Feykir


Feykir - 19.06.2002, Blaðsíða 6

Feykir - 19.06.2002, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 22/2002 Sterkir frjálsíþrótta- menn á héraðsmóti í blíðunni síðastliðna helgi héldu frjálsíþróttamenn i Skagafirði sitt árlega héraðs- mót. Veðurfarsleg skilyrði til mótahalds voru með besta móti og gerðu allt sitt til að vinna upp dapurlegan ftjálsíþróttavöllinn. Til leiks voru mættir nánast allir sterkustu fijálsíþróttamenn Skagaijarðar enda lét árangur- inn ekki á sér standa. Auður Aðalbjamardóttir og tvíburam- ir Vilborg og Áslaug Jóhanns- dætur kepptust um af hörku í spjótkastinu og hafði Auður sig- ur að lokum með 40,28m. Þor- steinn Þórsson kom að venju til leiks og sýndi gamla takta og sigraði í öllum þremur kast- greinununt eftir harða baráttu við Theodór Karlsson. Vantaði tilfinnanlega fleiri kastara á þetta mót en Ólafur Guðmunds- son tugþrautarmaður mætti ekki sökum anna en hann hefði veitt þeim félögunum Theodóri og Þorsteini harða keppni. Hlaupagreinar spiluðu stórt hlutverk á þessu héraðsmóti enda Skagfirðingar þekktir íyr- ir spretthörku og úthald. Vallar- skilyrði voru þess valdandi samt sem áður að engin met voru sett að þessu sinni þrátt fyrir gríðarlega sterka keppend- ur á mótinu. Sveinn Margeirs- son sigraði í 1500 m hlaupi á tímanum 4:06,8 mín sem er ó- trúlegur árangur á ekki betri braut. AmarMárVilhjálmsson sigraði í 100 m hlaupi á tíman- um 11,2 sek og kom Theodór fast á hæla hans. Davíð Harðar- son sigraði í 400 m hlaupi á 53,3 sek og var Ragnar Frosti Frostason næstur á eftir honum á tímanum 55,0 sek. í 100 m hlaupi kvenna sigraði Vilborg Jóhannsdóttir á tímanum 13,1 sek og kom Gyða Valdís þar næst á tímanum 13,5 sek. Langstökkvarar áttu gott mót og sigraði Bergrós Inga- dóttir IR á 5,33 m. Theodór Hestamannafélögin í Skatiafírði Úrtaka á gæðingum fyrir landsmótið Ortökumót fyrir landsmót í gæðingakeppni og skeiði og tölti fór ffam á skeiðvellinum við Sauðárkrók um fyrri helgi í á- gætis veðri og við góð skilyrði. Eftirfarandi hestar náðu inn á landsmót. Frá Hestamannafélaginu Stíganda: A-flokkur, Sif frá Flugumýri II og Boði frá Flugu- mýri II, eig. Páll Barki Pálsson og Anna Sigurðardóttir, knapi Páll Bjarki. B-flokkur: Skuggi ffá Garði, eig. Bergur Gunnars- son, Rósa Vésteinsdóttir og Leif Arne, knapi Bjarni Jónasson. Þröstur frá Syðra-Skörðugili, eig. Sigurjón P. Einarsson, knapi Eyþór Einarsson. Ung- mennaflokkur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir á Golu ffá Ysta- gerði, Elvar Logi Friðriksson á Þokka frá Varmalæk. Unglinga- flokkur: Tinna Ingimarsdóttir á Tívar frá Þrándarstöðum, Ásta Björk Pálsdóttir á Dropa ffá Flugumýri. Barnaflokkur: Hjálmar Bjöm Guðmundsson á Glóblesa ffá Tunguhálsi II, Pét- ur Óli Þórólfsson á Goða frá Hjaltastöðum. Léttfeti: A-flokkur, Fálki ffá Sauðárkróki, eig. Sauðárkróks- hestar (Sveinn og Guðmundur), knapi Sigurður V Matthíasson, Hilmir ffá Sauðárkróki, Sauðár- krókshestar, knapi Sigurður V Matthíasson. B-flokkur. Hróður ffá Refsstöðum, eig. Mette Mansette, eig. knapi. Dimmbrá, eig. Steán Reynisson, knapi Bergur Gunnarsson. Ung- mennaflokkur: Hafdís Einars- dóttir á Glóa frá Stóru - Seylu, unglingaflokkur Guðrún Hanna Kristjánsdóttir, hesturinn Gunn- ar ffá Hlíð. Stefanía Inga Sig- urðardóttir á Flugu frá Hofs- völlum. Bamaflokkur: Þórey Elsa Magnúsdóttir á Dimmu ffá Högnastöðum, Skapti Ragnar Skaptason á Nátthrafni frá Hólabaki. Svaði: A-flokkur. Sunneva frá Óslandi, eig. Þórir Jónsson, eig. knapi. B-flokkur Fengur ffá Sauðárkróki, eig. Friðrik Steins- son og Elísabet Jansen, knapi Elísabet. Bamaflokkur: Hannes B. Sigurgeirsson á Flosa frá Brekkukoti. Fluguskeið og tölt. Þrír náðu tíma í Fluguskeiði inn á lands- mót. Fjölnir ffá Sjávarborg, eig. Björn Hansen, Tóbas frá Sjáv- arborg eig. Jón Geinnundsson (bræður tveir), Spói ffá Sauðár- króki eig. og knapi Ragnar Ei- ríksson. I tölti munu keppa á landsmóti úr Skagafirði Bergur Gunnarsson á Dimmbrá ffá Sauðárkróki, Heiðrún Ósk Ey- mundsdóttir á Golu ffá Ysta- gerði og Bjöm Sveinsson á Stöku ffá Varmalæk. Þessir fimm kröftugu strákar þreyttu 1500 metra hlaup. Karlsson sigraði langstökk karla með 6,58 m eftir harðvít- uga baráttu við Amar Már Vil- hjálmsson en hann stökk 6,54 m. Árangur Theodórs í lang- stökkinu tryggði honum jafn- framt sigur í keppninni um stigahæsta íþróttamann móts- ins, samkvæmt alþjóðlegri stigatöflu. Nánari upplýsingar um úrslit á mótinu er hægt að nálgast á heimasíðu frjálsíþróttamanna í Skagafirði “http://www.frjals- ar.com en þar er finna helstu upplýsingar um helstu málefni fijálsíþrótta á Íslandi og víðar. Að lokum má geta þess að UMSS á nú rúmlega þriðjung keppenda i landsliðshópi ís- lendinga sem mun keppa í Tall- in í Eistlandi 22. - 23. júní nk. og óskum við þeim góðs geng- is á mótinu. DH. Auglýsing í Feyki ber árangur Þessar þrjár stúlkur kepptu í barna- og unglingaflokknm á úrtökumót- inu og stóðu sig vel. Elísabet Jansen með Feng frá Sauð- árkróki sem komst í úrslit í b-flokki.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.