Feykir


Feykir - 12.12.2001, Qupperneq 2

Feykir - 12.12.2001, Qupperneq 2
2 FEYKIR 43/2001 Kveikt var á jólatréinu á Kirkjutorgi á Króknum sl. laugardag. Sem fyrr voru það frændur okkar í Noregi sem sendu tréð og voru rausnarlegir sem fyrr, þó að meter brotnaði afan af því í rokinu aðfaranótt laugardagsins, þá er það samt alveg nógu hátt. Byggðasaga Skagafjarðar komin út Nú er komið út annað bindi Byggðasögu Skagafjarðar. j þessari bók er fjallað í mjög ítar- legu máii um hinn gamla Staðar- hrepp og Seyluhrepp sem saman telja 106 býli. Er lítill vandi að gleyma sér við að glugga í bókina sem er mjög fróðleg og skemmti- leg. Nokkur umsögn er einnig um báða hreppana í bókinni. í texta og myndmáli er fjallað um hveija einustu jörð sem í ábúð hefur verið einhvern tíma síðast- liðin 220 ár. Gefin lýsing á jörð- inni, getið bygginga og birt tafla yfir fólk og áhöfn jarðanna á tímabilinu 1703-2000, yfirlit um eignarhald á síðari tímum og tals- verð söguleg umfjöllun allt frá því jörðin kemur fyrst við heimildir. Lýst er öllum fornbýlum og selj- um sem tengjast einstökum jörð- um og þau staðsett með GPS- staðsetningartæki. Rík áhersla er lögð á myndefni, meginhluti þess í litum, litmynd af hverri jörð eins og hún lítur út um þessar mundir, mynd- ir af núverandi ábúendum, auk gamalla og nýrra mynda er sýna atvinnuhætti, örnefni og gamlar byggjngar svo sem gömlu torfbæ- ina. Ábúendatal fylgirhverri jörð á tímabilinu 1781 -2000 og drjúg- ur hluti bókarinnar er áhugavert innskotsefni sem tengist jörðun- um: þjóðsögur, vísur eða frásagn- ir af fólki og atburðum. Sólardansinn Fáum hefúr auðnast að sjá sól- ardansinn, enda er hann flestum mennskum augum ofviða fyrir biitu sakir og ljóma. Ólafúr Guð- mundsson (1817-1893) sem lengi bjó í Litluhlíð í Vesturdal sá sólar- dansinn. Hann ólst upp í Valadal og eitt sinn er hann var nýlega fermdur gekk hann árla páska- dagsmorguns upp á Valadalshnjúk í fögru veðri og heiðskíru. Þaðan sá hann sólina dansa við fjalls- brúnina er hún rann upp fyrir Blöndudalsfjöllin. „Gat hann ekki orðum að komið hve dansinn hefði verið fagur og ljómandi. En aldrei fékk hann augu sín heil síð- an.” Kœru Sldáfirknmr . cg nœmeitamenn! FORLAGIÐ lAUOAVtOIK LZ m leú cg vú cshim yláur /jlekle^ra jcla y J/áhim dcðdr vútchir d liktum árum íjjcóum VÍÍ yllur dÚ eifld með chkur bclchtiincl í Mitydrh jimmtud. 13. ch. hl. 21.00. Lesið verður úr bókinni, sungin lög af nýja diskinum. Bókabúð Brynjars selur bókina á staðnum. Geisladiskurinn verður til sölu Við áritum ef óskað er. Alftagerðisbrœður Gisli, Oskar, Pétur og Sigfiis Söngveisla Sunnudagskvöldið 25. nóvember voru stórtónleik- ar í Miðgarði. Þar komu frant tenóramir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Sigurjón Jóhannesson, undirleik annaðist Ólafúr Vignir Albertsson. Sigurjón er Skagfirð- ingum að góðu kunnur, en hann er sem kunnugt er ættaður frá Víðimel og hef- ur komið fram sem ein- söngvari við ýmiss tæki- færi hér í héraði á liðnum ámm. Báðir hafa þeir Jó- hann Friðgeir og Sigutjón stundað söngnám um ára- bil innanlands og utan, nú síðustu árin á Italíu. Skemmst er af að segja, að þetta voru hinir glæsi- legustu tónleikar í alla staði, enda vel til þeirra vandað. Á söngskrá vom einvörðungu íslensk lög, gömul og ný, íslenskar söngperlur, sem flestir landsmenn þekkja og hafa tekið ástfóstri við. Alls vom á efnisskránni 25 lög, sungu þeir 10 lög hvor og 5 tvísöngslög (dúetta). Fyrsta lagið á efnis- skránni var dúettinn „Á vegamótum” við lag Ey- þórs Stefánssonar, en alls áttu skagfirsku tónskáldin Eyþór, Pétur Sigurðsson og Jón Bjömsson fimm lög á söngskránni. Sigurjón Jóhannesson hóf einsönginn með hinu ljúfa lagi, Lindin eftir Ey- þór Stefánsson, en síðan komu perlumar hver af annarri, Vor, Draumalandið og Gígjan, öll í vönduðum flutningi. Ekki fer á milli mála að Sigmjón heíúr tek- ið verulegum framfömm á söngbrautinni síðustu árin og sýndi það ótvírætt á þessum tónleikum, að hann er kominn í hóp okkar bestu einsöngvara. Hann hefur fallega rödd og nýtir hana af smekkvísi. Þá sté á svið Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Jó- hann Friðgeir er nú þegar þekktur söngvari og hefúr m.a. haldið nokkra ein- söngstónleika hér á landi. Hann hefur gríðarmikið raddsvið, sem hann beitir af krafti og kunnáttu. Fyrsta lag hans var Sprett- ur við lag Sveinbjarnar Sveinbjörnssonar. Má segja að síðan kæmi hvert í Miðgarði lagið öðru glæsilegra í flutningi, lög eins og Bik- arinn, lag Eyþórs Stefáns- sonar, Sjá dagar koma lag Sigurðar Þórðarsonar og I fjarlægð eftir Karl Ó. Run- ólfsson. Síðasta ein- söngslag Jóhann Friðgeirs var Hamraborgin lag Sig- valda Kaldalóns, sem hann söng við mikinn fögnuð á- heyrenda. Dúett sungu þeir Jóhann Friðgeir og Siguijón í fjór- um lögum auk upphaf- slags, Ég sé þig aðeins eina lag Áskels Jónssonar og lag Jóns Bjömssonar, Þú varst mitt blóm. Tvö tví- söngslög urðu þeir að end- urtaka, Rósina, hið þekkta lag Friðriks Jónssonar frá Halldórsstöðum og Töfra söngsins lag Björgvins Þ. Valdimarssonar við texta eftir Skagfírðinginn Bjama Konráðsson, fallegt lag, sem í rauninni var verið að frumflytja við þetta tæki- færi. Aukalag kvöldsins var hið undurfallega jóla- lag, Ó helga nótt, sem þeir félagar sungu saman við frábærar undirtektir. Má segja að það hafi verið punkturinn yfir i-ið á þess- ari góðu söngveislu. Síst má gleyma þætti undirleik- arans Ólafs Vignis Alberts- sonar, sem dyggilega studdi söngvarana i flutn- ingi þeirra. Miðgarður var þéttset- inn áheyrendum þetta kvöld. Létu menn óspart hrifningu sína í ljós með því að standa upp og ætlaði lófataki seint að linna. Til- gangurinn með þessum fáu línum er að þakka þeim Jó- hanni Friðgeiri, Siguijóni og Ólafí Vigni fyrir ógleym- anlega kvöldstund í Mið- garði og óska söngvumn- um velfamaðar á áffam- haldandi listabraut. Ólafur Þ. Hallgrímsson. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Síinar: 453 5757 og 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þóihallur Ásmundsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guðbrandsson, Sæmundur Henuannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Amason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað meö vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hx ítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.