Feykir - 23.01.2002, Side 6
6 FEYKIR 3/2002
Hagyrðingaþáttur 331
Heilir og sælir lesendur góðir.
Fyrsta málsgrein í þessum þætti
skal vera afsökunarbeiðni vegna mis-
taka sem ég mun liafa gert á síðasta ári,
er ég eignaði Önnu Eggertsdóttur á
Steðja vísuna: Fer ég nú að fara á bak.
Áttaði ég mig fljótt á því að ekki
væri þar farið með rétt mál, en fékk
ekki sannar upplýsingar um réttan höf-
und, fyrr en nú þegar nálgaðist þorrinn.
Höfundur vísunnar er Þorvaldur Jós-
efsson sem eftir því sem ég best veit
mun hafa verið síðasti bóndinn í
Sveinatungu í Norðurárdal.
Gaman er að fá hér næst tvær vísur
eftir Þorvald sem eru í svipuðum dúr
og sú sem um er rætt.
Gamla Rauð ég muna má
mér hann skemmti að vonum.
Skyldi ég aldrei aftur fá
annan líkan honum.
Er hann rennur gróna grund
geislar streyma hlýju,
þá ég löngu liðna stund
lifði upp að nýju.
í síðasta þætti var ég svo heppinn að
eiga í minum fórum til birtingar nokkr-
ar vísur eftir okkar góða Jakob á
Varmalæk. Hafa nú tryggir lesendur
þáttarins haft samband og þakkað fyr-
ir það gaman, og jafnframt látið mér í
té tvær vísur eftir Jakop sem ég kunni
ekki áður.
Við Kröflu er unnið í ergi og grið
menn eflast við hveija raun.
Svo mannvirkin verði i tæka tíð
tilbúin undir hraun.
Víxluhátíð var haldin á Hesti í
Borgarfirði vegna fjárhúsa sem þar
voru nýbyggð.
Háreist er það húsið splunkunýja
sem höfðingarnir ætla að fara að
vígja.
Ber í flestu af fjárhúsunum sem
forðum voru reist i Betlehem.
Guðbrandur Guðbrandsson heyrði
sagt ffá að Guðni landbúnaðarráðherra
hefði kysst kú, jafnframt var ráðherra
gert að ákveða hvort leyfður yrði inn-
flutningur á norskum fósturvísum.
Guðni undir gráum feldi
gerist varla heillaráður.
Kúna honum Satan seldi
svona gerði Júdas áður.
Guðbrandur horfði á frækt viðtal i
sjónvarpi á síðastliðnum vetri.
Endalaus þar ólgan gaus
algert raus og kliður.
Össur fraus er frúin kaus
að falla á hausinn niður.
Það er piparsveinninn Helgi Björns-
son á Snartarstööum í Borgarfirði sem
yrkir svo um líf einsetumannsins.
Einlífið mér aldrei bregst
óspart kýs ég það að lofa,
óðara ég útaf leggst
alltaf má ég fara að sofa.
í nóvember sl. birtist á forsíðu Feyk-
is mynd frá fúndi sem haldinn var á
Sauðárkróki um svokallað rafveitumál.
Þegar Gisli Geirsson bóndi á Mosfelli í
Svínadal hafði tekið á móti póstblaðinu
varð til eftirfarandi vísa.
Eitthvað fyrir augu bar
líkt ullarlausu kindinni.
Hausinn á Bjarna Haraldar
var hafður ffemst á myndinni.
Sigmundur Jónsson á Vestari - Hóli
hlustaði eins og fleiri á áramótaávarp
forsætisráðherra. Fannst honum ráð-
herrann lítið tala um ríkisstjórnina og
stjómmál, en þeim mun meira um Lax-
nes og Björk.
Nóbelsskáldið nefndi off,
nuddaði sér við Bjarkar kinn.
í honum var lítið loft
lekið hefúr ventillinn.
Sú tíðindi voru sögð í fréttum að í
ffamtíðinni væri áætlað að láta hverja
kú fá kennitölu. Um þær fréttir yrkir
Sigmundur svo.
Görnlu kúnni geðjast best
að grænum fögrum balanum.
Kannski mjólkar kýrin mest
með kennitölu í halanum.
Maður sem Sigurður heitir kom til
Sigmundar og bað hann um sauðatað,
til að nota við gróðursetningu tijá-
plantna. Sigmundur orti.
Má nú hafa af mörgu brúk
minn er auður slíkur.
Sigga vantar sauðakúk
sá er ekki ríkur.
Jóhann Kristjánsson ffá Bugðustöð-
um var eins og margir vita snjall hag-
yrðingur. Eftir hann er þessi visa.
Einn ég vaskan á hér hest
ei sem braska nenni.
Við hann taska vel er fest
vist er flaska í henni.
Önnur vísa kemur hér eftir Dala
Jóa.
Alltaf geta glaðlynd fljóð
gefið manni efni,
til að yrkja ástarljóð
upp úr fasta svefni.
Að lokum ein ágæt eftir Móskóga
Stebba.
Ég þekki lífsins skúra skil
skugga og geisla bjarta.
Hef þó ekki hingað til
haft þann sið að kvarta.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Að hugsa til framtíðar
Nýverið, nánar tiltekið
Laugardaginn 19. janúar2002,
fór undirritaður á fund sem
Fijálslyndi flokkurinn hélt í Ó-
lafshúsi á Sauðárkróki. Þetta er
svo sem ekki í ffásögur færandi,
alltaf verið að halda fundi og
ræða lands- og sveitarstjórnar-
mál í það óendanlega. Því mið-
ur virðist þó svo að í fæstum til-
vikum fara orð og efndir sam-
an. Þó verð ég að segja að mér
finnst að Frjálslyndi flokkurinn
hafi með stefnumálum sínum
og í umræðum reynt að koma
ffam réttlætismálum sem höfða
til meginþorra þjóðarinnar þó
vissulega hafi þeir ekki haft er-
indi sem erfiði. Má segja að
þessu tilfelli að batnandi mönn-
um sé best að lifa.
Ástæðan fyrir þessum skrif-
um er þó ekki að mæra þennan
flokk heldur að koma aðeins
inn á mál sem skipta okkur
Skagfirðinga verulegu máli,
Villinganesvirkjun. Á fúndinn
mætti Magnús Sigmundsson,
ffkvstj. Hestasports og Ævin-
týraferða og ræddi um ferðamál
og eins og von og vísa var gerði
hann skilmerkilega grein fýrir
því sem á honum brennur.
Hjó ég eftir - og þótti leitt - að
hann sagðist vart þora að mót-
mæla Villinganesvirkjun, þrátt
fyrir að hún fyrirsjáanlega eyði-
leggi einn helsta vaxtarbrodd
ferðaþjónustu í Skagafirði,
bátasiglingarnar á Jökulsánum
og kippi þar með rekstrargrund-
vellinum undan fyrirtæki hans.
Magnús nefhdi að við hér hefð-
um ekki neina sérstöðu á ferða-
málum nema þessa og Jök-
ulsámar hefðu mjög mikla sér-
stöðu á íslandi að því er báta-
siglingunum viðkæmi.
Þegar heim kom eftir fund-
inn fór ég að skoða nánar marg-
nefúda Villinganesvirkjun og
þær áætlanir er henni tengjast.
Virkjunin er áætluð 33 MW og
áætlaður kostnaður árið 1999 er
3970 mill. króna. Miðað við
verðbólgu, framúrkeyrslu o.s.
ffv. má ætla að kostnaður verði
vart undir 5000 mill. króna í
dag. Þá er spurningin hvers
vegna á að virkja þarna? Gæti
þessi virkjun bjargað Eyjabökk-
um? Nei, örugglega ekki!
Skipta 33 MV einhveiju megin-
rnáli í raforkukeifinu? Ég held
ekki. Njótum við einhvers í
sambandi við þessa virkjun, ó-
dýrara rafmagns, vinnu við
uppbyggingu, vinnu við rekstur
eða einhvers annars? Varla svo
neinu máli skipti.
Virkjunin skapar bókstaflega
ekkert sem skilar sér til héraðs-
búa til framtíðar litið en
skemmir hins vegar stórlega
fyrir þróun ferðamála í Skaga-
firði um alla ffamtíð því engar
slíkar aðgerðir verða aftur tekn-
ar. Við eigum hins vegar aðra
orkugjafa á svæðinu sem eru
stórlega vannýttir og sem
mundu skila miklu meira til
íbúa svæðisins ef lagt væri fé í
þróun þeirra. Þar er um að ræða
heita vatnið sem er stórlega
vannýtt og svo vindorkan sem
nóg er af og nota mætti til raf-
orkuffamleiðslu.
Það hefúr alltaf undrað mig
að Danir sem búa í landi þar
sem nánast alltaf er logn (mið-
að við ísland), rannsaka og nýta
vindorku í verulegum mæli og
virðast hafa ágætt út úr því! Leit
á netinu leiddi í ljós að þar er
ekki stafkrók að finna um nýt-
ingu vindorku á íslandi. Fyrir
nokkrum árum var mikið fjall-
að um nýja og byltingarkennda
gerð vindmylla sem verið var
að þróa hér á landi. Var lagt fé í
þróun hennar en ekkert hefúr
síðan heyrst af þessu fyrirbæri.
Getur það verið að við verðum
alltaf að finna upp hjólið aftur
til að geta notað það? Sam-
kvæmt dönskum og amerískum
upplýsingum er kostnaður við
uppbyggingu vindmyllugarðs
sem ffamleiddi jafh mikla orku
og Villinganesvirkjun um 2000-
2500 mill. króna og kostnaður
við hverja kílóvattstund 5-10
kr/kWh/ár. Sambærilegur
kostnaður við Villinganesvirkj-
un er áætlaður 20,9 kr/kWh/ár
samkv. áætlun ffá 1999.
tal). Sú mæling er gerð í 3-4 m
hæð en vindmyllur eru 30 - 50
m háar og ekki ólíklegt að þar
sé vindur nokkru meiri. Lág-
marksvindur til raffnagnsffam-
leiðslu er 4 m/s og tvöfaldast
ffamleiðslanvið hvern m/s sem
við bætist. Ólíklegt er að vind-
Wind Energy
Significant Decline in Cost
3Bcentsin 1980
30
25
20
15
10
5
0
1981
Cosf of Wind Generated Electricity 1980 to 2005 levelized Cents/kWh.
15
l I 1 ° 8 8
nl ifl n [| i 5 4
J nrl 1 1 1 i i .
87
91
95
00 Projec
Meðfylgjandi mynd af Am-
erískum uppruna sýnir hvemig
kostnaður við ffamleiðslu
hverrar kWh hefúr minnkað s.l.
20 ár og er hún miðuð við raun-
hæfan kostnað fram til ársins
2000. Út á Skaga er flatlent og
sennilega jafnvinda. Þó ekki sé
um auðugan garð að gresja að
því er upplýsingar um vind
varðar þá fann ég þó í gögnum
veðurstofúnnar að meðalvindur
á Hrauni er 5-7 m/s (ársmeðal-
myllur væru nokkrum til ama
úti á Skaga og þær hafa marga
kosti umffam vatnsorkuna, t.d.
er mannafl mun stærri hluti
reksturskostnaðar sem skilar sér
þá til íbúa sveitarfélagsins.
Eðlilegt væri að uppbyggingin
yrði í áföngum svo tiltölulega
litlu væri hætt ef rangt væri að
farið því vissulega er margt á
huldu um hvemig vindmyllur
standa af sér þau veður og ekki
hvað sýst þær veðurbreytingar