Feykir


Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 6

Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 15/2001 Hagyrðingaþáttur 315 Heilir og sælir lesendur góðir. Það er Einar Sigtryggsson á Sauðár- króki sem á fyrstu vísurnar að þessu sinni. Ýmsar plágur okkur hrella yfirvalda speki dvín. Margar þjóðir þurfa að fella þúsund hjarðir, kýr og svín. Lengur virðist engin ábyrgð bera orða gjálfur snýst um lög og rétt. Ef kúariða kæmi til að vera hvað yrði þá um okkar bændastétt. Til forsætisráðherrans yrkir Einar svo. Frelsishugsjón foringjanna fáir kunna að meta í dag. Stjömufákur stjómmálanna stattu vörð um þjóðarhag. Mig minnir að það hafi verið kosn- ingavorið 1995 sem eftirfarandi vísa komst á kreik. Veit ég ekki hver heíúr ort. Fátæklingar falla úr hor fitna íhaldsrumar. Ef þið kjósið vinstra vor verður gott í sumar. Góður hagyrðingur í Skagafirði, Gunnar Rögnvaldsson frá Hrauni, er höfundur að næstu vísu. Mun hann hafa verið á ferð nú í vetur á Eylendinu í Skagafirði. Var fallegt veður og hægt að keyra Héraðsvötnin á ís. Fegurð dagsins fyllti lund fráleitt spillti mjöllin. Vetrarsólin gyllti gmnd geislar hylltu fjöllin. Önnur vísa kemur hér eftir Gunnar sem ort mun um svipað leyti. Engan þekki á okkar jörð æðri stað né betri, en okkar skæra Skagafjörð skarta sól að vetri. Sendi Gunnar þessar vísur okkar ágæta Sveinbimi Eyjólfssyni sem nú er aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Svo virðist sem Sveinbirni hafi þótt nóg um slíka Skagafjaröar dýrkun, eft- ir þessari vísu að dæma, sem hann sendi Gunnari til baka. Varla hefúrðu víða ratað vinur góður um Borgarfjörð nema þú hafir Gunni glatað getu til að dæma jörð. Ekki taldi Gunnar rétt að tnáa slíku hjali og sendi svofelldt skeyti til baka. Ég hef farið frjáls um geym og fúndið margar þjóðir, en alltaf leitar hugur heim að Hrauni á fornar slóðir. Ekki virtist þetta vera nákvæmlega það sem óskað hafði verið eftir og sendi nú Sveinbjörn svofellda kvittun. „Römm er sú taug” er raunin mesta „reyndum” mönnum glepur sýn. Ég vel fjörðinn „Borgar” besta bara svona upp á grín. Féllst nú Gunnar á að víðar gæti verið fallegt og sendi svofellda sátta- vísu suður. Það er gott að tengd er taug við túnin okkar heima, þar sem geymd í geislabaug gömul atvik sveima. Sveinbjörn tók sáttinni vel og lauk þessum glettum þeirra félaga með eft- irfarandi vísu. „Heima er best” um heimsbyggð alla hugann kallar minning blíð. Ég vil að þinni fótskör falla. „Fyrirgeföu orða-hríð”. Það mun hafa verið Þormóður Sveinsson sem orti þessa. Yfir landi og lygnum sæ leikur andardráttur, vorsins: handan vetrar æ vakir andans máttur. Ekki veit ég unt höfúnd að þessari. Grösin anga, gráta tröll gríðar stranga tauma. Fjallsins vanga táraföll fella langa strauma. Guðjón Þorsteinsson á Skatastöðum mun hafa ort næstu vísu, en ekki veit ég af hvaða tilefni. Inn í mína egin sál ótal skina geislabál, við það dvínar tregi og tál trú fær sýn og hressist mál. Mörgum er í fersku minni er fyrr- varandi heilbrigðisráðherra féll í öngvit í beinni útsendingu sjónvarps. Hjá stóð Össur með lokaðan rnunn aldrei þessu vant. Af þvi varð til eftirfamdi limra. Upprisin Ingibjörg sagði Össur mér ekkert gott lagði til hjálpar í neyð en bugaður beið og blessaður drengurinn þagði. Það mun hafa verið Kári Jónsson frá Valadal sem eitt sinn orti svo. Það er margt sem veldur vá vandi er nú að ríkja. Vinstri stjómin ekkert á eftir til að svíkja. Önnur vísa kemur hér eftir Kára og mun hún ort eitt sinn er hann var gest- komandi í Bólstaðarhlíð. YfirTíntann augum renni alltaf met ég sannan höld. Gumi í Hlíð er gæða menni gefi hann okkur vín i kvöld. Óska lesendum gleðilegs sumars og þakka samstarfið á vetrinum. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Dagur í lífi Söru Sl. föstudag var haldinn spástefna á Sauðárkróki er bar nafnið „Norðurland árið 2011”. Hún var haldin í tilefni af 10 ára þingmennsku Vil- hjálms Egilssonar. Seinastur fruinmælenda var Gísli Gunn- arsson forseti sveitarstjórnar Skagafjaröar. Gísli haföi gmn- að að svo yrði, þannig að þeir sem talað heföu undan væm búnir að minnast á flest það sem hann mundi nefna og spurningin væri því að hafa framsetninguna öðru vísi. Lausnin hjá Gísla var sú að semja smásögu. Hún féll í mjög góðan jarðveg, enda mjög vel stíluð hjá Gísla og fal- aðist ritstjóri Feykis eftir því að fá smásöguna til birtingar, en hún fjallar um dag í lífi ungrar konu Söm og gerist árið 2011. að er vor í lofti. Sumar- dagurinn fyrsti hafði heilsað sólríkur og sunnanstæður, og borið með sér þann léttleika til- verunnar sem er svo nauðsyn- legur, þegar bjartir dagar eru runnir upp og loftið hlýnar. Sara vaknaði snemma dags, annan í sumri, sólargeislinn sem náði að rúntinu hennar kyssti hana létt á kinnina og glaður fúglasöngur barst frá stóra trénu fyrir sunnan húsið. Það var skóladagur og ekki dugði annað en að drífa sig á fætur. Sara á heima á Langholtinu í Skagafirði, þar sem er tölu- vert þéttbýli meðffam Sauðár- króksbraut. Auk stórra kúabúa sem nokkrir bændur sameinuð- ust um, em þar minni þjónustu- og tómstundabýli. Nokkur lítil fjárbú eru þar einnig, en þeim hafði fækkað mikið á síðustu ámm, einkum vegna griðar- legrar vinnu fjárbænda við alls kyns skýrslugerð og upplýs- ingasöfnun, sem þeim haföi verið gert skylt að sinna með samningum er gerðir vom um seinustu aldamót. Það er baga- legt, því mikil efúrspum er nú eftir lambakjöti víða um heim. Sara er 22 ára að aldri og hún stundar nám við Háskól- ann á Sauðárkróki og á að út- skrifast í sumar. Háskólinn þar er starfræktur í samvinnu við Háskólann á Akureyri, en er einnig í góðum tengslum við háskóla á vesturströnd írlands og í því er sérstaða hans fólgin. Hluta af náminu er hægt að stunda erlendis og erlendir nemendur koma einnig til Sauðárkróks. Þannig eykst víð- sýni nemenda og íslensku nem- amir fá fúllkomið vald á enskri tungu, sem er afar þýðingar- mikið þegar sækja þarf um starf að námi loknu, hvort heldur er hér heima eða erlend- is. Söm líkar vel í þessum há- skóla, en hún hlakkar einnig til að ljúka náminu og fara í sum- arlanga heimsreisu nteð vin- konum sínum. Þessi ferð kom upp í huga hennar við morgun- verðarborðið og hún gat ekki varist brosi, enda höfðu þær stöllurnar margt á pijónunum. Að loknum morgunverði ók Sara til Sauðárkróks. Stundum tók hún almenningsvagninn sem rann hljóðlaust þessa leið á klukkutíma fresti, en í dag þurfti hún á bílnum að halda. Hún passaði sig á því að fara ekki yfir 110, því að lögreglan fylgdist með því að ekið væri á löglegum hraða. Þegar Sara kom að skólan- um hitti hún þar Fjólu vinkonu sína ffá Skagaströnd, en hún keyrði á milli yfir Þverárfjall og var fljót í ferðunt, enda pass- aði Fjóla ekki eins vel uppá há- markshraðann, ekki síst er hún renndi niður ávalar hlíðar fjallsins á beinum og breiðum vegi. Þær gengu saman inn í hús- ið að Ártorgi 1 og tóku lyftuna upp á áttundu hæð, en þar er Háskólinn í leiguhúsnæði Kaupfélags Skagfirðinga. Þar er í hverri stofú öflugur fjar- kennslubúnaður, sem tengdur er við samstarfsskólana, en einnig er hægt að taka þar inn fyrirlestra frá háskólum víða að úr heiminum. Það er einnig hægt að velja fyrirlestra á net- inu og skiptir þá ekki máli hvaða tíma dagsins nemandinn velur til námsins. Auk þess er gífúrlegt magn af námsefúi í farsímunum, sem enginn getur án verið. í hádeginu fengu vinkon- umar sér létta grænmetisrétti í kringlu hússins, sem er gler- hýsi á efstu hæð. Þar er dásam- legt útsýni um allan Skaga- fjörð, yfir Sauðárkrók og eyj- amar sem standa eins og varð- menn úti fyrir landi, og breytast ekki ffemur en fjallahringurinn sem umfaðmar héraðið. Söm fannst vænt um það sem fyrir augu bar, og hún velti því stundum fyrir sér, af hveiju það væm ekki fleiri en 5000 íbúar í þessu héraði, sem hefúr uppá svo mikið og margt að bjóða. Síðastliðin 3-4 ár höföu að vísu margir útlendingar flust hingað norður, en ásókn þeirra til Is-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.