Feykir


Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 6/2002 Almennings samgöngur í Skagafirði Skagafjörður á að heita eitt atvinnu- og þjónustusvæði á pappímum. En til þess að slíkt gildi í raun er nauðsyn að tengja byggðir héraðsins betur saman með samgöngubótum. Af þessum sökum verða sam- göngumál að teljast eitt brýn- asta viðfangseíhi sveitarfélaga í héraðinu, og mikilvægt að skýr stefna sé mörkuð í þess- um málum. Margir sáu þann á- vinning af samruna ellefu sveitarfélaga í Skagafirði að til yrði sterkt, sameiginlegt afl sem gæti beitt sér fýrir sam- göngubótum í héraðinu. Sveit- arstjóm hins nýja sveitarfélags gæti til að mynda haft áhrif á forgangsröðun verkefna og gefið sitt álit á því hvernig að fjárveitingar til vegaffam- kvæmda gætu nýst vegfarend- um í Skagafirði sem best. Einnig voru uppi hugmyndir umaðnýtt sameinað sveitarfé- lag gæti styrkt almenningssam- göngur í héraðinu með því að nýta skólabílana betur. Þá var rætt um að skoða möguleika á að koma á föstum ferðum fólksflutningabíla á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks til reynslu. Ef sú tilraun gæfist vel væri hægt að útfæra hugmynd- ina frekar og tengja saman fleiri svæði héraðsins. Slíkar tengingar gætu náð til Stein- staða og svo á milli Sauðár- króks, Hofsóss og Hóla svo dæmi séu tekin af þeim val- kostum sem nefndir hafa verið. Það er ástæða til þess að staldra nánar við ofangreindar hugmyndir, einkum þá síðustu sem fellur beint undir verksvið sveitarfélagsins. Sú hugmynd að tengjasamanVarmahlíð og Sauðárkrók og vaxandi byggð á milli þessara staða með al- mennings samgöngum gefur fjölþætta möguleika. Mörg ungmenni af þessu svæði sækja nám við Fjölbrautaskól- ann á Sauðárkróki og þurfa að aka daglega á milli heimilis og skóla eða fá vist á Sauðárkróki til að geta stundað nám. Af þessu bera nemar og foreldrar talsverðan kostnað. Samgöngutenging af þessu tagi gefur einnig möguleika á að nýta betur góða íþróttaað- stöðu, mötuneyti og skóla- mannvirki í Varmahlíð. Marg- ir þurfa að sækja þjónustu á þéttbýlisstaðina og eiga þess jafnvel ekki kost að aka þang- að sjálfir, ekki síst eldra fólk. Ótalinn er sá fjöldi fólks sem sækir vinnu á milli þessara staða. Sterkur grundvöllur ætti því að vera fýrir áætlunarferð- um sem þjónuðu hluta þessara íbúa. Sveitarfélagið þyrfti að styðja við slíkt verkefni í fýrstu og sækja til þess stuðn- ing ríkisvaldsins sem einnig hefur hagsmuni af slíkum samgöngubótum svo sem vegna þeirra greiðslna sem til falla vegna aksturskostnaðar ffamhaldsskólanema. Sveitarfélagið Skagafjörður ætti að láta fara frarn úttekt á mögulegum ávinningi þess að tengja betur saman byggðir Skagafjarðar með almenn- ingssamgöngum. Tenging þéttrar byggðar á milli Varma- hlíðar og Sauðárkróks er þar forgangsverkefni. Bjarni Jónsson. Áramótahugleiðing (2001-2002) Undan ljósi skuggi skríður, skammt er að bíða vors á ný, taumlaus áfram tíminn líður, taka ei margir eftir því. Flýgur ör í tímans tómi, tæpast sést þar nokkurt hik, jafnvel þó að lífið ljómi, líður það sem augnablik. Eftir því má enginn bíða, í akur lífs að marka spor, öllum ber að iðja og stríða, efla visku kraft og þor. Skal því hver í skyndi nýta, skamman tima hér á jörð, öllu góðu ávallt flýta áður en fellur í kaldan svörð. Litið til baka á áramótum 2001 - 2002 Líta skal á liðið ár, og láta hugann reika, vitum hvort að vonir, þrár, virðast í nokkru skeika. Út í heimi sviðu sár, sultur hijáði veika, margir þurftu að þerra tár, og þola erfiðleika. Eymdin blasir veröld við, víða sárin flaka, vel má heyra vopnaklið, vesöld mun og þjaka. Hvergi er að finna fríð, flestir leit raka. Hvenær ætlar almættið, illt frá oss að taka. Kristján Runólfsson. Félagsvist! Eru ekki allir hressir! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg á Hofsósi fimmtudaginn 21. febrúar og fimmtudaginn 28. febrúar. Góð verðlaun - kaffiveitingar. Félag eldri borgara Hofshreppi. Orðsending til Snorra Styrkárssonar í blaðinu „Feyki” þann 16. jan. sl. skrifar Snorri Styrkársson grein, sem ber heitið „Hugleiðing um áramót’’. Þar segir m.a. „Ég ætla ekki í þessari gein, að fara yfir, eða gera upp, stöðu sveit- arfélagsins, með tilliti til sameiningar- innar. Eitt er þó víst, að sameiningin var nauðsynleg ákvörðun, við hefðum ekki staðið af okkar síðustu árin án henn- ar” Það vœri gott að fá nánari skýringu á þessari túlkun Snorra. Og áffam heldur Snorri: „Það er rétt að okkur hefur ekki gengið sem skyldi, að þjappa íbúum héraðsins saman þannig að þeir skynjuðu sameininguna nœgj- anlega vel. Þar er verk að vinna. Og enn segir Snorri. „Efalítið má deila mn árangurinn af sameiningunni en eitt er vís að ódýrar kenningar, eða mannvitslegar tilraunir, til að slá sig til riddara með því að benda á eigin manndómsgáfur, (verra gat það verið, innsk. K.G.) er ekki rétta aðferðin til að ná öllum saman í sveitarfélaginu. Mér finnst hafa gætt slíkra snjónarmiða m.a. með greinarskrifúm hér í Feyki.” Er þessi ritsmíð Snorra heppilegt innlegg hjá sáttasemjara, sem ætlar sér að þjappa fólkinu saman, fólkinu sem að hans sögn skilur ekki sameining- una? Mér finnst óneitanlega gæta nokkurs yfirlætis - jafnvel hroka í rnáli Snorra, sem er afleitur förunautur sátta- mannsins. Það fer engum vel - þó hækk- að hafi í tign, að líta niður til lýðsins. (Allar áherslur í letri eru höfundar) Konráð Gíslason. Tónlistarfélag Skagafjarðar Tónleikar með Gospelsystrum Föstudagskvöldið 15. febrúar verða haldnir tónleikar á vegum Tónlistarfélags Skagafjarðar. Þá koma í heimsókn Gospelsystur frá Reykjavik og hefjast tónleikamir klukkan 20,30. Gospelsystur er rúmlega 100 kvenna kór og er stjómandi Margrét Pálmadótt- ir. Þær hafa nýlega gefíð út geisladisk og á tónleikunum flytur kórinn lög af þess- um diski. Á dagskránni er gospeltónlist og negrasálmar, söngleikjatónlist og ís- lensk kórlög. Með kórnum kemur þriggja manna hljómsveit og hana skipa þeir Stefán S. Stefánsson sexafón og flautu. Agnar Már Magnússon píanó og Þorgrímur Jónsson kontrabassi. Gospelsystur hafa víða flutt þessa dagskrá og allsstaðar fengið mikla að- sókn og frábærar undirtektir enda um góðan kór að ræða. Kórinn er líflegur á sviði og þá ekki siður Margrét stjómandi svo búast má við miklu fjöri. Margrét Pálmadóttir er orðin landsþekkt fyrir frá- bært og óeigingjamt kórastarf til fjölda ára og kraftmikla og líflega útgeislandi ffamkomu. Við eigum því von á skemmtilegum og endumærandi tónleik- um. I tilkynningu ffá tónlistarfélaginu seg- ir að verði aðgöngumiða sé sem fyrr stillt i hóf, kr. 1000, en þeir em aðeins seldir við innganginn. Vert er að benda fólki á að mæta snemma svo tónleikamir geti hafist á réttum tíma, því þegar hefur skapast mikill áhugi fyrir þeim. Þá ætlar foreldrafélag Árskóla og Varmahlíðar- skóla að bjóða nemendum á tónleikana. Nánari upplýsingar veita Kristján í síma 862 6711 og María Björk sími 899 9867.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.