Feykir


Feykir - 15.05.2002, Blaðsíða 4

Feykir - 15.05.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 17/2002 um skólahald á Steinsstöðum. Það er óþolandi fyrir nemendur, foreldra, kennara og annað starfsfólk þar að vinna við slíkar aðstæður. Verði Framsóknarflokkurinn í meirihluta næsta kjörtímabil verður markvisst unnið að því að finna atvinnutækifæri fyrir þetta svæði og reyndar hafa hug- myndir komið ffam sem eru raunhæfar og áhugaverðar. Áður en Fjölbrautarskólinn kom til þurftu unglingar í Skaga- firði að fara burt úr héraði til að ná sér í aukna menntun sem varð til þess að mun færri fóru í slíkt nám en tilefni var til. Fjölbraut- arskólinn hefur sýnt það og sannað að hann er okkur afar mikilvægur og sókn í hann sýn- ir þörfina fyrir slíka mennta- stofnun. Sveitarfélagið þarf að vera eins sterkur bakhjarl hans og kostur er. Nú hafa ungir Skagfirðingar möguleika á að vera á heimaslóðum við nám fram undir tvítugt. Útboð Hitaveita Hjaltadals óskar eftir tilboðum í vinnu við endurnýjun hluta núverandi stofnlagnar hitaveitunnar. Um er að ræða foreinangraða stálpípu grafna í jörð, stærð DN 150, 2,5 km. Verkinu skal að fullu lokið 15. september 2002. Útboðsgögn verða seld á kr. 3000 hjá Stoð ehf . verkfræðistofu, Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og með miðvikudeginum 15. maí 2002. Tilboðin verða opnuð hjá Stoð ehf . verkfræðistofu. kl. 11.00 þriðjudaginn 28. maí 2002. Veitustjórn. Skólamál eru alltaf í brennid- epli því þau snerta svo marga. Við viljum bömum okkar allt hið besta og hluti af því er krafa um góða skóla með traust og gott starfsfólk og góðan aðbúnað. Núverandi sveitarstjómarfúlltrú- ar Framsóknarflokksins hafa lát- ið verkin tala í skólamálunum og haft forystu í þeirn málaflokki. Viðamestu framkvæmdimar hafa verið við Árskóla þar sem risin er glæsileg viðbygging, löngu tímabær enda komin fram krafa frá ríkinu um einsetningu gmnnskólanna. En meðan verið er að laga fjárhagsstöðu sveitar- félagsins er ljóst að það mark- miðið um einsetningu næst ekki fúllkomlega en áfram að því stefnt. Fyrirhuguð er breyting á rekstri Árvistar (dagvistun grunn- skólans) á Sauðárkróki. Fram er komin hugmynd um að 5 ára böm leikskólanna nýti húsnæði Árvistar f.h. til undirbúnings veru í gmnnskóla. Með þessu móti er hægt að taka inn fleiri böm á leikskólana og rýmka um biðlistana jafnframt því að hús- næði Árvistar nýtist betur því hér eftir koma gmnnskólaböm- in ekki þangað fyrr en eftir há- degi. Þetta fyrirkomulag raskar ekki fjárhagsáætlun sveitarfélgsins. Annar mikilvægur áfangi sem náðst hefúr á kjörtímabilinu er tölvuvæðing grunnskólanna. í því tölvuvædda þjóðfélagi sem við búum í er nauðsynlegt að skólamir fylgist vel með á því sviði og geti boðið nemendum sínum upp á góða aðstöðu til náms í tölvufræðum og upplýs- ingatækni. Næsta stórverkefni í skóla- málum viljum við Framsóknar- menn að séu framkvæmdir við Grunnskólann á Hofsósi en byggingar hans eru í mikilli þörf fyrir lagfæringar og viðhald. Það er ekki á stefhuskrá Framsóknar- flokksins að leggja af skólahald á Sólgörðum. Við gerum okkur grein fyrir því að skólinn þar er hjarta þessa litla samfélags sem oft er einangrað mánuðum sam- an. Kringum skólann er líka fé- lags- og menningarlíf þar sem velferð bamanna er höfð að leið- arljósi. Lítil samfélög veikjast ofl ef skólahald leggst af og það ýtir undir fólksflótta. Ekki mega Fljótin við því. Aðstæður í Fljót- um s.s. veður og snjóalög em einnig með þeim hætti að ekki er hægt að bjóða ungum bömum upp á skólaakstur inn á Hofsós, veðurlag reyndar þannig á þeirri leið í „venjulegum” vetri að all- marga daga er leiðin ófær. Það er fagnaðareíhi aðstofn- aður hefúr verið nýr leikskóli í Fljótum, sem nýtir hluta af skólahúsnæðinu á Sólgörðum. Þessar einingar styrkja hvor aðra og efla tengsl á milli leikskólans og grunnskólans og fjölga einnig störfúm þar. Ef eingöngu er hugsað um það sem hagkvæmt er fyrir sveitarsjóð væri búið að leggja af skólahald á Sólgörðum og einnig á Steinsstöðum sem er hinn skólinn sem hefúr verið i umræðunni varðandi afnám skólahalds. Reyndar er inn í þriggja ára áætlun núverandi sveitarstjómar að leggja skólann niður á Steinsstöðum og gera nemendum að sækja skóla í Varmahlíð. í Lýtingsstaðahreppi hinum foma em talsvert aðrar aðstæður en í Fljótum, veður og snjóalög með þeim hætti að sjaldan er ó- fært milli þessara staða. Aðeins 12 km em á milli Steinsstaða og Varmahlíðar. Skólabíllinn ekur þessa leið með eldri nemendur og nú þegar eru nokkrir yngri nemendur sem notfæra sér það að stunda nám í Varmahlíðar- skóla. Komi til þess að skólahald leggist af á Steinsstöðum er mik- ilvægt að finna staðnum annað hlutverk. Þar þarf að koma starfsemi sem getur fyllt í skarð- ið sem skólinn skilur eftir sig og helst þarf að fjölga þar störfúm. Þetta þarf að vinna í samráði við heimamenn. Það sem mestu máli skiptir þó er að eyða sem fyrst þeirri óvissu sem ríkt hefúr Hluti kvennanna sem áttu muni á sýningunni í Safnaðarheimilinu. Glæsilegir munir á sýningu í Safnaðarheimilinu En fram að þessu hefur þurft að sæka háskólanám eða sam- bærilegt nám úr héraði. Nú sér fram á breytta tíma hvað þetta varðar. Hólaskóli er menntastofnun sem er okkur einnig afar dýrmæt og nauðsynlegt að efla hann sem kostur er. Hólastaður er reyndar að styrkja stöðu sína enn sem menntasetur og s.l. laugardag skrifúðu fúlltrúar sveitarfélagsins og Hólaskóla undir formlega viljayfirlýsingu um samstarf um að efla Hóla. Annars vegar sem þekkingasetur og miðstöð há- skólamenntunar í héraðinu og hins vegar sem einn af byggða- kjömum svæðisins. í Sjónhorninu í síðustu viku var auglýsing ffá Farskólanum þess efnis að næsta vetur verði boðið upp á fjamám hér í firðin- um við Háskóla Islands, Háskól- ann á Akureyri, Háskólann í Reykjavík og við Hólaskóla. Þetta er afrakstur samvinnu nokkurra aðila þ.e. Atvinnuþró- unarfélagsins Hrings, Hólaskóla, Farskólans og Fjölbrautarskól- ans. Þetta er mjög gleðilegt og reyndar nauðsynlegt fyrir okkur Skagfirðinga til að auka fjöl- breytnina í atvinnulífinu, fjölga betur launuðum störfúm og ekki síst til að gefa fólki tækifæri á að bæta við menntun sína án þess að til flutnings þurfi að koma. Þessir möguleikar allir ættu einnig að laða fólk til búsetu hér. Mikið verk er þó óunnið á sviði skólamála og leitum við Fram- sóknarmenn eftir stuðning kjós- enda til áframhaldandi forystu í þeim. SetjiðþvíXviðBákjör- dag. Þórdís Friðbjörnsdóttir, skipar 2. sætið á lista Fram- sóknarmanna. Það var glæsilegt um að lit- ast á sýningarborðunum í Safhaðarheimilinu á Sauðár- króki miðvikudaginn 1. maí sl. en þá var efnt til sýningar á munum sem unnir vom í fönd- urstundum vetrarins, sem voru á miðvikudögum ffá klukkan eitt til fjögur. Á borðunum var hver hluturinn glæsilegri, fal- lega upp raðaður. Greinilegt var að ekki hafði verið setið auðum höndurn, en samt var þetta bara brot af því besta eins og stundum er sagt. Augljóst er að föndur- stundimar í Safnaðarheimilinu er góð afþreying fyrir marga, bæði verkefnin og félags- skapurinn. Konumar sem leið- beina við föndrið vinna greini- lega þarft verk. Þau leiðbeina í föndrinu: Erla Halldórsdóttir, Guðlaug Arn- grímsdóttir, Þuríður Þorbergsdóttir og Sigrún Halldórsdóttir. Á mvndina \ antar aðal snillinginn, Sverrir Svavarsson. Hugleiðing um skólamál

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.