Feykir


Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 06.09.2000, Blaðsíða 3
28/2000 FEYKIR 3 Menntun í ferðaþjónustu Eflaust blandast engum hugur um það að ferðaþjónusta vex hröðum skref- um hér á landi og sífellt fleiri ferða- menn sækja landið heim. Og þrátt fyrir sívinsælar sólarlandaferðir eru íslend- ingar æ meira á faraldsfæti um sitt eig- ið land. Mikilvægi ferðaþjónustu fyrir þjóð- arbúið er ótvítrætt og síðasta áratuginn hefur fjölgun ársverka innan ferðaþjón- ustu verið mun meiri en í öðmm at- vinnugreinum. Lykillinn að þróun og eflingu ferðaþjónustu sem atvinnu- greinar er að fólk, sem starfar eða hefur hug á að starfa innan ferðaþjónustunn- ar, eigi kost á menntun við sitt hæfi. Það er því ánægjuleg staðreynd að framboð á námi er lýtur að ferðaþjónustu og ferðafræðum hefur aukist mjög á und- anfömum ámm. Ferðaþjónusta er auðvitað fyrst og fremst þjónustugrein og því er afar mik- ilvægt að hún hafi yfir að ráða vel þjálf- uðu vinnuafli sem hefur skilning á því hvernig uppfylla megi væntingar og óskir ferðamannsins. A landsbyggðinni er þó á flestum stöðum um að ræða mjög árstíðabundin störf og manna- skipti em tíð þannig að erfítt er að þjálfa starfsfólk upp. Mikilvægt er því að sumarstarfsfólk eigi kost á stuttum þjónustunámskeiðum í upphafi sumars. Ekki má þá gleyma því að auk gisti- og afþreyingarfyrirtækja þá sækja ferða- menn mikla þjónustu til bensínstöðva, matvömverslana, sundstaða og safna. Oft á tíðum er það starfsfólk þessara staða sem ferðamenn hafa hvað mest samneyti við og því brýnt að forsvars- menn þessara fyrirtækja hafi metnað til þess að senda sitt fólk á þjónustunám- skeið þegar þau em í boði. Gæði og öryggismál Fæmi og þekking á mannlegum samskiptum er þó ekki allt. Alvarleg slys settu mark sitt á það sumar sem nú er að líða og alltof margir ferðamenn áttu ekki afturkvæmt úr sinni íslandsför. Þrátt fyrir að mörg þessara slysa megi rekja til bágs ástands í samgöngumál- um (einbreiðar biýr og malarvegir) em þau einnig áminning um hversu mikil- vægt það er að vel sé staðið að móttöku ferðamanna og reynt að tryggja öryggi þeirra í hvívetna. Afþreying hvers konar hefur vaxið hröðum skrefum undanfarin ár og byggist hún ekki síst á miklu nábýli við íslenska náttúru: jöklaferðir, iljótasigl- ingar, hestaferðir um óbyggðir landsins o.s.frv. En íslensk náttúra er langt í frá hættulaus; jöklar springa, ár flæða og veður verða válynd. Þeir sem leiða fólk í ferðir um óbyggðir landsins verða því að þekkja vel til allra aðstæðna og vera færir um að bregðast við ef eitthvað ber útaf. Umhverfí og samfélag Vaxandi ferðamannastraumur krefst þess ekki aðeins að við vemdum ferða- fólk fyrir hættum sem kunna að leynast í íslenskri náttúm, við þurfum ekki síð- ur að vemda náttúm okkar og umhverfi fyrir sfvaxandi átroðslu og ágangi. Nátt- úran, sagan og búsetuminjar hvers kon- ar eru helsta aðdráttarafl íslenskrar ferðaþjónustu. Þetta eru auðlindir sem ber að varðveita eigi ferðaþjónusta að dafna framtíðarkynslóðum til handa. Góð skipulagning og virk ráðgjöf er því nauðsynleg fyrir þá sem eru í ferða- þjónusturekstri eða hyggjast stofna til slíks reksturs. Grunnur farsællar upp- byggingar í ferðajrjónustu er virðing fyrir landinu og auðlindum þess. Þekk- ingin hjálpar okkur að byggja upp og skilja mikilvægi slíkrar virðingar. Það em spennandi tímar framundan fyrir athafnafólk í íslenskri ferðaþjón- ustu og það er ljóst að í harðri sam- keppni em góð menntun mikils virði. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir. deildar- stjóri Ferðamálabrautar Hólaskóla. Stofnun ljölskyldu þröskuldxir á menntavegi kvenna? Þegar fólk íhugar þann kost að sækja sér frekari menntun eftir að hafa verið á vinnu- markaði um eitthvert skeið em ýmsir þætt- ir sem hafa áhrif á hvort tekið er af skarið og hvaða leið er valin. Fjölskylduhagir og samgöngur em meðal þeirra þátta sem á- hrif hafa á þessa ákvörðun hverju sinni, en skyldu konur og karlar meta þessa þætti með ólíkum hætti? í rannsóknarverkefni sem nú er verið að vinna um símenntun og menntunarmögu- leika fólks á Norðurlandi vestra og Vest- fjörðum, verkefni Önnu Kristínar Gunnars- dóttur, nemanda í meistaranámi við Kenn- araháskóla íslands (upplýsingar úr vinnu- gögnum, en ekki endanlegar niðurstöður), kemur í ljós að einmitt þessa þætti meta kynin sem mismikla hindmn þess að fara í nám. Konur líta í fleiri tilfellum svo á að samgöngur og fjölskyldithagir standi ívegi fyrir frekara námi sínu, en miðað við vinnu- gögnin em hlutföllin eftirfarandi: Af þeim sem telja samgöngur standa í vegi fyrir því að sækja frekara nám em um 56% konur, en karlar um 44%. Það að vera með ung böm á framfæri sínu virðist einnig standa frekar í vegi fyrir því að konur stundi frekara nám, en þar em hlutföllin þannig að um 2/3 sem það segja em konur, en um 1/3 karlar. í nýrri skýrslu um jafnréttismál frá fé- lagsmálaráðuneyti „Athugun á stöðu kvenna á landsbyggðinni” kemur fram að þótt skólasókn sé almennt meiri hjá konwn, óháð búsetu, þá útskrijistfleiri karlar. Hvað segir þetta okkur? Astæður þessa hafa ekki verið rannsakaðar hér á landi, mér vitan- lega, en væri verðugt rannsóknarefni. Eg freistast þó til að skoða þessa niðurstöðu í samhengi við upplýsingarnar úr gögnum Önnu Kristínar og tel að þama birtistjf/ö/- skylduhagir og samgöngur aftur sem hluti skýringarinnar, þættir sem virðast hafa meiri áhrif á viðhorf kvenna en karla, þ.e. konur láti frekar af námi sínu en karlar af þessum ástæðum. Þetta kann svo að skýra að hluta til það að menntunarstig kvenna og karla er mis- munandi, skv. sömu skýrslu, þ.e. fleiri kon- ur en karlar á landsbyggðinni hafa einung- is lokið gmnnnámi, eða u.þ.b. 48% kvenna á móti 22% karla. Ef konur ljúka síður námi en karlar hlýtur að vera töluvert af konum sem eiga mislangt eftir af námi sem þær hafa byrjað á. Fjamám kann að einhverju leyti að vinna bug á þessum mun, en það hentar einmitt vel þeim sem setja fyrir sig samgöngur. Ef það er þar að auki að mestu í formi tölvu- samskipta, er það einnig svar við erfiðum fjölskylduaðstæðum. þar sem viðkomandi getur valið á hvaða tíma hann eða hún sinn- ir náminu. Rétt er þó að benda á gallann við þetta form, þ.e. samskipti við samnemend- ur og kennara verða ekki eins lifandi. Hvað segja tölur eins og þessar okkur að öðm leyti? Mér segja þær það að þrátt fyr- ir að við eigum öll að hafa jöfn tækifæri til náms þá er greinilegt að þegar fjölskylda verður til leggja konur fremur en karlar menntunarferil sinn til hliðarog taka ábyrgð á fjölskyldunni. Það segir mér svo aftur að auknir möguleikar fólks til að fara óhefð- bundnar námsleiðir (nám utan skóla, fjar- nám o.s.frv.), hljóti að gefa konum tækifæri til að taka þráðinn upp aftur og hjálpi til við það að vinna gegn mun á menntunarstigi kvenna og karla. Bjarnheiður Jóhannsdóttir, jafnréttisráðgjafi. Víða um land hefur verið stofnað til reksturs ferðaþjónustu í ýmsum myndum og er það hið hið besta mál. Bakgrunnur þess fólks sem velur sér þetta lífsvið- urværi er mjög misjafn og menntun þess að sama skapi. Flest hefur þetta fólk gert sér grein fyrir því að grundvallar- reglan sé jyónustulund, allan sól- arhringinn sé því að skipta, og verður það ekki af því tekið. Ferðaþjónustan er samsett af innlendum og erlendum gestum óg báðum jressum hópum þarf að sinna af fremsta megni. Þarfir þessara hópa eru mjög mismun- andi og kröfurnar einnig. Þó er einsýnt að til þess að geta stund- að ferðaþjónustu af einhverjum metnaði þarf að koma til tungu- málakunnátta að einhverju marki. Það er aðdáunarvert hversu margir eru duglegir að bjarga sér og koma sínu á framfæri við gesti af erlendu bergi. Eg hef þó heyrt það á fólki að því finnst það vera jreirra „Akkilesarhæll" í starfinu hversu tungumálakunn- áttu jjeirra er áfátt. Þessu þarf að bregðast við og tel ég að Farskóli Norðurlands vestra hafi þar skyldum að gegna. Útbúa þarf sérstök námskeið sem henta þeim sem stunda ferðaþjónustu og væru j^au sniðin að þeirra (xirfum á allan hátt með áherslu á talað mál og hlustun. Þau tungumál sem ég tel vera brýnast að kenna við Farskólann eru danska (eða e-ð annað Norð- urlandamál) og enska. Auk þess væri gott ef hægt væri að koma á grunnnámskeiðum í þýsku og frönsku. Nú er það svo að Far- skólinn hefur haldið námskeið í umræddum tungumálum og er ekkert út á það að setja, en ég sé þessi umræddu námskeið fyrir mér sem sérsniðin að þörfum ferðaþjónustunnar. Eg held að með góðri kynn- ingu í gegnum Ferðamálasamtök Norðurlands vestra og Ferða- málafélögin heima fyrir megi ná góðri þátttöku og gæti það orðið aflvaki enn frekara náms hjá þátttakendum. A tímum aukinnar tölvueign- ar almennings og æ greiðari fjar- skipta væri hægt að kenna í gegnum tölvu með tölvupósti og/eða nota fjarfundabúnað þann sem til er í hverju umdæmi. Eg skora á Farskólann, Ferða- málasamtökin og ferðaþjónustu- aðila á Norðurlandi vestra að taka höndum saman um þetta málefni, enda er það biýnt. Megi þetta verða einn liður í aukinni ferðamennsku á svæðinu og bættri þjónustu við gesti. Þorvarður Guðmundsson Ferðamálafulltrúi Húnaþings-vestra..

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.