Alþýðublaðið - 09.12.1919, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
SkipstjdriDD, sei viltist.
Fyrir nokkru kom allsniðugt
múrskip (steypt. eins og hús) til
Randers í Danmörku. Skipstjóran-
um pótti fögur sigling inn fjörð-
inn, en af þvi að hann var Norð-
maður og mun hafa dottið Harð-
angursfjörður í hug, sagði hann
státinn mjög: „Ja, men kom til
Norge, Far!“ En svipurinn fór
heldur af honum, er hann við að
athuga skipsskjölin sá það, að
hann hafði vilst heldur illilega.
Hann átti sem sé alls ekki að
fara til Randers, heldur til Nörre-
Sundby.
+
■ViOrinið!
(Aðsent j
Jakob Möller, Bjarni frá Vogi,
Einar Arnórsson og Sigurður frá
Fióagafli eru að burðast með ein-
hvern nýjan flokk, sem eigi að
frelsa föðurlandið íslenzka úr hinni
miklu hættu, sem steðjar að því
frá fossafélögunum erlendu, Island
og Titan. Bjarni, sem altaf er að
burðast ineð sjálfan sig, bæði á
fundum og annarsstaðar, ætlar að
reyna að endurvekja Sjálfstæðis-
félagið gamla, sem drapst úr hor
og bráðapest 1915, þvi þar er
hann formaður. Eg býzt við því,
að illa gangi að vekja upp hor-
grindina til nýs og betra lífs, því
ekki var dauðdaginn svo göfugur.
Látum þetta nú vera, Bjarna er
ekki ofgott að hóa saman nokkr-
um Langsurum með Brynjólfi
Björnssyni, en flokkurinn, sem
stofna á uppúr þessu, er ærið
skringilegur og vel samboðinn inni-
lokunarpostulanum, sem kaus Ja-
kob Möller og Jón Magnússon.
Þeir höfðu þau orð á klíkufund-
inum í Bárunni nú á dögunum,
að eiginlega væri þeim sem í flokk-
inn gengju guðveikomið og heim-
ilt að kjósa hverja sem þeim þókn-
aðist við kosningar, þá væru þeir
ekkert bundnir við stefnu flokks-
ins. Skyldi það ekki standa í sam-
bandí við það, að sjálfstæðisskáld-
ið kaus Jakob og Jón, og Jakob
sjálfan sig og íslandsfélagsum-
boðsmanninn, Svein Björnsson?
En hvernig lízt þeim Sjálfstjórn-
armönnum á trygð prófessorsins,
sem hálfum mánuði fyrir klíku-
fundinn var launaðnr til að mæla
með Jóní Magnússyni?
Af þessu og ýmsu öðru vildi eg
beina því til Bjarna frá Vogi, að
ekki væri úr vegi, að flokkurinn
hans fengi það nafn sem bezt á
við hann, nefnilega Viðrinið.
P. Guðmundsson.
Sitt hvað úr
sambandsríkinu.
X-ið sem borar.
í Danmörku hefir undanfarin 3
ár mikið verið talað um innbrots-
þjóf einn, sem nefndur hefir verið
„det borende X", eða X-ið sem
borar. Hver hann er veit enginn,
því ennþá hefir ekki náðst í hann.
Nýlega braut hann upp peninga-
skápinn á pósthúsinu í Holbæk,
og stal þar 53 þús. kr. í pening-
um. Hefir lögreglan nú heitið
1000 kr. þeim, sem gæti gefið
þær upplýsingar er leiddu til þess
að maðurinn yrði tekinn höndum.
Alls hafa verið framdir um 25
innbrotsþjófnaðir siðustu 3 árin,
sem kend hafa verið „X“-inu, og
eru það alt peningaskápsþjófnaðir,
æfinlega framdir á tímabilinu frá
laugardagskvöldi til mánudags-
morguns. Inn í húsin þar sem
hann stelur fer hann með fölsk-
um lyklum, en peningaskápana
opnar hann með rafmagnsbor.
Símskeyti.
Kliöfn 8. deo.
Wilson.
Frá New-York er símað, að
blaðið New-York-Herald hafi það
eftir friðarráðstefnumönnum, að
Wilson muni ófær til að skifta
sér af alþjóðamálum. Lansingtek-
ur að sér að reka stjórnmál Banda-
ríkjanna.
Indland.
Frá London er símað, að Neðri
málstofan hafi samþykt stjórnar-
lög Indlands án breytinga.
Hlutleysi Belgín.
Frá París er símað, að Banda-
menn ábyrgist hlutleysi Belgíu
í 5 ár.
Rúmenar láta nudan.
Rúmenar hafa samþykt breyt-
ingar Bandamanna.
Pýzkalandi sett ný skilyrði.
Bandamenn hafa samþykt nýja
orðsendingu til Þjóðverja.
Lettar og Bolsivikar.
Frá Dorpat er símað, að ekkerfc
vopnahlé sé samið milli Letta og
Bolsivíka. Bolsivíkar krefjast frið-
ar strax. Pó hefir verið skifst á
friðartilboðum. Sendinefnd Eystra-
saltsríkjanna í Finnlandi bíður.
-Pjóðverjar rétta við.
Frá Berlín er símað, að þjóð-
megunarráðherrann Schmidt hafi
lýst yfir, að framleiðslan nálgist
það, sem var fyrir stríðið.
Xoli konnngur.
Eftir Upton Sinclair.
(Frh.).
Hallur vissi að fjallaloftið á
þessum stöðvum var frægt orðið
fyrir rakaleysi sitt. Nú fékk hann
að vita, að sá eiginleiki náttúr-
unnar, sem var heilsubót sjúkl-
ingum um heim allan, var dráps-
meðal, þeim sem unnu að því,
að afla sjúkum hita. Þegar þessu
lofti var dælt með hinum geysi-
stóru loftdælum í gegnum námu-
gangana, þurkaði það hvern snefil
af raka og lét eftir sig svo þykt
lag af skraufþurru kolaryki, að
hinar agalegustu sprengingar urðu
í námunni, einungis vegna þess,
að skófla nérist við kolin. Þarna
var orsökin til þess, að náma
þessi drap fleiri menn, en allar
hinar námurnar í landinu.
Yar ekkert ráð við þessu?
spurði Hallur einn múlrekan, Tim
Rafferty, kvöldið eftir ferðina með
Cho. Svo var það áreiðanlega,
sagði Tim, lögin skipuðu svo fyrir,
að vökva skyldi námuna með
tígulsteinsmylsnu, og Tim mundi