Feykir - 19.06.2002, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 22/2002
Það var rúsínan í pylsuvagninum
Ágúst Guðmundsson rifjar upp minningar úr símavinnu í flokki Þórar Sighvats 1972 - 1979
Sumarið er 1972 og símabíllinn grænn Volvo með yfirstærð af húsi,
er mættur hreinn og fínn á Kirkjutorgið og vélin í gangi vegna þess að
það er kalt, norðandumbungur, snemma í júní. Bifreiðarstjórinn, Svan-
ur Jóhannsson, situr við stýrið, hreinn og strokinn og ljóshærður og reyk-
ir pípu með half & half tóbaki og slær giftingarhringnum í stýrishjólið í
takt við músik. Þórður Sighvats verkstjóri er niðri í kjallara að taka til
batterí í sveitasímana og fleira með í túrinn. Drengimir týnast inn hver
á fætur öðrum grútsyfjaðir: Þorsteinn Andrésson örugglega íyrstur,
Björn Sighvatz með stóran hníf í slíðri, Stefán Ólafsson - Stebbi póst,
Þorsteinn Steinsson sem er sofnaður áður en hann setst, Rúnar Bjöms-
son og stundum Ragnar Sighvats og Pálmi bróðir hans. Og loks undir-
ritaður með te og rúbrauð með kæfu í nestispokanum. Svo kemur Þórð-
ur inn í bílinn í sínum 30 ára gamla ljósbrúna vinnujakka og segir,, jæja
nú er það Austurdalurinn.” Bíllstjórinn hristi hausinn með vandlætingu,
erfitt framundan. Svo lét hann ermar standa ffarn úr höndum.
Svona gat dagurinn hafist í síma-
vinnunni hjá Þórði sumarið 1972.
Gengið var með línunni fram í Skata-
staði, þar var alltaf sama veislan, harð-
reykt hangikjöt og ávaxtagrautur með
alvöru ijóma á eftir. I bakaleiðinni var
komið við hjá Moniku í Merkigili.
Dóttir hennar sótti okkur á Austin Gyp-
syjeppa, símabíllinn var of breiður fyr-
ir brúna. Nokkrar tilraunir tók að koma
jeppanum af stað frá brúarsporðinum
og alltaf rann bíllinn afturábak, nær og
nær gilbrúninni. Þá urðum við alvar-
lega hræddir. Monika tók á móti okkur,
glettin og stríðin og bar tólf sortir af
smákökum á borðið með kaffinu. Síð-
an var línan skoðuð norður að Merki-
gilinu sjálfú sem er hrikalega fallegt.
Fyrsta árið mitt í símanum gengum
við með símalínunni til Akureyrar og
borðuðum á teríunni sem þótti ekki ó-
nýtt. Bjössi veiddi urriða með berum
höndum í Öxnadalsánni innan við
Engimýri, fór með hann heim í Stöð og
þar var hann étinn.
Einnig vorum við sendir upp á Helj-
ardalsheiði til að hreinsa leifar af lín-
unni sem lögð var yfir heiðina 1906 og
var í raun fyrsta símalína landsins, lögð
frá Seyðisfirði. Fyrstu árin voru
skemmtilegust því vinnan snérist þá
mest um loftlínumar. En við þróunina
varð ekki ráðið og við hófúm lagningu
á jarðstreng fram í Varmahlíð. Þá
reyndist steypan hörð í mörgum kjall-
aranum þegar þurfti að bora fyrir kapli.
Sjálfskipaður gröfumeistari var
Pálmi Friðriksson frá Svaðastöðum og
á fyrstu árunum einnig Friðrik yngri
bróðir hans og var skopskynið í góðu
lagi hjá þeim bræðrum. Einhveiju sinni
vorum við í kaffi inni í bilnum og
Friggi að segja sögu og sveiflaði sígar-
ettunni í hringi. Passaðu þig maður,
askan fer út unt allan bíl, sagði Svanur-
inn höstugur. Þetta er allt í þessu
stakasta Svanur minn, radíusinn er svo
fátæklegur! Pálmi var snillingur með
gröfúna, það var eins og hann væri að
grafa með teskeið í kringum jarð-
strengina.
Kynntumst eftirminnilegu fólki
Eftir því var tekið hve símabíllinn
var alltaf vel bónaður. Svanur var ein-
stakur snyrtipinni og algerlega ó-
missandi hluti af símaflokknum.
Stundum rauk hann af stað á bílnum og
Þórður spurði í sakleysi: hvert ertu að
fara Svanur? Til Chiacago bósi svaraði
Svanur samstundis og saug úr gullnum
tönnum með aðdáunarverðum stæl.
Menn komu nú ekki að grænum kofan-
um hjá- honum Svani Jóhannssyni
nema kannski þegar draugur var í mys-
unni.
Þorsteinn Andrésson var elstur í
flokknum. Hann var öll árin í bláu
nælonskyrtunni sinni með buxumar
vandlega gyrtar upp að geirvörtum og
sokkarnir vom brotnir saman eftir
kúnstarinnar reglum. Steini var ljúf-
menni og snyrtimenni hið mesta. Hans
uppáhaldsfúgl var Jaðrakan sem þó
sást sjaldan, en þegar það gerðist lifit-
aði Steini allur við.
Eitt af því skemmtilega við síma-
vinnuna vora heimsóknir á sveitabæina
í Skagafirði. Við athuguðum hvort sím-
inn væri i lagi, drakkum kaffi og sögð-
um fféttir, síðast en ekki síst kynntumst
við eftirminnilegu fólki. Pálina á
Skarðsá er minnistæð þar í sínum torf-
bæ með frystikistuna sína og Karl
bróðir hennar sem nánast svaf i kring-
um einu stoðina sem hélt torfkofanum
á Auðnum uppi. Ekki vora nú bænd-
umir á Skíðastöðum með alþjóðlegu
sniði. Gestrisnin var með eindæmum á
Kjálkanum og það var alltaf góður dag-
ur í símanum þegar við fóram með lín-
unni þar. Drakkið var kaffi á hveijum
bæ og alltaf með þvi. Ungir rnenn þurfa
að borða mikið. Ekki hugsaði Þórður
alltaf um það, renndi gjaman heim að
bæjunum rétt fyrir matmálstíma og
spurði húsfreyju, áttu ekki eithvað
handa okkur, það er alveg sama hvað
það er, bara eithvað. Þetta var ekki
alltaf vinsælt. Besti kosturinn var að
borða hjá Ásbjörgu í Varmahlíð veislu-
mat og fá svo samlokur með hnaus-
þykku hangiketi, grænum baunum og
majonesi í nesti. Þetta var rúsínan í
pylsuvagninum eins og biffeiðastjóri
vor sagði. Á enga matmóður okkar er
hallað þó ég minnist á hve gott og gam-
an var að borða hjá Maggí og Halla á
Borg sem þá vora á Hólum.
í Vesturdalnum lá línan vestan við
Hofsána og yfir hana að Giljum. Ekki
var um að ræða annað en að vaða ána
með skóna, pökkara og talíu á bakinu.
Mikið andskoti var vatnið kalt. í þess-
um ferðum gistum við stundum að
Goðdölum.
Kók og prins hjá Búbba
Stöku sinnum vora teknir kaflar úr
línu og benslaðir upp. Bensli vora stutt-
ir vírbútar sem festu vírinn við kúlum-
ar. Er við komum snemma i Krókinn
lét Þórður okkur gjaman klippa bensli
og raða staurum og bar þessi vinna oft
upp á Rotarydaga Þórðar. Hann var ó-
trúlega flinlcur með töngina, klippti
stálvír sundur eins og smjör þótt ekki
væri hann sterklega vaxinn.
Sumarið 1973 minnir mig, komum
við að Selnesi á Skaga sem oftar. Þeg-
ar okkur bar að húsinu sat Jón Norð-
mann í hægindastól við suðurglugga
Dæmigerð mynd úr símavinnunni. Verið að grafa fimm fetín fyrir staurnum.
Steini dýra, Bjössi Sighvats og Ágúst. „Aðeins meira - aðeins dýpra strákar“,
segir verkstjórinn Þórður Sighvats.
Greinarhöfundur vígalegur ásamt Bjössa af Stöðinni.