Feykir


Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 3
6/2002 FEYKIR 3 „Fólki líður betur að vita af framhaldslífi“ Hrefna Þórarinsdóttir formaður Sálarrannsóknarfélags Skagafjarðar, sem er 30 ára um þessar mundir. Af götunni Vertíðarstemning Athugull borgari, Jón Bemd- sen tæknifræðingur Sveitarfél- gsins Skagafjarðar, veitti strax athygli þegar hann fékk síðasta Feyki í hendur, fyrirsögn við viðtal á þriðju síðu blaðsins: „Það myndaðist nokkurs konar vertíðarstemning”, þar sem rætt var við forstöðumann Ibúða- lánasjóðs á Sauðárkróki. Jón tengdi þetta strax frétt sem verið hafði í blaðinu næst á undan um rnikla frjósemi kvenna hjá sjóðnum á Króknum, enda var rnynd af Svanhildi einni mæðr- anna til hliðar við fyrisögnina og einnig áberandi mynd af ungu bami hennar á tölvuskjá. Þessi uppsetning var algjör tilviljun, en teldist gjörsamlega fúllkomin, ef fféttin hefði fjallað um vertíðarstemningu í þessari merkingu, en svo var alls ekki eins og fram kom í viðtalinu. Þorstinn lagaðist Sölvi Sveinsson sagði marga góða brandara á þorrablóti Skagfirðinga syðra fyrir skömmu. Þar á meðal af þeim Bjarna Har. kaupmanni og ná- granna hans Tómasi í Syrðri- búðunni, þegar þeir voru í öku- ferð um bæinn eitt sinn á sunnudegi, allþynkulegir; eins og stundum var raunin hjá þeim félögum á þeim ámm. Á vegi þeirra verður Sighvatur á Stöð- inni, sem þeir bjóða með sér í bíltúrinn, og var Hvati sama „sinnis” að sögn Sölva. Hvati kvartaði stóran yfir þorsta þenn- an daginn, og þegar Bjarni kem- ur á bíl sínum suður fyrir Ábæ, laumast hann aftur í skott, nær í hálfa ákavítisflösku og röltir með hana niður að Sauðánni þar sem hann fyllir hana af vatni. Hvati sér hvar Bjami setur tappann á og kemur með flösk- una að bílnurn. „Gáðu hvort að þorstinn lagast ekki”, segir Bjami og Hvati lætur ekki segja sér það tvisvar og sýpur stómm, er þúinn úr flöskunni á auga- bragði. Hvati dæsir og segir svo eftir smástund. „Jæja strákar væri nú ekki réttast að halda upp með ánni og kanna upptökin.” Kengi fyrir afganginn Annann sagði Sölvi af ágæt- um Króksara, gengnum fyrir nokkm, Hauki Jósefssyni. Haukur, sem var byggingar- meistari, var vel að sér í iðninni og ýmsu því tengdu, m.a. vissi hann að ágætt var að nota svo- kallað kengi til að festa gaddavír á staur. Á þessum árum var seld- ur annars konar „gaddavír” í ákveðinni verslun á Sauðár- króki, nefnilega 75% smygl- vodki. Gangverð þessara vín- fanga var 750 krónur flaskan. Þegar Haukur kom þessa erinda- gjarða inn í verslunina eitt kvöld skellti hann þúsundkalli á borði og sagði: „Eg ætla að fá einn gaddavír og kengi fyrir afgang- ínn. „Fólk er yfirleitt að leita eft- ir sambandi við sína nánustu sem horfnir em héðan, en það á ekki við um alla félagsmenn, sumir eru í félaginu vegna á- huga á málefninu. Við finnum að það er mikil þötf fyrir þessa starfsemi í nútíma samfélagi”, sagði Hrefha Þórarinsdóttir for- maður Sálarrannsóknarfélags Skagafjarðar, sem er 30 ára um þessar mundir, þegar hún var spurð að því eftir hverju fólk væri að leita með þátttöku í sál- arrannsóknarfélaginu. „Fólki líður betur að vita af framhaldslífi og fá þær sannan- ir fyrir því sem það hefúr verið að bijóta heilann um. Það kem- ur yfirleitt alltaf eitthvað fram á hveijum fúndi, sem sannar það sem fólk hefúr verið að bíða eft- ir. í mínum huga er enginn eft á því að það er líf eftir dauðann. Þeir nánustú hafa birst mér á fúndum og einnig hef ég verið beðin fyrir skilaboð til fólks utan fjölskyldunnar, ffá fólki sem komið hefúr fram á fúnd- um. Það eru öruggar sannanir fyrir þessu.” Aðspurð segir Hrefna að í Sálarrannsóknarfélagi Skaga- fjarðar séu 350 félagar, fólk á öllum aldri. Þá séu velunnarar félagsins margir og það hafi sannast rækilega þegar ráðist var í endurbætur á nýju hús- næði félagins. „Þá kom vel í ljós að ennþá er hægt að fá fólk til að vinna endurgjaldslaust og við færum kærar þakkir til allra sem að þessu komu”. Nýtt húsnæði Undanfarin ár hefúr sálar- rannsóknarfélagið haft á leigu Lindargötu 11 eign Lúðvíks Friðbergssonar og verið þar með aðstöðu fyrir einkafundi og var það notaleg og góð að- staða. Hinsvegar hefúr ekki ver- ið fyrir hendi aðstaða til stærri fúnda og námskeiðahalds sem félagið hefur staðið fyrir og hafa þá verið leigðir salir eftir atvikum. Oft hefúr verið rætt um að gaman væri að komast í eigið húsnæði og nú á haustdögum réðst félagið í það að kaupa húseignina Skagfirðingabraut 9a á Sauðárkróki, það er suður- helminginn af Aðalheiði Anórs- dóttur. Góður samningur náðist við Aðalheiði og eftirlét hún fé- laginu ýmislegt af sínu innbúi s.s. borð og stóla auk mynda o.fl. og er henni sérstaklega þakkaður hlýhugur til félagsins. Öll starfsemi félagsins getur farið þarna ffam nema stórir fjöldafúndir. Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu, sem nýlega var tekið í notkun. Ljóst er að félagið þarf að taka lán fyrir tveim þriðju kaupverðs og hefúr verið ákveðið að stofna sérstakan hússóð sem er nr. 0161-05-71658, inn á þann reikning geta lagt áhugasamir félagar og allir þeir sem áhuga hafa að leggja málefninu lið, og eru framlög vel þegin. Þá má benda á að hjá félaginu er hægt að fá gjafabréf sem gilda á fúndi og var sú nýbreytni tekin upp í lok síðasta árs. Einnig má geta þess að upplýsingar um lausa tima hjá miðlum má nálg- ast í símum 453 5574, hjá Sig- rúnu, og 453 5030, hjá Guð- rúnu. Ekki margir miðlar fyrstu árin í nýlegu fréttabréfi Sálar- rannsóknarfélags Skagafjarðar er rakin saga félagsins í smttu máli, en það var stofnað í febr- úar 1972. Fyrsti formaður fé- lagsins var Steinþór Marteins- son gullsmiður sem bjó á Sauð- árkróki í mörg ár. Félagið hefúr frá fyrstu tíð verið með margs- konar starfsemi en þó aðllega staðið fyrir komum miðla með einkafúndum, skyggnilýsinga- fúndum og transfúndum. Á fyrstu árum félagsins var ekki um marga íslenska miðla að ræða, en Hafsteinn Björnsson miðill, Björg Ólafsdóttir miðill og Einar Jónsson læknamiðill komu til okkar meðan þeirra naut við. Nokkrir erlendir miðl- ar komu á fyrri árum en þá voru fúndirnir túlkaðir fyrir þá sem ekki treystu sér til að tala ensku. Nú seinni árin hefúr íslensku miðlunum fjöglað, en þó eru ekki allir tilbúnir til þess að gera sig út og starfa úti á landi og er vert að þakka þeim sem gefa sig í það að koma til okkar og starfa með okkur í nokkur skipti á ári. Sérstaklega hefúr Þórhall- ur Guðmundsson miðill verið ræktarlegur við félagið. Einnig hafa Valgarður Einarsson mið- ill, Guðrún Pálsdóttir spámiðill, Sirrý Guðbergsdóttir heilari og Garðar Jónsson transmiðill komið undanfarin ár. Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt 1 KS-bókin er með 5,70% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 10,30%, Ársávöxtun 10,57% Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.