Feykir


Feykir - 15.05.2002, Blaðsíða 3

Feykir - 15.05.2002, Blaðsíða 3
17/2002 FEYKIR 3 Af götunni Engin könnun Mikið hefur verið spurt eftir því hvort skoðanakönnun sé á leiðinni fyrir staði hér á svæðinu og kannski einkanlega fyrir Skagafjörð, stærsta svæðið. Það hefur heyrst frá frambjóðendum að það sé svolítið einkennilegt að heyja kosningabaráttuna þeg- ar menn viti í rauninni ekkert hvemig landið liggi, ein könnun gæti auðveldað áróðursstríðið talsvert, þá myndu rnenn vænt- anlega vita á hvaða sæti ætti að keyra, hver stæði tæpt og hver virtist hafa nóg á bak við sig. Síðustu dagana fyrir kosning- amar snýst baráttan stundum upp í slíkan hráskinnaleik. En svo virðist sem frambjóð- endur hér á svæðinu verði að vera án skoðanakönnunar þetta vorið. Feykir verður ekki með könnun og ekki heldur Útvarp Norðurlands. Varla er hægt að reikna með því að dagblöðin verði með könnun utan stóru þéttbýlisstaðanna. Nægar spurningar bað er kostnaðurinn varð- andi kannanimar sem aðilar setja fyrir sig. Feykir fór reynd- ar ódýrari leið fyrir síðustu kosningar, enda ógömingur fyr- ir fátækt blað að kaupa sig inn í stóru kannanimar. Feykir fékk kennara í Fjölbrautaskólanum til að framkvæma könnunina, enda hafði skólinn þá staðið að könn- unum og var búinn að ná góðum tökum á því verkefni. Könnunin stóðst mjög vel og vissulega hefði verið gaman að gera könn- un nú. Ekki hefði vantað auka- spumingamar til að beina til kjósenda, svo sem: Hver er af- staða þín til sölu Rafveitunnar og Steinullarverksmiðjunnar, Villinganesvirkjunar, sorpurð- unarsvæðis, jarðgangna úr Hjaltadal í Hörgárdal og fleira. Valli um kjurt Varla hefur leiðinlegra mál komið upp hér á svæðinu en þetta vesen með ffamboðslista Hnjúka á Blönduósi, og sannað- ist þar að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, eða öllu heldur að það er náttúrlega verra þegar menn fá hlassið ofan á sig, eins og í þessu tilfelli. Mörgum var tíðrætt um lýð- ræðið vegna þessa máls og varð það greinilega þungt á metum þegar til kastanna kom hjá dóm- aranum. Sem betur fer hafði héraðsdómarinn kjark og þor til að taka á rnálinu, segja margir, og nú virðast allir vera ánægðir. Þegar málin vom hvað heit- ust hafði Valdimar Guðmanns- son frá Bakkakoti, aðalfor- sprakkinn hjá Hnjúkum, uppi orð um það að ef þeir fengju ekki að bjóða ffam þá rnyndi hann flytja úr bænum. Ömgg- lega hefði Valli staðið við það og sjálfsagt eitthvað meira gengið á, en telja verður öruggt að Valdimar verði um kjurt. Iimburmennimir eru ansi ónotalegir Undir Nöfum Off er vanþakklæti og skiln- ingsleysi okkar - háttvirtra kjós- enda - næstum óbærilegt fyrir þá duglegu og velmeinandi frambjóðendur sem hætta mannorði sínu og geðheilsu í það vanþakkaða starf að stjóma þessu sveitarfélagi. í Feyki birtist ffétt um að starfsfólk Steinullarverksmiðj- unnar afþakkaði fundi með full- trúum þeirra framboða sem nú ráða í Skagafirði. Þó ég skilji vel afstöðu þeirra „steinullar- mamta” þykir mér rétt að draga fram nokkur atriði til málsbóta fyrir ffambjóðendur. Þegar Sveitarfélagið Skaga- Qörður þeysti syngjandi fram á móti sólarupprisu fegurstu ffamtíðar, fyrir fjórum árum, sátu við stjómvölinn 11 valin- kunnir einstaklingar sem vissu- lega vom með munninn fullan af fögmm fyrirheitum og hjörtun þrútin af bjartsýni - það var nú þá. Hvorki gmnaði sveitar- stjómarmennina, eða mig, að sá - Bláhiminn - mundi grána hvað þá breytast í þá ógnar- mynd sem Einar Ben. lýsti með upphafsorðunum: „Hleypir skeiði hörðu.” - Sú hefur þó orðið raunin. Ellefu-menningarnir bretm upp ermamar og jusu síðan með 22 gjafmildum höndum, úr freinur rýrum sjóðum, öllu sem þar var að finna. En ekki stoppuðu þeir þótt botninum væri náð, ekki aldeilis, til þess var ffamkvæmdagleði og góð- verkaáhugi of mikill. Með ótrú- legri elju héldu þeir áffam og fjármögnuðu nú veisluna með lánum sem þeir af útsjónarsemi og hörku tóku af samhentum drengskap, alvörumenn láta ekki lítilsháttar lausafjárskort stoppa þau þjóðþrifamál sem þeir vilja vinna, ekki aldeilis. En effir gleðina komajafhan skuldadagarnir, sem hjá okkur hinum heita einfaldlega timbur- menn og eru vissulega ónota- legir. Hvað gerðu þá okkar menn 'í sveitarstjórn Skaga- fjarðar, lögðust þeir vælandi upp í loft, nei ekki aldeilis, þá fyrst sýndu þeir snilld sína. Þá fóru þeir að selja, þeir seldu þær eignir sem auðvelt var að losa sig við, þeir gengu sameinaðir í skítverkin, því meigum við aldrei gleyma. Þeir seldu; hluta- bréf, rafveitu, og steinull, fyrir hundruðir milljóna króna á ó- trúlega stuttum tíma. Svona kappsama sölumenn höfúm við aldrei átt fyrr og raunar ekki þurft á þeim að halda, sannast hér hið fornkveðna: „þegar neiðin er stærst —! Núna sést að vísu á ffam- boðslistunum að sumir af þess- um fulltrúum eru dauðuppgefit- ir, en hver láir þeim það eftir öll afreksverkin. Nýir vendir sópa best, enda fáum við núna nýja fulltrúa sem verða að sópa botninn til að halda veislunni á- ffam. Háttvirti kjósandi, þú þarft samt ekki að kvíða, ennþá er niargt hægt að selja í Skaga- firði, t.d. skólahús, félagsheim- ili, safnahús, beitilönd og hita- veitur, svo eitthvað sé nefnt. Það sem hér vantar eru góðir sölumenn, hafið það hugfast þegar þið kjósið 25. maí. Glauniur. Orðsending til fyrrum nemenda Húsmæðra- skólans á Löngumýri Fyrirhugað er að koma upp skólasafni á Löngumýri, með sýnishornum af vinnu nemenda i gegnum árin. Þvi sendum við þessa orðsendingu. Ef þið nemendur góðir, eigið einhver stykki prjónuð, saumuð, hekluð eða ofin, t.d. einhvergömlu skyldustykk- in, sem þið vilduð láta af hendi á fyrirhugað safn, þá vin- samlegast hafið samband við undirritaðar, sem gefa allar nánari upplýsingar. Rósa Björnsdóttir Hvíteyrum, 560 Varmahlíð, sími 453 8048, Helga Bjarnadóttir Furulundi 4, 560 Varmahlíð, símj 453 8199. Á nokkur gamla skólakjólinn sinn enn? Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðír kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 5,50% vexti, bundin 1 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 9,30%, Ársávöxtun 9,52% Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.