Feykir


Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 3

Feykir - 25.04.2001, Blaðsíða 3
15/2001 FEYKIR 3 Brautryðjendaverðlaunlðntæknístofnunar ísgel á Hvammstanga fyrír kælivörur Starfsmenn Iðntæknistofn- tæknistofunar. unar héldu fyrir nokkru fund í ---------------- Varmahlíð þar sem þeir kynntu starfsemi stofnunarinnar og veittu einnig verðlaun fyrir brautryðjandastarf. Verðlaunin féllu í hendur Isgels á Hvammstanga sem framleiðir gelpoka til kælingar á fersk- fiski til útflutngins og kæli- og hitagelspoka til notkunar í heilsutengdri starfsemi. A myndinni eru þær Fríða Pálmadóttir og Guðfinna Ingi- marsdóttir hjá ísgeli að taka við viðurkenninunni frá Hall- grími Jónassyni forstjóra Iðn- Bræður á palli á „Andrés" Skíðamenn frá Tindastóli stóðu sig vel á Andrésar andar- leikunum á skíðum í Hlíðar- fjalli um síðustu helgi. Um 20 þátttakendur voru frá Tindastóli í alpagreinum og stóðu þeir sig mjög vel þótt þeir ynnu ekki til verðlauna. Göngumennirnir tveir úr Tindastóli komust báð- ir á verðlaunapall og stóðu sig frábærlega. Það eru bræðumir Sævar og Gunnar Birgissynir. Sævar, sem var nú að keppa i síðasta sinn á Andrésarleikum sigraði í báð- um göngunum, en gengið er bæði með hefðbundinni aðferð og svokölluðu skautataki, frjálsri aðferð. Sævar hefur átti í harðri keppni við Sigmund Jónsson Olafsfirðing um tíðina, sem einnig er mjög öflugur göngumaður. Sævar var mun betri í þetta sinn, sigraði t.d. með 45 sek. mun í 2,5 krn göngu með hefðbundinni að- ferð og vakti göngutækni Sæv- ars óskipta athygli eldri og reyndari göngumanna í Hlíðar- fjalli. Það kórónaði síðan þenn- an góða árangur Sævars að í verðlaun hlut hann þátttökurétt og ferð á Holmenkollenleikana Göngugarparnir Gunnar og Sævar Birgissynir ásamt Andrési önd í Hlíðarfjalli. næsta vetur, sem er draumur hvers upprennandi skíðamanns, en þar taka þátt á annað þúsund krakkará aldrinum 12 og 13 ára. Gunnar bróðir Sævars sem ennþá er aðeins sex ára, en hef- ur óbilandi sjálfstraust í göngu- brautinni, varð annar í flokki átta ára og yngri í göngu með hefðbundinni aðferð, en þriðji með skautatakinu, sem er mjög góður árangur hjá ekki eldri göngumanni. Fjölmenn hópslysaæfing á Alexandersflugvelli Það verður mikið að gerast á Alexanders- flugvelli nk. laugardag þar sem sviðsett verð- ur flugslys og fram fer hópslysaæfing Flug- málastjómar. Allir neyðarþjónustuaðilar á svæðinu taka þátt í æfingunni, líklega hátt í 150 manns fyrir utan sjálboðaliða í hópi flugáhafnar sem verða um 50 talsins. Samkvæmt upplýsingum Óskars Óskars- sonar slökkviliðsstjóra formanns Almanna- vama í Skagafirði er mikill undirbúningur að baki æfingarinnar. „Við leggum mikla áherslu á að þessi æfing skilji sem mesta þekking eftir hjá okkar fólki. Það er mjög gott að fá þetta toppfólk að sunnan”, sagði Óskar en um 30 manna hópur kemur að sunnan til að leiðabeina við stjórnun æfingar og veita fræðslu. Segja má að æfingin hefjist á fimmtudagskvöld þegar vinnuhópar koma saman. Þá um kvöldið og einnig á föstudags- kvöld verða haldin ffæðsluerindi í bóknáms- húsinu sem opin eru almenningi. gæla við landbúnaðinn enda formaður landbúnaðamefndar, en svo kom Guðný og fjallaði um þau mál. Hjálmar kvaðst sannfærður um það að þjónust- an að svæðinu mundi haldast ef fólkinu mundi ekki fækka. Og íjölgun íbúa byggðist ekki síst á því að unga fólkið sem hefði farið í burtu á undanfömum árum skilaði sér heim aftur. í salnum, sem var býsna þéttskip- aður, sagðist hann einmitt sjá þarna marga foreldra sem ættu böm sem hefðu yfirgefið svæð- ið, vonandi skiluðu þau sér til baka. Það var Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar Skaga- fjarðar sem var síðasti frum- mælandinn. Sagðist hafa búist við því og til að þylja ekki sömu hlutina og hinir fann hann þá lausn, sem blaðamanni og fleimm fannst alveg brásnjöll og virkilega skemmtilega að verki staðið hjá Gísla, en hann sarndi smásögu er birtist í heild sinni í blaðinu í dag. Ráðstefnustjóri var Knútur Aadnegaard. MARKAÐSREIKNINGUR BUNAÐARBANKANS Hefurðu kynnt þér kosti markaðsreiknings Búnaðarbankans? Lágmarksinnistæða er 500 þúsund. Hvert innlegg er bundið í 10 daga. Innistæða ber vexti í samræmi við upphæð innistæðu á hverjum tíma. Af 0,5 milljónum 10,32% Af 1,5 milljónum 10,57% Af 3,0 milljónum 10,82% Af 20 milljónum og yfir 11,07% MARICAÐSREIKNINGUR trvggir þér góða vexti. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS HF ÚTIBÚIÐ Á SAUÐÁRKRÓKI Afgreiðslurnar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.