Feykir


Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 1

Feykir - 13.02.2002, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Borgarafundur á Skagaströnd Hlutabréfakaup í Skagstrendingi dýr Skuldir aukist um 215 milljónir á tveim árum Á borgarafundi sem lirepps- nefnd Höfðahrepps stóð fyrir meðal íbúa sl. sunnudag, kom íram að eignarhald sveitarfélag- ins í Skagstrendingi hafi orðið sveitarsjóði dýrkeypt síðustu árin og sé aðalástæðan fyrir því að skuldir hreppsins hækkuðu verulega síðustu tvö árin, eða úr 114 milljónum í árslok 1999 í 328,8 milljónir á síðasta ári. Þegar Höfðahreppur ásamt nokkrum stærri hluthöfum keyptu hlutabréf Samherja í Skagstrendingi á árinu 1999 tók sveitarsjóður 170 milljóna króna lán. Síðan hefúr gengisþróun verið óhagastæð og það leitt þess að skuldastaðan hefúr far- ið versnandi og greiðslubyrði sveitarsjóðs aukist til rnuna. Borgarafunduriim var alllíf- legur og mæting ágæt, sérstak- lega með tilliti til þess að þorra- blótið var kvöldið áður. Höfða- hreppur er nýlega kominn í hóp sveitarfélaga sem teljast vera með fjárhagsstöðu á gráu svæði. Magnús Jónsson sveitarstjóri segir að vissulega sé fjár- hagstaða hreppsins erfið, en það þýði ekki annað en bretta upp ermarnar og vinna sig út úr vandanum með markvissum að- gerðum á næstu árum, sem verði að miðast við aðhald í rekstri og varfærni í peningamálum hreppsins. Fjárhagsáætlun Höfðahrepps fyrir nýbyrjað ár gerir ráð fyrir útsvarstekjum upp 120,5 millj- ónir, fasteignagjöld skili 9,3 milljónum og framlag úr jöfn- unarjóði verði 30,3 milljónir, tekjur samtals 160,3 milljónir. Langdýrasti málaflokkurinn verður fræðslu- og uppeldismál sem áætlað er að taki til sín 62,7 milljónir króna, eða tæp 40% af tekjum, en alls er áætlað að verja til reksturs málaflokka 114 milljónum og greiðslubryði lána er áætluð 41,1 milljón króna. Skoðanakönnun hjá Hniúkum Þrír vilja íyrsta sætið Sex gefa kost á sér í skoðana- könnun bæjarmálafélagsins Hnjúka á Blönduósi, vegna kom- andi bæjarstjómarkosninga, sem fram fer laugardaginn 16. febrúar. Ljóst er að baráttan um fyrsta sæti Á-listans verður hörð þar sem þrir frambjóðendur stefha á það sæti. Frambjóðendur em þessir: Björgvin Þór Þórhallsson aðstoð- arskólastjóri gmnnskóla Blöndu- óss, en hann gefúr kost á sér í fyrsta sæti. Gunnlaug S. Kjartans- dóttir verkakona, sem gefúr kost á sér í ótilgreint sæti. Helga Jónína Andrésdóttir bankastarfsmaður, gefúr einnig kost á sér í ótilgreint sæti. Jóhanna G. Jónasdóttir leik- skólastjóri, gefúr kost á sér í fyrsta sæti. Jón Ragnar Gíslason verka- maður, gefúr kost á sér í ótilgreint sæti. Valdimar Guðmannsson verkamaður, gefúr kost á sér í fýrsta til þriðja sæti. Frá sýningu „Búálfanna“ í Reiðhöllinni Svaðastöðum sl. fostudag. Jón Garðarsson frá Neðra-Ási heldur í klyfjahestinn, en það er Anna Margrét Geirsdóttir sem er á hestbaki. Flutningur skrifstofu Sveitarfélagsins SkagaQarðar Urgur meðal starfsfólks Urgur er í starfsfólki skrifstofu Sveitarfé- lagsins Skagafjarðar þessa dagana vegna flutninga yfir götuna í Stjórnsýsluhúsið, og það gustaði talsvert á skrifstofunni í síðustu viku þegar bæjarstjóri gerði hluta starfs- fólks að rýma sínar skrifstofur og flytja sig um set yfir götuna. Þetta gerðist á miðviku- dag og var starfsfólki launadeildar sagt að það yrði að vera farið í síðasta lagi á föstu- dagsmorgun, en þá öðlaðist gildi leigusamn- ingur við hugbúnaðarfyrirtækið Element, sem fær húsnæði í norðurenda annarrar hæðar í „græna húsinu” við Faxatorgið. Starfsfólkið neitaði skyndilegum flutningi, enda mun hafa komið á daginn að þeir aðilar sem þurftu að rýma sitt vegna flutnings úr Stjómsýsluhúsinu, þörínuðust lengri aðlögunar- tíma, og síðustu fregnir herma að stefnt sé að því að flutningi sveitarstjómarskrifstofúnnar verði lokið föstudaginn 22. febrúar, en um það leyti er áætlað að húsnæði Byggðastofnunar við Ártorgið verið tilbúið, umfangsmiklum breyt- ingum sem staðið hafa yfir ffá því i nóvember- mánuði verði þá lokið, en þessi hringekja í húsnæðismálum hefur farið af stað með til- kornu Byggðastofnunar á Sauðárkrók. Flutningur og hrókeringar á aðstöðu fyrir- tækja og skrifstofú sveitarfélagsins hafa verið talsvert í umræðunni að undanfömu og á síðasta sveitarstjómarfúndi áttu sér stað snörp skoðana- skipti milli Gísla Gunnarssonar fúlltrúa minni- hlutans í sveitarstjóm og Stefáns Guðmunds- sonar fúlltrúa meirihlutans, sem einnig er stjóm- arformaður Kaupfélags Skagfirðinga, en gagn- rýni Gísla beindist m.a. að því er hann kallar of- ríki kaupfélagsins gagnvart sveitarfélaginu. í grófúm dráttum felast þessar hrókeringar í því að sveitarstjórnarskrifstofúrnar verða með alla sína aðstöðu í Stjómsýsluhúsinu, sem og1 skólaskrifstofa Skagafjarðar. Eins og áður segir verður Element í norðurenda „græna hússins” við Faxatorgið, en í suður hlutanum verða Hestamiðstöð íslands, Hringur og Farskóli Norðurlands vestra. —ICTeH^ítf ckjDI— JfMfMbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 jÆJLJLMJM. sími: 453 5141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmundorgata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA ^Bílaviðgerðir 0 Hjólbarðaviðgerðir . BÍLA- OG SKIPARAFMAGN 0 Réttingar ^ Sprautun • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA -

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.