Feykir


Feykir - 12.12.2001, Side 6

Feykir - 12.12.2001, Side 6
6 FEYKIR 43/2001 Hagyrðingaþáttur 329 Heilir og sælir lesendur góðir. Gaman er að byrja þáttinn að þessu sinni með fallegri vísu eftir hina snjöllu hestakonu Önnu Eggertsdóttur ffá Steðja. Þó að mitt sé bogið bak og brostin allri rænu. Heyri ég ennþá hófatak í heiðinni minni grænu. Eins og margir vísnaunnendur ör- ugglega vita var Anna snjöll hestakona og hefur í gegnum tíðina gert margar snjallar vísur. Eftir að fella varð uppá- halds reiðhest, verður þessi til. í litlum bæ við lágan hól liggur brotinn hnakkur. í fjóluhvammi ífið og skjól fann ég loksins Blakkur. Trúlega hef ég birt áður í þessum þáttum þessa kunnu vísu Önnu. Fer ég nú að fara á bak fáðu þér snafs á meðan. Eftir svona andartak er ég farin héðan. Okkar ágæti Dagbjartur á Refsstöð- um sendi Önnu eitt sinn hangikjötslæri með eftirfarandi vísu. Svona fyrir gamalt gnn sem gikt og elli hamla. Eigðu þetta Anna mín Eggertsdóttir gamla. Nú í haust birti ég vísu eftir Ólaf Aka sem ég óskaði eftir nánari upplýs- ingum um. Ekki gengur vel að ná í þær að öðru leyti en því að hann mun hafa verið um tíma vinnumaður í Ási í Hegranesi. Kona á Sauðárkróki sem lýsir yfir ánægju sinni með þáttinn okkar sendi mér vísur um gömlu mánaðaheitin sem trúlega eru omar nokkuð aldraðar. Mörsugur á miðjum vetri markar spor í gljúfrasetri, þorri hristir fannafeldinn fnæsir í bæ og drepur eldinn. Góa á til grimmd og blíðu gengur í éljapilsi síðu. Einmánður andar nepju öslar snjó og hendir krepju. Harpa vekur von og kæti vingjamleg og kvik á fæti. Skerpla lífsins vöggu vaggar vitjar hreldra, sorgir þaggar. Sólmánuður ljóssins ljóma leggur til og fliglahljóma. Heyannir og hundadagar hlynna að gæðum ffóns og lagar. Tvímánuður allan arðinn ýtum færir heim í garðinn. Haustmánuður hreggi grætur hljóða daga, langar nætur. Gonnánuður grettið tetur gengur í hlað og leiðir vetur. Ýlir ber, en byrgist sólin brosa stjörnur, koma jólin. Gaman er að orðanna hlóðan í þess- um snyrtilegu upplýsingum og verður undirritaður að játa að ekki var til i hans haus öll nöfnin á þessu tímatali. Þrátt fyrir að nú sé ekki enn farið að styttast í næstu göngur eftir almanakinu freistast ég til að gleðja okkur með þessari ágætu vísu Halla á Kringlu sem er eins og þið sjáið ort i göngum. í göngunum oftast er örlítið hýr því áfengið taugamar styrkir. Hallgrimur Kristján á Kringlunni býr kjaffar syngur og yrkir. Á eftir þessum einfalda sannleika er gaman að leita til Sigurðar Óskars Páls- sonar sem frægur er fyrir snjallar limr- ur. Guttormur alvömgefni er góð talinn búa við efni en aldrei þó hlær þar um eiður mun sær en sagður er glotta í svefni. Önnur limra kemur hér úr búi Sig- urðar. Skafta nefndu menn Skrekk út af skrambi meinlegum hrekk er gerði hann Línu að gamni sínu á gjögtandi legubekk. „Ertu nú kornin hér að og ég sem lógaði þér í haust’’, sagði bóndi nokkur við rollu sem hann hitti á hreppaskil- um. Um svipaðan atburð mun Sigurð- ur Óskar hafa ort næstu limru. Runki var rati hinn mesti þótt ráðsmaður yrði hjá presti. Yfir það aldrei samt gréri er hann fyrir þrítuga meri kálaði kynbótahesti. 1. desember sl. kom Karlakór Kjal- nesinga hér norður og flutti afbragðs- góða söngskrá í Húnaveri. Einn af mörgum gleðimönnum i þeim félags- skap komst svo að orði við komuna í Húnaver. Hér er mættur karlakórinn Kjalnesinga með talsvert marga tónsnillinga að tralla fyrir Húnvetninga. Það er Guðmundur Guðlaugsson sem þar talar. Að lokum gott að fá eina snjalla effir Jakob Jónsson á Vannalæk. Kórar eru í öllum messum ómissandi, hins vegar er hægur vandi að hafa prest á segulbandi. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Undir borginni á degi íslenskrar tungu Hugleiðing Einhvemveginn er það svo, að á síðari árum hefúr dregið talsvert úr góðum töktum þjóð- legrar hnyttni og snjöll tilsvör berast ekki lengur um landið á vængjum eins og löngum áður. Það er eins og menn hugsi nú- orðið minna áður en þeir tala og velji orðum sínum lakari stað fýrir vikið. Ef til vill er líka flæðið erlendis frá orðið svo mikið að þjóðleg íslensk kímni fær ekki borið sitt barr. Ung- dómurinn er farinn að hugsa að hluta til á ensku og honum eru nærtækari hrá orðatiltæki úr er- lendum sjónvarpsþáttum en ís- lensk snjallyrði. Ög svo er það líka staðreynd að í seinni tíð er ekki mikið um það að menn mæli snjallyrði á því ástkæra og ylhýra máli sem hefúr þó feng- ið 16. nóvember ár hvert út- nefndan sem sinn höfúðdag. Það er enginn Jónas Hallgríms- son til staðar í dag sem yrkir kvæði af hreinni, náttúrulegri íslenskri snilld og heldur ekki neinn Jónas frá Hriflu sem skrifar pólitískar greinar af þeim krafti og skilningi sem nær til hugsunar hvers lifandi manns. Meðalmennskan ríkir í menningarsölum þjóðarinnar um þessar mundir og þó aug- lýsingamennskan sé meiri en nokkru sinni fýrr, dugir hún enganveginn til þess að þjóðin taki einhvern hinna mærðu menningarklíku-alikálfa sér að hjarta. Það skiptirengu þó talað sé hástemmdum orðum um á- gæd slíkra innanbúðar-snillinga - þjóðin lætur sér fátt um finn- ast. Og íslensk orðsnilld er í lægð. Og þó uppskrúfaðar bók- menntablækur leggist í víking og Bjarmalandsferðir til að vinna sér orðstír fýrir frumleg- heit, reynist sérhver fæðing andvana því ekkert er nýtt und- ir sólinni. Allt sem menn eru að reyna að segja í dag með tilþrif- um hefúr verið sagt áður með miklu meiri tilþrifúm. Endur- tekning sem skilar nýjum blæ- brigðum máls og menntar getur þó haft sín áhrif og því er sagt að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. En þær endurtekningar sem heyrast í menningarsölum þjóðarinnar nú til dags eru svo fjörlausar og fábrotnar að þær lifa ekki af augnablikið sem tekur að bera þær fram. En samt er auglýsingamennskan svo yf- irgengileg og hagsmunagæslan í menningarfjósinu svo sterk, að fýrir slík stílbrot málsins er krafist aðdáunar og fúllyrt að um ffumleika skapandi hugsun- ar sé að ræða. Það er sagt að menn séu að framleiða áleitin verk og þeir séu með sverð í munni. En meinið er að þjóðin gerir ekkert með þessa „snillinga” og tekur ekki við fagnaðarerindi þeirra. En sumir slíkir dægurhöfúndar hafa setið í áhrifastöðum til lengri tíma og njóta því lofs þeirra menningarskrifara sem sjá hag sinn vænstan í því að tryggja innheijastöðu sína í menningarklíkunni. En íslensk menning vex ekki af slíkum rót- um. Hjartalaus kveðskapur. án ríms og stuðla, hefur í röska hálfa öld setið um þjóðarsál ís- lendinga og reynt með öllum ráðum að bijótast inn í það allra helgasta, en án árangurs. Þó hann hafi náð völdum í forgarði musterisins, er nú fúllljóst að hann kemst ekki lengra áleiðis og sigurvon áhangenda rím- leysunnar fer dvínandi. Atómskáldin fýrstu eru að deyja eitt af öðru og sár 'von- brigði hafa sett mark sitt á líf þeirra flestra. Ævistarf þeirra virðist í raun hafa verið helgað ókunnum guði sem átti ekki neina samleið með íslenskri þjóðarsál. Og dagur íslenskrar tungu getur á tímum ábyrgðarlausrar auglýsingamennsku, blindrar hagsmunagæslu og andlegrar skynvillu, orðið forsenda menn- ingarlegs slyss. Fyrir skömmu var heiðraður á þeim degi, fýrir framlag sitt til íslensks máls, maður sem hefði aldrei komið þar til álita, ef hann hefði ekki átt sína að í voldugum menn- ingarklíkum og setið í bekk í menntaskóla með menningar- málaráðherranum sjálfúm. Svo er komið virðingu ís- lenskrar tungu að jafnvel þeir sem eiga að vera til þess kjöm- ir að hlífa henni, ganga fram í því að setja hana niður í svaðið. En íslensk tunga sem talar lýrir munn þjóðarsálarinnar, er það mál sem á að hljóma í byggð- um þessa lands. Verum minnug þess og sýnum máli okkar þá tryggð sem er heilbrigð og holl. Hugsum á íslensku en ekki ensku og skundum, andlega tal- að, á Þingvöll en ekki til Brussell. 16. nóv. 2001 Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.