Feykir


Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 13.12.2000, Blaðsíða 5
43/2000 FEYKIR 5 Reiðhöll eða ekki reiðhöll? Á síðasta ári tókst að koma Hestamiðstöð íslands á laggimar. Það tókst meðal annars með myndarlegri aðkomu Skagafjarð- ar á móti framlagi 3ja ráðuneyta. Sveitarsjóður leggur fram 75 milljónir á 5 árum á móti m.a. 25 milljónum á ári frá ríkinu.. Telja menn að vel hafi tekist til og vænta mikils af starfsemi þessar- ar stofnunar. I mars s.l. kom inn á hvert heimili upplýsingablað þar sem hugmyndir að reiðhöll í Skagafirði vom kynntar. Rakin helstu áform og sagt að Hesta- miðstöð íslands ætlaði að beita sér íyrir og styðja framþróun í hesta- mennsku og atvinnustarfsemi tengdri henni. I bréfinu stendur og að gert sé ráð fyrir að Hesta- miðstöðin hafi frumkvæði að byggingu reiðhallar á Sauðár- króki í samstarfi við heimamenn. Einnig stóð þar að til að gera þetta kleift væri nauðsynlegt að ein- staklingar, félagasamtök hesta- manna og fyrirtæki í Skagafirði sýndu stofnendum Hestamið- stöðvar Islands hug sinn í verki og kæmu með myndarskap að stofn- un hlutafélags um reiðhöll á Sauðárkróki. Með þessi áform var lagt upp. Næstu skref I apríl var bygging reiðhallar boðin út. Útboðið reyndist gall- að og fylgdu því ýmsar auka- verkanir sem ekki verða raktar hér. Gengið var að samningum við lægstbjóðanda en samt er enn á huldu um hver raunverulegur kostnaður byggingarinnar kemur til með að verða.. I maí kom undirbúningsnefnd um byggingu reiðhallar á fund byggðarráðs Skagafjarðar, kynnti stöðu mála og áform nefndarinnar. Ljóst var að mál vom skammt á veg kom- in. Byggðaráð fór fram á frekari upplýsingar og rekstraráætlun fyrir reiðhöll. Ljóst var að safna þyrfti meira hlutafé en loforð lágu þá fyrir um. í júlíbyrjun var síðan haldinn stofnfundur hluta- Allan daginn streðaði ég við að draga kindur sem spymtu við öllum fótum, uns aðeins var eftir að töfludraga. Það var seinlegt. Kind var sótt og markskoðað af hreppstjóra, síðan var markaskránni flett og markið fundið, annað hvort í skagfirsku eða húnversku skránni og eigandinn kallaður upp. En þá kom hinn stór- merki og marfróði maður til hjálpar, svo markaskráin var óþörf að mestu. Markinu var lýst og þá gall í Marka-Leifa, sem sat dauðadrukkinn á rétt- arveggnum, hver ætti kindina. Og enginn dró þau orð í efa. Að töfludrætti loknum var safn Skagfirðinga rekið af stað og nú upp bröttu brekkuna gegnum Kiðaskarð niður Mælifellsdal. Ég reyndi að gera gagn, en það fór minnk- félagsins Flugu. Ekkert formlegt samband var haft við sveitar- stjóm frá fundinum í maí. Og þá kom bréf í byrjun október bámst byggðarráði og veitustjóm síðan bréf frá Flugu ehf. Þar gerir stjórnarformaður félagsins grein fyrir stöðu mála. Ekki liggi enn fýrir endanleg kostnaðaráætlun en til að húsið teljist nothæft þurfi meira til en sá 56 milljón króna verksamningur sem gerð- ur hafði verið við verktaka. Það vanti enn a.m.k. 10 milljónir „sem er þó skot út í loftið”. Fram kemur í bréftnu að endar nái ekki saman. Á stofnfundi lágu fyrir hlutafjárloforð að upphæð 37 milljónir króna frá 113 aðilum. Stæsti hluthafinn sé Hestamið- stöðin með 20 milljónir króna - aðrir því 17 milljónir. Erindi bréfsins til byggðarráðs var að óska þess að forsvarsmenn sveit- arfélagsins litu þessar fram- kvæmdir með jákvæðu hugarfari og legðu fram hlutafé og rekstr- arfé til fyrirtækisins - all háar upphæðir vom nefndar. Með þessu bréfi kom loksins fram rekstraráætlun um reiðhöll á Sauðárkróki. Áætlunin hafði þó verið unnin í júní. Ymsar upp- lýsingar í þessari rekstraráætlun gáfu ekki tilefni til bjartsýni um rekstur fyrirtækisins. Veitustjóm var einnig beðin um að leggja fram hlutafé í fyrirtækið f.h. raf- veitu og hitaveitu. Viðbrögð sveitarstjómar Erindi Flugu var nú lagt í salt einsog mörg önnur mál hjá sveit- arstjóm. Vissulega kom erindið sveitarstjómarfúlltrúum á óvart. Sveitarstjóm var stillt upp við vegg og sagt að framganga verksins yrði nú mjög svo háð velvild hennar. Veitustjóm vék sér fimlega undan þessu erindi - í bráð - með því að vísa því til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2001. Nú í byrjun desember hoppar svo upp í byggðarráð andi og endaði með því að ég var rekinn á Toppi með safn- inu eins og bágræk höfuðsótt- arrolla og átti erfitt með að hanga á klámum. Og hjá Skip- hól, þar sem ég hóf þessa erf- iðu ferð, lagðist ég fram á makkann, hélt mér í faxið og gubbaði eins og ég hafði séð fyllibyttur gera. Og þannig lá ég þar til Toppur nam staðar í næturkyrrðinni við bæjardym- ar í Vallholti. Þar velti ég mér af baki og skreið inn í rúm mitt. Þegar ég fór framhjá matnum mínum á borðinu sá ég ylmandi lambaketið sem ég var búinn að hlakka til að borða, ég gat ekki bragðað það og sofnaði án þess að hátta. Síðan vaknaði ég við það að gamla konan dró af mér fötin og breiddi yfir mig sængina. Síðan svaf ég til hádegis. fullgerður samningur við Flugu ehf.. Unninn undir forystu sveit- arstjóra. Sá samningur hljóðar upp á einar 20.5 milljónir króna. 12 milljónir í hlutafé, 2,5 millj- ónir í styrk til vega- og bíla- stæðagerðar og 1,5 milljón á ári í rekstrarstyrk í 4 ár. Hér er því á ferðinni samningur með umtals- verðum fjárhæðum. Skagafjörð- ur fjármagnar um þriðjung rekstrar Hestamiðstöðvar ís- lands. Sveitarsjóður var því bú- inn að leggja fram um 7 milljón- ir króna í hlutafé í Flugu ehf. Samtals verður því framlag Skagafjarðar metið á um 27-28 milljónir króna. Hlutafé sveitar- sjóðs og Hestamiðstöðvarinnar nemur samtals 32 milljónum króna af um 50 milljónum króna heildarhlutafjár eða um 2/3 eign- arhlutans í Flugu ehf. Vinnubrögðin Framlag sveitarfélagsins í gegnum Hestamiðstöð íslands var myndarlegur hlutur fyrir sveitarfélagið til að fjárfesta í reiðhöll. Forsvarsmönnum sveitarfé- lagsins hefur verið uppálagt að leita allra leiða til að spara til að koma böndum á fjármál sveitar- félagsins. Sveitarsjóður Skaga- fjarðar og fyrirtæki skulduðu 2.200 milljónir króna um síðustu áramót. Árið í ár eykur á þessar skuldir því engar umtalsverðar eignir hafa verið seldar. Tekjur standa ekki undir útgjöldum. Upphæðimar í samningnum eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs og ekki heldur í svo nefndri þriggja ára áætlun meirihluta sveitarstjómar. Þar á m.a. að leggja niður tvo skóla til að spara! Sveitarfélög hafa lögbundin verkefni. Ekkert þeirra er að fjárfesta í áhættuverkefninu reið- höll. Sveitarfélag í skuldaklafa hefur enn ríkari ásætæður til að koma ekki að áhættufjárfesting- um Vinnubrögðin í þessu máli em kapituli útaf fyrir sig. Það er alvarlegur hlutur þegar kjömir fulltrúar í sveitarstjóm hafa ekki bein í nefinu til að mæta þrýsingi einsog í þessu máli. Fyrst er far- ið af stað, dæmið gengur ekki upp og þá er sveitarfélaginu stillt upp við vegg. Því miður em bein margra sveitarstjórnarfulltma ekki sterk. Þetta er ekki í fyrsta skipti né heldur verður þetta það síðasta hjá núverandi meirihluta sveitarstjómar - þar sem beinin bresta. Ingibjörg Hafstað Snorri Styrkársson. JOFA |£3 Gunnar Bjöm Rögnvaldsson leiðbeiiiir viðskiptavinmn við val á rétta skíðaútbúnaðinuni frá kl. 14 -18 laugardag - fyrstir með carving

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.