Feykir


Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 26.04.2000, Blaðsíða 3
16/2000 FEYKIR 3 Velheppnuð sagna- ráðstefna í Skagafírði Þær voru margar sögumar sem sagðar voru og mál þeim tengd krufin til mergar á mikilli sagnaráðstefnu sem haldin var í Skagafirði helgina 15.-16. apríl sl. Reyndar átti ráðstefnan að hefjast á föstudagskvöld í Hóla- dómkirkju, þar sem til stóð að doktor Gísli Gunnarsson héldi opnunarfyrirlestur um atvinnu og allra handa fólk í Skagafirði í aldanna rás. En slæmt veður þennan dag setti strik í reikning- inn. Sextíu manna rúta með fólki að sunnan, þar á meðal Gísla, kom ekki í fjörðinn fyrr en um þrjú leytið um nóttina, og þegar sýnt var hvert stefndi brá Gísli á það ráð að flytja íyrirlest- urinn í bflnum. Hólar voru hins- vegar heimsóttir í lok ráðstefn- unnar á sunnudag. Ráðstefnan var haldin í bók- námshúsinu og hana sóttu um eitt hundrað manns, þar af 20 heimamenn, en fólk kom hvaðanævaaf landinu. Ahuginn var greinilega mikill og sagna- fýsn meðal þjóðarinnar, en fjöl- margir athyglisverðir fyrirlestr- ar vom fluttir á ráðstefnunni. Það vom forráðamenn safnanna í Skagafirði ásamt Helga Hann- essyni kennara við Fjölbrauta- skólann sem stóðu að undirbún- ingi ráðstefnunnar í samvinnu við Sagnfræðingafélag íslands, Félag þjóðffæðinga, Félag sagn- fræðinema og Félag þjóðfræði- nema. Ráðstefnan hét íslendingar á faraldsfæti og segir Sigríður Sigurðardóttir forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, að efni ráðstefnunnar hafi verið í þeim anda sem byggðasafnið hefur lagt áherslu á í sýningum sínum, en rauði þráðurinn í sýn- ingunum í Vesturfarasetrinu á Hofsósi og á Hólum er um ferðalög og flutninga fólks. f Vesturfarasetrinu um flutninga fólks milli landa, og í sýning- unni á Hólum, Ríðum heim til Hóla, er fjallað um reiðver og klifjareiðskap. Sigríður segir að þátttakend- ur hafi verið mjög ánægðir með Nevtendasamtökin kanna verð matvöru Lægst á Siglufírði í Norðurlandi vestra Samkvæmt vetðkönnun Neyt- endasamtakanna sem gerð var í samvinnu við verkalýðsfélögin á landsbyggðinni 12. apríl sl. virð- ast Siglfirðingar nú um stundir búa við lægsta matvörðuverðið af neytendum í Norðurlandi vestra, en Skagfirðingar koma þar skömmu á eftir, þá viðskipta- vinir Verslunarinnar Vísis á Blönduósingar, en nokkru lakari er útkoman hjá viðskiptavinum KH á Blönduósi, Kaupfélags Vestur - Húnvetninga og Versl- unarinnar Borgar á Skagaströnd. í könnuninni var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki lagt mat á þjónustustig sem er mismunandi. „Þessi könnun er fýrst og fremst ætluð til að neyt- endur á hverjum stað sjái hvem- ig „þeirra” verslun kemur út samanborið við aðrar verslanir sem í könnuninni em”, segir í til- kynningu. Kannað var verð á ísafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Skagaströnd, Varmahlíð, Sauðár- króki, Hofsósi, Siglufirði, Akur- eyri, Egilsstöðum, Eskifirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík, Nesj- um og Höfn í Homafirði, samtals 25 verslunum sem em af öllum tegundum matvömverslana. í tilkynningunni segir að hafa beri í huga þegar niðurstöður em skoðaðar, að hér er um að ræða verslanir allt frá stórmörkuðum til lítilla verslana með lítið vöm- úrval og litla veltu. Kannað var verð af lista með 98 tegundum. Minnsta úrvalið var hjá Hraðbúð Essó Nesjum, KS Hofsósi, Bón- us ísafirði, Hjá Jönnu Breiðdals- vík og Kf. Stöðvfirðinga Breið- dalsvík. Hjá þessum verslunum fengust innan við 70 atriði af list- anum. Röð verslana miðið við meðalverð var þessi: Bónus ísafirði........79,3 KEANettó Ak...........84,7 Hagkaup Ak............91,8 Úrval, Hrísal. Ak.....93,2 10-11 Kaupv.Ak........94,8 10- 11 Egilsst........95,9 11- 11 Höfn..........96,1 KFH Egilsst...........97,9 Strax, Sigluf.........98,8 Samkaup, ísaf.........98,8 Skagf.búð Skr.........99,3 Hh'ðark. Skr..........99,7 KS, Hofsósi..........100,7 Spark. Eskif.........100,8 KÁ, Homaf............100,9 KS Varmahl...........101,4 Vísir Blönd..........101,6 KH, Blönd............103,8 Homab. Höfn..........104,3 KVH, Hvammst.........105,7 Esso, Nesjum.........106,9 Borg Skagastr........108,0 Janna, Breiðd.v......112,6 KFS, Breiðd.v........114,3 KFS, Stöðv.f.........118,1 Um eitt hundrað manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var í bóknámshúsinu. ráðstefnuna og mikill fengur sé af þessum viðburði íýrir heima- aðila. Þetta sé gott innlegg í það sem safnafólk í héraðinu er að fást við. Mikill akkur sé í því að sagnfræðingar og þjóðfræðing- ar sýni héraðinu áhuga og það geti nýst í framtíðinni, en Skagafjörður var einmitt valinn sem ráðstefnustaður þar sem héraðið er í þjóðbraut þverri og um það hafa leikið ferskir vind- ar frá öndverðu. Sigríður í Glaumbæ sagðist líka vera sér- staklega stolt af því hvað heima- aðilar hefðu tekið vel og rausn- arlega á móti ráðstefnugestum og nefni þar t.d. forsvarsmenn sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Hefurðu kynnt þér kosti KOSTABÓKAR BÚNAÐ ARBANKAN S Vextir hækka í þrepum eftir lengd bindingar 10,60% 30 mán. þrep 10.35% 10,10% 9,60% 9,10% 8,10% 24 mán. 18 mán. þrep 12 mán. þrep 6 mán. þrep Grunnþrep. Innistæða ber vexti í samræmi við hve lengi hún hefur staðið inni. Innistæða er bundin í sex mánuði, en eftir það laus. Hægt er að „kaupa sig inn á “ hærra þrep gegn lengri upphafsbindingu. KOSTABÓK tryggir þér góða vexti BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.