Feykir


Feykir - 23.08.2000, Page 5

Feykir - 23.08.2000, Page 5
27/2000 FEYKIR 5 Bara þessi gömlu íslensku gen eins og hjá öðrum í minni ætt Undir Nöfum Nú hallar á hátíðarsumarið mikla, þegar þjóðin hélt fagn- aðarsamkomu á Þingvöllum, en gleymdi að mæta á svæðið, þegar söfnuðurinn fór að leita að Almættinu upp um fjöll og fymindi eða á öðmm afskekkt- um stöðum þar sem Hann hefði ef til vill falið sig, fyrir himinhrópandi hátíðarkómm, skartbúnum menningarvitum og sálmaveinandi prósesíunt, sem sprönguðu um stræti og torg undir sívakandi augu fjöl- miðlanna. Ég hef aldrei efast um að Is- lendingar em kristnir og kemur þar fram mín þjóðlega bamatrú sem hefur dugað bærilega. Hitt þykir mér undarlegt sem nú kemur í Ijós, að við emm ekki öll jafn kristin. Sannast nú jafn- réttiskenningin umdeilda - allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir - samt þori ég varla að ræða um trúmál, til þess skort- ir þekkinguna. Sá gmnur læðist þó að mér að þeir hinir skriftlærðu séu tæplega eins upplýstir og gáf- aðir og látið er í veðri vaka, úr því það tók þúsund ár að upp- götva svona sorglega „mis- kristni” íslendinga. Hjá okkur á Sauðárkróki hefur ekki farið mikið fyrir há- tíðinni, en þó hafa bæjaryfir- völdin lagt sitt af mörkum til þess að lyfta huga okkar á æðra plan með því að láta mála ýms- ar byggingar í bænum. - Aftur á móti er ég lítið hrifinn af lita- valinu, þessi bleiki vellulitur hæfir kannski kristnitökuhátíð en höfðar ekki til mín. - Fullvel veit ég að í okkar fræga hesta- héraði heitir þessi litur ekki bleikur, heldur leirljós, en það kemur út á eitt, hann fer illa í augun á mér, þó það skipti ná- kvæmlega engu máli. - Ég er þrátt fyrir allt hjartanlega glað- ur yfir því sem gert hefur verið. Það er líka á sama máta með sumt af kristnitökuhátíð- arstandinu, vissulega var margt ofgert, en ættarstolt mitt hækk- aði samt um nokkra senti- metra, þegar Herra biskupinn messaði í Drangey, þar sem ættfaðir minn þjónaði þeim Gretti og Illuga fyrir þúsund Heimssvningin Expo 2000 Ströng dagskrá hjá Heimismönnum Strax að lokinni söng- skemmtun í Langholtskirkju nk. sunnudag 27. ágúst heldur Karla- kórinn Heimir til Þýskalands þar sem sungið verður á þjóðardegi Islands á heimssýningunni Expo 2000. Dagskráin í ferðinni er mjög stíf, „þetta verður fyrst og fremst vinnuferð, en við fáum líka að sjá ýmislegt skemmtilegt í ferðinni”, segir Þorvaldur G. Oskarsson formaður Heimis. Það er miðvikudaginn 30. ágúst sem Heimismenn syngja á heimsýningunni, samkvæmt ferðaáætluninni er sá dagur eink- ar strangur en þar stendur. „Risið árla úr rekkju. Kórinn þarf að vera kominn að Plasasviðinu um kl. 8,00, sem þýðir að brottför frá hóteli er trúlega á bilinu 6,30 til 7,00. Benda má á að borða vel um morguninn því óvíst er um tíma til fæðuöflunar fyrr en um eða upp úr hádegi að lokinni æf- ingu í tónleikahöllinni. Þennan dag er dagskráin eft- irfarandi í stómm dráttum: Kl. 8,00. Sólarhæð tekin á söngstað á Plazasviðinu og und- irbúið fyrir söng. Þar verður ís- lenskur tæknimaður til aðstoðar. Fara þarf yfir göngu á svið og af sviði. Kl. 10,00. Opnunarhátíð. Heimir syngur í ca 15 mín. Höfðingjar (meiri) koma á svið- ið, Heimir syngur þjóðsöngva fs- lands og Þýskalands. Undirleik- ur hljómsveitar. Ræður og ein- söngur. Heimir syngur eitt lag í lokin um kJ. 11. Þessi opnunarhátíð er skipu- lögð út í hörgul, nánast upp á mínútu, og er mjög formleg eftir því sem best er vitað. Reiknað er með að Heimir standi á sviðinu allan tímann sem dagskrá varir og myndi einskonar bakumgjörð um annað það sem fram fer í dagskránni. Þetta verður sjálfsagt nokkuð strembin staða í ca eina klukkustund.” Að opnunardagskrá lokinni ganga Heimismenn að tónleika- húsinu þar sem tónleikarnir verða haldnir seinni partinn og er það um 20 mínútna gangur. Fyr- ir tónleikana gefst smásund fyrir Heimismenn að hvflast, en fiess- um stranga degi lýkur síðan í boði sem menntamálaráðherra stendur fyrir kl. 11,30 um kvöld- ið til heiðurs íslensku listamönn- unum sem koma fram á þessum þjóðardegi íslands á Expo 2000. Heimismenn koma síðan heim einhvem tíma á fyrstu klukku- tímum septembermánaðar. árum. - Þó hef ég hvergi séð talað um forföður minn Glaum, þegar talað er um þessa uppákomu, en kannski stafar það af því hversu lítill hetjublær er á okkar fjölskyldu í Grettissögu. En skrýtið þótti mér þegar Biskup tók sér í munn orð óvættarins, „einhvers staðar þurfa vondir að vera”. Ég hélt í fávisku minni að kenningin væri sú að allir væm góðir, að- eins misjafnlega duglegir við að ástunda góðleikann. - Nú leitar sú hugsun á mig að þessu gæti verið öfugt farið - þannig að allir menn séu vondir, en bara misjafnlega áhugasamir að sýna það. Þetta er auðvitað allt of flókið fyrir mig að skilja, en í mér em engin geistleg gen - það em bara þessi sömu gömlu íslensku gen, eins og í öllum öðmm af minni ætt. I nútíma þjóðfélagi skifta genin því miður öllu máli. En ég er nú líka eins og einhver spekingur sagði í útvarpinu um daginn: „Gamall jaxl í hett- unni”. Glaumur. Gsm Heilbrigðisstofnunin w ^ Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í september og október: Tímabil Læknir Sérgrein 11/9-15/9 Shree Dataye skurðlæknir 18/9-22/9 Hrafnkell Óskarsson skurðlæknir 25/9-29/9 Ólafur R. Ingimarsson skurðlæknir 2/10-6/10 Edward Kiernan kvensjúkdómalæknir 9/10-13/10 Sigurður Albertsson skurðlæknir 16/10-20/10 Arnbjörn Arnbjörnsson bæklunarlæknir 23/10-27/10 Hrafnkell Óskarsson skurðlæknir 30/10-3/11 Valur Þór Marteinsson þvagfæraskurðlæknir il Skagafjörður Auglýsing Um breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi Varmahlíðar í Skagafirði 1995 - 2015 Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingum á deiliskipulagi og aðalskipulagi Varmahlíðar í Skagafirði 1995 - 2015. Vegur um skóræktarspildu færist í austur og mun liggja samsíða þjóðvegi og reitur undir opinberar stofnanir breytast úr íbúðum aldraða í leikskóla. Skipulagstillögur liggja frammi á skrifstofu Skagafjarðar Sauðárkróki og í skrifstofu þjónustufulltrúa í Miðgarði í Varmahlíð, frá 2. ágúst til 1. september 2000. Athugasemdum við skipulagstillögurnar skal skila á skrifstofu Skagafjarðar fyrir 15. september 2000 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Skipulags- og byggingafulltrúi Skagafjarðar

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.