Feykir


Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 28.06.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 23/2000 „Best að sem flestir mæti á föstudagskvöld4 segir forsprakki Hofsóss 2000 Trúlega hafa vegfarendur tekið eftir skilti við þjóðveginn hjá Grafargerði við Hofsós sem á stendur Hofsós 2000 13.-14. júlí. Það er Björgvin Guð- mundsson búgarðseigandi í Grafargerði sem er aðalmaður- inn í undirbúningi þessarar há- tíðar og hann kallar þetta „for- tíðarþráhyggju” að ætla að ná þarna sem flestum Hofsósing- um saman eina helgi og höfðar mjög til brottfluttra að mæta. Björgvin segir í skeyti sínu til Feykis að best væri að sem flestir mæti á föstudagskvöld- inu. Þá verður heitt á könnunni í Höfðaborg, þar er hægt að hittast og spjalla og að sjálf- sögðu verður líka opið í Sigtúni og Sólvík. Á laugardag verður ýmis- legt hægt að gera. Alla sem langar til geta fengið að veiða í ánni, starfandi verður kajak- leiga á staðnum, hægt verður að fara á sjó með Palla Magg og Omari Una og Mæja Run er búin að skora á karlaliðið í fót- bolta. Um kvöldið á að grilla við Höfðaborg og þar eiga allir að vera mættir ekki seinna en kl. 18. Grill verða á staðnum en fólk kemur sjálft með matinn. Síðar um kvöldið verður ball með Geirmundi „og ég get lofað ykkur því að það klikkar ekki. Að síðustu vil ég biðja fólk að ganga snyrtilega um og skemmta sér vel, því þessi helgi kemur aldrei aftur”, segir Björgvin Guðmundsson. Feykir nú aðra hverja viku! Vegna sumarleyfis ritstjóra kemur Feykir út aðra hverja viku nú um hásumarið, fram í ágúst. Næsta blað kemur út 12. júlí. AÐALFUNDARBOÐ Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn á Kaffi Krók, Aðalgötu 16, Sauðárkróki, föstudaginn 30. júní 2000, kl. 16.00 Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skv. 16. gr. samþykkta félagsins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess s.l. starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningur fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kosning stjórnar og varastjórnar og tilnefning fulltrúa ríkisins. 6. Kosning endurskoðenda. 7. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoðenda liggur frammi á skrifstofu félagsins, skv. 14. gr. samþykkta þess. STEINULLARVERKSMIðJAN HF. Ljósheintar voru þéttsetnir þegar fundað var urn virkjunarkostina í Skagafirði. Skagfirðingar mjög áhuga- samir um virkjanamálin Greinilegt er að mikill áhugi er fyrir þeim áformum sem uppi eru um virkjun í Héraðs- vötnum og Jökulsá í Skagafirði. Salurinn í Ljósheimum var þéttsetinn sl. fimmtudagskvöld á fundi sem haldinn var unt virkjunarkostina. Fram kom í máli þingmanna kjördæmisins og sveitarstjómarmanna að leggja beri mikla áherslu á að orka frá væntanlegri virkjun eða virkjunum fari að drjúgum hluta til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði. Þorkell Helgason orkumálastjóri benti hinsvegar á að þegar að breytt skipulag í raforkugeiranum, sem bendist að aukinni samkeppni um orku- dreifingu, yrði kominn til fram- kvæmda að 2-5 árum liðnum, vildu virkjunaraðilar að sjálf- sögðu fá sem hagkvæmasta verð fyrir orkuna, og myndu væntanlega ekki athenda heimaaðilum í Skagafirði frek- ar en öðrum raforkuna á ein- hverjum vildarkjörum. Það var verkefnisstjóm Rammaáætlunar og Landvemd sem kynntu nýtingu vatnsafls og jarðvarma í Skagafirði á fundinum. Verkefnishópurinn er skipaður 15 manns víðsveg- ar af landinu, með fjölbreytta þekkingu og bakgmnn. Það er verkefni hópsins að leggja mat á virkjunarkosti og flokka þá. Rammaáætlunin byggir á fag- legum vinnubrögðum og fjallar m.a. um náttúru- og náttúru- vernd, útivist og hlunnindi, þjóðhagsmál og orkulindir. Verkefnishópurinn fjallar um eina 25 virkjunarkosti í landinu og er ætlað að vinnan taki um 12 ár. Þær virkjanir sem nú er í sigtinu eru í forgangi hvað út- tekt varðar og t.d. er stefnt að því að drög af skýrslum vegna Kárahnjúkavirkjunar verði til taks á næsta ári. Það er Sveinbjöm Bjömsson fyrrverandi háskólarektor sem er formaður verkefnisstjórnar og kynnti hann Rammaáætlun- ina á fundinum í Ljósheimum. Fram kom í máli Svein- bjöms að enn eru rniklir mögu- leikar ónýttir til virkunar raf- orku hér á landi. Þeir eru áætl- aðir 57 gígavattstundir, en búið er að virkja 7,5 gvs. En þó verk- efnishópurinn raði virkunar- kostunum, en það þó virkjunar- aðilinn sjálfur sem ákveður hvar er virkjað. Pétur Þórðarson fulltrúi Hér- aðsvatna ehf, félag Rariks og heimaðila í Norðlenskri orku, skýrði frá undirbúningsvinnu vegna Villingamesvirkjunar, en áætlað er að umhverfismat vegna virkjunarinnar liggi fyrir um næstu áramót. Áætlað er að þá muni líða allt að eitt og hálft ár áður en unnt verði að bjóða virkjunina út ef ákveðið verður að virkja, og að því gefnu er því í fyrsta lagi að fimm ámm liðn- um sem orkan færi að streyma frá Villinganesvirkjun. Hákon Aðalsteinsson hjá Orkustofnun kynnti niðurstöð- ur úr forathugun á hagkvæmni svokallaðrar Skatastaðavirkjun- ar, auk þess að bera saman nokkra virkjanakosti í Skaga- firði. Fram kom í máli Hákonar að þessir virkjunarkostir eru á- gætlega hagkvæmir. Að loknum framsögum vom umræður í hópum um þau áhrif sem þessar virkjanir gætu haft á atvinnu- og mannlíf í Skagafirði, náttúmfarog mögu- leika til útivistar, og vom fund- armenn beðnir að skifa sínar at- hugasemdir við spurningum þessu tengdu, er skilað var til fundarboðenda að fundi lokn- um. Páll Pétursson alþingismað- ur og ráðherra bað Skagfirðinga að vera þess minnuga hvernig farið hefði sorglega með Blönduvirkjun, orkan hefði ver- ið flutt burtu og virkunin orðið tiltölulega lítil lyftistöng fyrir atvinnulífið í héraðinu. Páll sagði að Skagfirðingar hlytu að vera einhuga um Villinganes- virkjun, en bað þá að geyrna Skatastaðavirkjun, þar sem sú virkjun liti út fyrir að hafa til- tölulega lítil umhverfisáhrif miðað við aðrar þær stórvirkj- anir sem mögulegar væm í framtíðinni. Kemur út á ntiðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðái'króki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásntundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.