Feykir


Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 2

Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 15/2001 Margir athyglis- verðir spádómar á Norðurland 2011 Þau líða fljótt árin. Vilhjálmi Egilssyni alþingismanni finnst ekki langt síðan hann byrjaði á þingi, þó eru liðin 10 ár. Það hef- ur margt gerst á þessum tíu árum, þótt Vilhjálmur vilji að sjálfsögöu ekki þakka sér allar þær breytingar, þótt ýmsum póli- tíkusum sé það nokkuð eðlislegt að vilja eiga þátt í flestu. Líklega á okkur eftir að finnast næstu 10 ár ekki síður fljót að líða. Ýmsir vilja meina að á þeim tíma verði breytingarnar enn meiri en á síð- ustu 10 áruni. Það var því ekki að ófyrirsynju sem Vilhjálmi kom í hug að halda upp á þetta 10 ára þingafmæli sitt með því að boða til spástefnu. Þar settu nokkrir valinkunnir menn og konur sig í spámannsstellingar og reyndu að gera sér grein íyrir þeim breytingum sem yrðu á næstu tíu árum á Norðurlandi. Og það var býsna gaman að fýlgjast með þessum bollalegg- ingum um næstu tíu árin. Ýmsir virtust hafa trú á því að byggða- þróunin myndi snúast við á þess- um tíma, þar á meðal bæjarstjór- inn á Siglufirði. Það sem kæmi til með að valda aukinni hagsæld á landsbyggðinni var að mati spámannanna, bættar samgöng- ur, aukið framboð menntunar á svæðinu og sókn í atvinnumál- um, þar vom ferðamálin ofarlega á blaði, hugbúnaðargerð, efling landbúnaðar og fullvinnslu í sjávarútvegi og matvælaiðnaður svo eitthvað sé nefnt. Stökkbreytingar eða hvað? Reyndar var að heyra að framsögufólk væri kannski með heldur tneira undir en næstu tíu ár, eins mikið og var í „pípun- um” að þeirra mati, en þó voru sumir að tala um að breytingam- ar yrðujafnvel einnþá meiri. Adolf H. Berndsen fram- kvæmdastjóri á Skagastönd reið á vaðið. Vék hann að þeim breyt- ingum sem orðið hafa á Norður- landi síðustu 10 árin og þeim möguleikum sem íbúar á Norð- urlandi vestra hafa til sóknar í at- vinnulífinu. Einnig minntist Ad- olf á nauðsyn þess að efla menntun og námsframboð. Og eins og við var að búast ræddi Adolf um sjávarútvegsmálin, enda stjórnarformaður Skag- strendings. Hann er mjög andsnúinn hugmyndum um veiðileyfagjald og er ekki í vafa um hvernig bregðast eigi við ef um frekari hræringar verði í sjáv- arútveginum. „Komi til frekari samþjöpp- unar í sjávarútvegi tel ég mjög brýnt að íyrirtæki hér á svæðinu horfi saman til samstarfs og sameininga. Sama á við um aðr- ar atvinnugreinar á svæðinu, aukið samstarf mun án nokkurs efa styrkja byggðir okkar”, sagði Adolf. Anna Kristín Gunnarsdótt- ir varaþingmaður Samfylkingar fór á mikið flug, en tók það reyndar fram að hugleiðingar sínar væru á bjartsýnum nótum fremur en að vera endilega raun- hæfar. Anna fjallaöi um eflingu Akureyrar og tengingu við Eyja- fjarðarsvæðið með jarðgöngum undir Heljardalsheiði. I Vestur- Húnavatnssýslu tæki landbúnað- urinn sveiflu upp á við. Ibúamir framleiddu lúxusvöru og nytu nálægðar við Reykjavíkursvæð- ið sem og í matvælavinnslunni. Ferðaþjónusta mundi aukast einkum í tengslum við hesta- mennsku. Austur-Húnavatns- sýslur mundu sameinast í eitt sveitarfélag og meira að segja Svínavatnshreppur slippi ekki þrátt fyrir ríkidæmi sitt. Iðjuveri yrði komið á fót fyrir utan Skagaströnd í kjölfar virkjunar við Villinganes. I Skagafirði yrði fjölbreytt at- vinnustarfsemi, öflug matvæla- vinnsla, blómlegur landbúnaður og opinber þjónusta með því besta. FNV væri orðinn sérhæfð- ur skóli í upplýsingatækni og nám í hestamennsku hefði öðlast sess.Islenskt/ítalskt/finnskt fyrir- tæki framleiddi úr fiskroði vöru í hátískuiðnaði. Handverk og listir blómstruðu í héraðinu og tónlist og annað menningarlíf hefði aðdráttarafl. Sigríður Ingvarsdóttir vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði m.a. um þá mikla mögu- leika sem internetið og fjar- vinnsla gefur, möguleikana í ferðaþjónustunni og þau sóknar- færi sem atvinnulífið hefði í opnu hagkerfi, ef óttinn við er- lenda fjárfesta yrði úr sögunni. Svarti markaöurinn syðra Jón E. Friðriksson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar ein- skoraði mál sitt mikið við sjávar- útveginn. Hann kvaðst vera bjartsýnn á framtíð Norðurlands svo fremi sem ekki mundi skorta á pólitískt hugrekki þeirra sem réðu ferðinni og samtakamátt íbúa Norðurlands. Jón vék að hagkvæmni blandaðra fyrirtækja í sjávarútvegi og möguleika þeirra að þróa vöru og þjónustu í nánum tengslum við viðskipta- vini sína erlendis. Jón sagði að svo virtist sem aukinn ásókn væri í að fá vöruna sem ferskasta og beinast úr sjónum, fúllbúna í neytendapakkningar. Jón sagði að sérstaða okkar í vinnslu og veiðum gæti skilað fyrirtækjum hér vel á veg, en það sem truflaði og ógnaði útvegn- um væru hugmyndir um lands- byggðaskatt sem auðlindagjald yrði og breytingar á fiskveiði- stjómunarkerfinu. Hvoiutveggja ætti ríkan þátt í því að fæla fjár- festa frá sjávarútveginum í dag. Þá vék Jón að aðstöðujöfnun atvinnulífs á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Sýnt væri að tekjur atvinnustarfsemi á landsbyggðinni skiluðu sér vel í lyjóðarbúið, en hinsvegar ætti sér stað mikil svört atvinnustarfsemi á höfúðborgarsvæðinu. Einnig væru vaxandi álögur á lands- byggðina í formi þungaskatts. Vel mætti hugsa sér að flytja starfsemi Fiskistofu út á land og ef þeir 100 manns sem þar innu vildu ekki flytja með stofnunni mætti vel hugsa sér að setja þá í skattaefúrlit á höfúðborgarsvæð- inu. Menntunin mikilvægust Herdís Sæmundardóttir formaður byggðaráðs Skaga- fjarðar fór yfir stöðuna eins og hún er í dag og þær breytingar sem orðið hafa í samfélaginu að undanfornu með bættum sam- göngum og tækniframforum. Fjarlægðir hefðu verið að minnka og sveitarfélögin væru búin að leggja mikinn kostnað í að bæta þjónustuna til að halda í fólkið svo allir flyttu nú ekki suður. Herdís sagði að sá þáttur sem yrði hvað mikilvægastur á næstu 10 árum væri menntunin og samfélagið yrði að geta svar- að þeim kröfúm til menntunar sem stöðugt væru gerðar og trú- lega yrði varðandi þau ný störf sem mynduðust á svæðinu á næstu árum. Herdís kvaðst von- ast til þess að háskólaumhverið sem hefði verið að myndast á Hólum ætti eftir að eflast á næstu árum og Fjölbrautaskólinn mundi áfram eflast og standast samkeppnina við aðra fram- haldsskóla. Herdís hefúr tiú á því að landið verði orðið eitt kjör- dæmi eftir 10 ár. Verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga verði þá enn skýrari en hún er í dag. Kröfúr um samkeppni og arð- semi muni halda áfram að aukast, en vonandi verði þó sainmannlegir þættir hafðir þar að leiðarljósi. Skattkerfi beitt til jöfnunar Nafnarnir Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri á Siglufirði og Guðmundur Guð- mundsson framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar voru meðal frummælenda sem bentu á þá möguleika til byggðaþrónar að lækka skatta á landsbyggðinni til mótvægis við höfúðborgar- svæðið, slíkt hefði t.d. verið gert í Noregi með góðum árangri. Bæjarstjórinn á Siglufirði var bjartsýnn á ffekari umferð um Tröllaskagahringinn með jarð- göngunum um Héðinsjörð, sem jafnframt mundi auðvelda sam- starfs sveitarfélga við utanverðan Eyjaförð. Guðmundur Guðmunds- son spáði fyrir um þróun byggð- ar í einstökum byggðakjömum á Norðurlandi vestra. Hann var bjartýnn á Skagafjörð í heild sinni, en önnur svæði yrðu í svipaðri stöðu að tíu árum liðn- um, nema að Blönduós og ná- greimi gæti átt í erfiðleikum á næstu árum. Guðmundur spáði því að tilkoma Þverárfjallsvegar mundi efla ferðamálin og at- vinnumálin og greiða fyrir sam- einingu Skagafjarðar og vestustu hreppa A.-Hún., og í kjölfar virkjunar við Villinganes mundi rísa iðjuver við Kolkuós. Fjósin úrelt og bændurnir Guðný Hefga Björnsdóttir bóndi og ráðunautur á Bessa- stöðum í Húnaþingi vestra reyndi að gera sér grein fyrir þeim breytingum sem yrðu í sveitum næstu tíu árin. Afram- haldandi hagræðing yrði í land- búnaðinum enda „mörg fjósin úr sér gengin eins og bændumir”, sagði Guðný. Guðný telur að búin í hefðbundnu búgreinunum eigi eftir að stækka, en aðrir bændur fari í ýmsa aðra starf- semi s.s. skógrækt. Það sem reyndar hamlaði því að mjólkur- búin stækkuðu væru svimandi hátt verð á mjólkurkvóta sem af- urðastöðvamir héldu upp og t.d. virtist það versta sem gæti gerst á vestursvæðinu það ef kvótinn færi í Skagafjörð. Það sem háði sauðfjárbúskapnum í dag væri t.d. það að alltof margir sauðfjár- bændur væru gamaldags í hugs- un og væru tregir til að breyta burðartíma, þannig að hægt væri að bjóða upp á ferskt kjöt lengri tíma ársins. Þeir hólfúðu ekki niður heiðarlöndin svo þægilegra væri að smala, fjárhunda ættu þeir fæstir, þannig að smala þyrfti saman ættingjunum áður en hægt væri að reka saman bú- fénaðinn. Guðný kveðst óttast fækkun búa og það muni leiða til þess að samfélagslegir þættir í sveitum verði erfiðari. Hjálmar Jónsson alþingis- inaður sagðist hafa verið að leita effir því að tala um það sem lítið hefði verið rætt um og verið að Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: fevkir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.