar hægar, þar sem bílstjóri þeirra villúst og lenti á veginum um Bröttubrekku sem var ófær og fesú hann bílinn þeg- ar hann snéri við. Konumar þurftu að hýrast í bflnum í þrjá og hálfan tíma, meðan beðið var að- stoðar vegagerðarinnar og kom- ust þær seint og um síðir til Reykjavíkur þar sem Heimismenn og konur gistu á ferðalaginu. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll.. Eg missti 7 kg. á fimrn vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is IpEYKIR , JLi Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þóratinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svait hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.