Feykir - 17.04.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 13/2002
Hagyrðingaþáttur 336
Heilir og sælir lesendur góðir.
Gott er að byija með eftirfarandi
vísu Einars Sigtryggssonar á Sauðár-
króki.
Gengur yfir glæpaöld
grimmd og harka blasir við.
Allir slást um auð og völd
ágimd þjáir mannkynið.
Annar ágætur hagyrðingur á Sauð-
árkróki Stefán Guðmundsson ríkis-
stjóri sá nýbirtan framboðslista sjálf-
stæðismanna til næstu sveitarstjómar-
kosninga. Vakti þar athygli hans að
þekktur bóksali þar í bæ hafði hækkað
um eitt sæti á listanum frá því að síðast
varkosið. Af þvi tilefni orti Stefán.
Undur hægt þinn vegur vex
og verður ekki meiri að sinni,
þótt núna sértu númer sex
og nærri einn af hreppsnefndinni.
Áffam skal haldið með ágætt efhi til
þáttarins ffá Skagfírðingum. Þegar sól-
in skein í heiði á vorinngöngudeginum
orti Sigmundur á Vestari-Hóli svo.
Nú er orðið bjart um ból
bændum flest i haginn.
Vetri hallar vermir sól
á vorinngöngudaginn.
Forsætisráðherra Davíð Oddsson sagði
um það leyti sem framboðslisti Sjálf-
stæðismanna í Reykjavíkurhreppi leit
dagsins ljós að Björn Bjarnason væri
duglegur og mikill vinnuhestur. Bjöm
tók eins og kunnugt er efsta sæti á D-
lista sem Inga Jóna var reyndar búin að
lýsa yfir að ætla sér að vinna í prófkjöri
sem hætt var svo við að framkvæma.
Um það ferli yrkir Sigmundur svo.
Vinnuhestur Bjöm hann ber
byrðar, það er vissa.
Inga Jóna ekki er
orkumikil hryssa.
Um samgönguráðherrann fæðist
effirfarandi vísa hjá Sigmundi.
Sturla aurum eyða kann
oft með dæmum sannað.
Mammonsvinir meta hann
meira en nokkuð annað.
Áffarn skal haldið með framlag ffá
Skagfirðingum til þáttarins, sem ég ít-
reka þakkir mínar fyrir. Það er Stefán
Haraldsson bóndi og vörubilstjóri ffá
Víðidal sem hugsar svo fallega til vor-
daganna sem em nú á næsta leyti.
Vetur sleppir viðjum kífsins
vaknar þrá hjá spmnd og hal.
Senn mun birtast sigur lífsins
senn mun koma vor í dal.
Þá leysir snjó af laut og bala
lækir sitra, fossinn hlær.
Strengir titra steinar tala
streymir lífið nær og Ijær.
Á aðalfúndi Félags hrossabænda
2001 var lögð ffam tillaga þess efnis að
hafna alfarið sölu á sæði stóðhesta úr
landi. Fögð var áhersla á að æxlun
hrossa sé með sem náttúrulegustum
hætti. Eftir að hafa heyrt umræddan
málflutning orti Hreiðar Karlsson svo.
Þó svo að bændumir þurfi fé
og þeirra afkomu laga mætti
æskilegt þykir að æxlunin sé
aðeins með náttúrulegum hætti.
Að loknu hádegisverðarhléi um-
ræddan fúndardag vantaði allmarga
þingfúlltrúa í salinn. Birna í Skáney
þóttist vita að þeir hefðu skroppið i
Hagkaup. Um þau tíðindi orti Hreiðar.
Allir sem komu á fúlltrúa fúnd
fá sitt ríflega dagkaup.
Eftir að dvelja hér dálitla stund
drífa þeir sig í Hagkaup.
Þorkell Guðbrandsson bóndi á Mel
í Borgarfirði sendi eftirfarandi skilaboð
til kúasæðingarmanns.
Ein hér kýrin öskrar mest
ör með hjartslátt tíðan.
Treysti ég þér Bogi best
að bæta hennar líðan.
Þegar Ómar Ragnarsson hafði farið
hamförum í fféttatíma í túlkun sinni á
ofbeit og landeyðingu orti Þorkell.
Hefúr víða á Frúnni farið
filmað hraun og eyðisker
ætli hann hafi augum barið
ofbeitina á höfði sér.
Það er Vigfús Pétursson í Hægindi
sem yrkir svo í orðastað hestamanna.
Helst mig yngja hestaþing
hendur um bringu runnu.
Fima kringum fáka syng
finn mér þyngri Gunnu.
Þegar rætt er um vændi á íslandi
yrkir Vigfús.
Stelpum sem að stífúi lina
og strætin mæla oft í bitið,
má borga fyrir brúkunina
bara ef það er nógu lítið.
Hinn kunni leikari Flosi Ólafsson sá
nágranna sinn á hestbaki og orti svo.
Fattur situr Fúsi í hnakk.
Fúsi er dálitið valtur,
enda er hann á Eðalblakk
og Eðalblakkur haltur.
Þegar Flosi fór að stunda hestaferð-
ir með ferðamann tóku veraldlegar eig-
ur hans að ríma óeðlilega. Þá varð þessi til.
Eigur minar fara á flakk
um ferðamannatímann.
Mig vantar bæði beisli og hnakk
buxurnar og símann.
Veriði þar með sæl að sinni.
Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum,
541 Blönduósi, sími 452 7154.
Undir borginni
Fundurinn á ströndinni
við ysta haf
Margt getur kallað á líkingasögur
eða launpólitískar táknmyndir í ein-
ræðisríkjum, en í lýðræðishráu landi á
borð við ísland má alveg eins slá á slík-
ar nótur. Svo má segja: Skilji þeir sem
skilning hafa.
Það var fundur á ströndinni við ysta
haf. Til hans var boðað af næstum átta
ára gamalli alræðisforsjá, sem þráði
sýnilega ákafl við breyttar aðstæður að
fá að heyra einhveija nýja traustsyfir-
lýsingu sér til handa. í þeirri gamal-
grónu trú, að enn væru margir nytsam-
ir sakleysingjar til með reikula veru-
leikaskynjun, höfðu tölur verið settar á
blað og hagræðingarhæfúi því samfara
verið látin ganga undir sitt strangasta
próf.
Þeir sem á fúndinn mættu voru
(auðvitað þó í huglægum skilningi)
leiddir inn í almyrkvað herbergi þar
sem ekki sást handaskil. Þar var svo
skýrsla lögð fram og lagt út af 1/10
hluta hennar sem var um það bil sá
hluti mála sem talinn var tilheyra yfir-
borðinu og þar með vera fljótandi í al-
mennri umræðu. Þar sem aðstæður á
fúndinum voru skuggalegar sem fyrr
segir og skýrslan ekki svo auðlesin við
þau skilyrði, lásu viðstaddir það eitt út
úr svartnættinu sem sjónleysi hæfði.
Eftir ljóslausa viðveru og framsett-
ar skýringar sem minntu eiginlega
einna helst á keldur og kviksyndi, lauk
fúndi með því að einn fúndarmanna
talaði effirfarandi orð af miklum mynd-
TAXI
Ragnar Guðmundsson Gilstúni 24
Heimasími 453 5785. GSM 897 6085
Frá stjórnmálafundi á Skagaströnd, ómyrkvuðum, ekki eins og Rúnar lýsir
í þessum pistli sínum, sem er svona í dekkra lagi.
ugleik út í myrkrið:
„Góðir hálsar, ég sé að vísu ekki
nokkurn skapaðan hlut, en ég legg
samt til að þeir sem leiddu okkur inn í
þetta myrkur sem við erum staddir í
verði áfram samþykktir, í altækum
skilningi, sem leiðsögumenn okkar um
ókomin ár. Þeir rata áreiðanlega best af
öllum þar sem dimmt er, að tjaldabaki
og víðar. Svo held ég að líf í myrkri sé
alls ekki svo slæmt þegar á allt er litið.
Það er nefúilega mín skoðun að maður
eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur af
því sem maður sér ekki, og eins og ég
sagði í upphafi, þá sé ég ekki neitt, svo
það hlýtur að þýða að allt sé í himna-
lagi!” Það var smáþögn í myrkrinu, en
svo heyrðust einhverjir hósta, en það
var ósköp hógværlega gert, því alræð-
isforsjá er jú alræðisforsjá.
Ef til vill hefúr þó myrkrið gert það
að verkum, að sumir hafi leyft sér að
glotta út í annað og það er eiginlega
fyrirgefanlegt við forsendur svipaðar
þeim sem þama ríktu. En mikið er það
annars gott að menn ræði um málin
jafnvel þótt það sé gert í sólarleysi og
svartnætti. Myrkrið á fúndinum var svo
sem mjög lýðræðislegt eins og vænta
mátti! Alræðisforsjáin þakkaði fyrir sig
og sleit fúndi.
Rúnar Kristjánsson.