Feykir


Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 4

Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 15/2001 Fj ölbreyttur söngur við sumarmál Kirkjukór Blönduós var með gott innlegg á söng- skemmtunina. Það var góð stund sem fjöl- margir áheyrendur áttu í félags- heimilinu á Blönduósi sl. laug- ardagskvöld á sönskemmtun- inni „Söngur um sumarmál”, en hún er að verða árlegur við- burður á Húnavökunni. Að þessu sinni sungu fjórir kórar, heimakóramir Kikjukór Blönduóss og Karlakór Ból- staðahlíðarhrepps, söngvinir úr Skagafirði; Rökkurkórinn og gestakór að þessu sinni lengra að kominn var Samkór Vopna- fjarðar. Að öðrum kórum ólöst- uðum voru það Vopnfirðing- arnir sem virkilega voru skemmtilegir og söngur kórs- ins og undirleikur mjög hríf- andi. Það var Kirkjukór Blöndu- óss sem reið á vaðið og söng nokkur lög við undirleik og stjórn Sólveigar S. Einarsdótt- ur. Framlag kirkjukórsins til samkomunnar var mjög gott, söngurinn hreint með ágæturn og kórinn með mjög falleg lög, smekklegt lagaval og var sér- lega gaman að hlýða á einsöng Arndísar Ólafar Víkingsdóttur í laginu „Upp á hæð skín við oss” við Ijóð Davíðs Stefáns- dóttir. Þá flutti kórinn nýjan texta eftir Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, þar sem hann lætur ljóslega hugann reika til Leikfélag Sauðárkróks sýnir eftir Moliére í leikstjórn Eggerts Kaaber fek í Bifröst LEIKFÉLAG SAUÐÁRKRÓKS Frumsýning sunnudag 29. apríl kl 21:0 | 2. sýning þriðjudag 1. maí kl. 20:30 3. sýning fimmtudag 3. maí kl. 20:30 4. sýning laugardag 5. maí kl. 16:00 Miðapantanir í síma 453-5825 Alla daga frá kl. 17:00 - 19:00 írá og með föstudeginum 27. apríl og laugardaginn 5. maí kl. 12:00 Samkór Vopnafjarðar vakti mikla hrifningu tónleika- gesta, greinilega mjög vel þjálfaður kór. Rökkurkórnum tókst vel upp í líflegu og góðu prófgrammi. starfa sinna fyrir norðan. Sól- veig stjómandi útsetti við lag Gabríels. Sólveig er greinilega ntjög góður stjómandi og er lif- leg og skemmtileg í sinni stjórn. Sem sagt frábært hjá Kirkjukór Blönduóss og trú- lega hefði það orðið ennþá betra ef Hugrún Sif Hallgríms- dóttir hefði getað leikið undir tvö laganna á þveiflautuna, eins og til stóð, en veikindi settu strik í reikninginn, einnig hjá Grími Gísla elsta söngmanni kórsins. Rökkurkórinn söng næst undir stjórn Sveins Ámasonar. Kórnum tókst mjög vel upp í líflegu og góðu prófgrammi og var flutningurinn yfir það heila mun ömggari en á söng- skemmtun kórsins „Sálarinnar sælustundum” nýlega. Rökkur- kórinn hefur greinilega yfir góðu söngfólki að skipa, sem sýndi sig í aukalagi sem kórinn flutti og er víst nýbyrjaður að æfa, en tókst engu að síður vel. Einsöngur þeirra Hjalta Jó- hannssonar og Gerðar Geirs- dóttur var með ágætum, en Gerður söng einsöng í lagi Jóns Björnssonar „Vornótt í Skagafirði”. Það eru slavnesk hjón sem annast stjóm og undirleik hjá Samkór Vópnafjarðar. Stjórn- andinn Zbiegnew Zukohwies útsetur nokkur laga kórsins og eins og áður segir var söngur kórsins mjög svo áheyrilegur og skemmtilegur og lagavalið fjölbreytt, m.a. bítlalagið Michelle og lokalag kórsins var negrasálmur, fluttur af miklum krafti. Karlakór Bólstaðahlíðar- hrepps söng síðastur kóranna og þessi næstelsti karlakór landsins ber aldurinn vel og stendur vel fyrir sínu. Stjóm- andi Sveinn Ánason og undir- leikari með kómum er Soffla Fransiska Rafnsdóttir. Þekkt lög piýddu söngskrá kórsins. Eins og á afmælinu á liðnu hausti söng Svavar Jóhannsson einsöng í Álftimar kvaka og þeir söngbræður Þorleifúr Ingvarsson og Halldór Marías- son „Rósina”. Þá söng Guð- mundur R. Halldórsson ein- söng í „Ævi hallar” við ljóð Magnúsar Gíslasonar. Bólhlíð- ingamir voru klappaðir vel upp eins og hinir kóramir og sungu tvö aukalög. Það var Magnús Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd sem var kynnir á söngskemmtun- inni og kom með mörg skemmtileg innskot. Að söng- skemmtun lokinni þáðu kór- amir kaffi í hliðarsal, en dans var stiginn fram eftir nóttu við undirleik akureyskrar hljóm- sveitar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.