Feykir


Feykir - 02.10.2002, Síða 3

Feykir - 02.10.2002, Síða 3
33/2002 FEYKIR 3 Enn laðar hún fólk að Laufskálaréttin Vel tókst til með stóðréttar- helgina í Skagafirði, en þetta er mesta ferðamannahelgi sumai- ins í héraðinu og var allt gisti- rými upppantað fyrir löngu. Mikill fjöldi fólks kom í Lauf- skálaréttina að vanda, en þó virtist sem réttargestir væru heldur færri núna en í fyrra, en þá var fjöldinn með því mesta sem gerst hefur. Réttargestir hafa þó vart verið undir tveim- ur þúsundum að þessu sinni og nutu þeir veðurblíðunnar, hrossanna og félagsskaparins, en við Laufskálarétt hittir fólk vanalega fjölda kunnngja sem koma í Skagafjörð af þessu til- efni árlega. Síðustu réttarár hefiir magn- ast upp nokkur spenna vegna dansleikjahalds í héraðinu tengdu Laufskálaréttinni. Segja má að soðið hafi upp úr á síð- asta hausti og núna var búið að gera samkomulag um að að- eins einn dansleikur yrði í hér- aðinu. Það átti að stefna öllu fólkinu saman í reiðhöllinni á Sauðárkróki. Menn hlupu hins- vegar út undan sér og blásið var til dansleiks einnig á Hofsósi, Svaðamenn og Neisti tefldu ffam Pöpum sem slógu i gegn á síðasta hausti. Útkoman var sú að mikil aðsókn var á báð- um stöðum. Talið var að hátt i þúsund manns væri i Reiðhöll- Þeir tóku lagið af kraftiundir réttarveggnum: Magnús bóndi í Ási, Ragnar í Hátúni, Gunnsteinn frá Tunguhálsi, Björn á Varmalæk og Björn Þór frá Ólafsfirði. Spekingslegir fyrrum samstarfsmenn úr iðnaðarráðuneyt- inu, Kristján Skarphéðinsson skrifstofustjóri og Finnur Ingólfsson, núverandi forstjóri VÍS, sem einnig dró fyrir Harald í Enni fyrrverandi réttarstjóra. Hestarnir leita í sitt hvora áttina undan þeim Brynleifi í Dalsmynni og Lillu frá Hjalla, sem kemur í héraðið árlega og tilheyrir þeirri fjölmennu sveit sem dregur fyrir Harald Jóhannsson bónda í Enni. inni á Svaðastöðum, þar sem Sixties léku fyrir dansi og um 500 manns í Höfðaborg á Hofsósi, auk þess sem fjöldi manns skemmti sér á öldurhús- um. Lögregla segir að þessar samkomur hafi farið vel ffam og það eina sem uppá kom um helgina var að tveir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. HELGARTILBOÐ frá fimmtud. til laugard Gulrætur 239,-kg Blómkál 219,-kg Broccoli 219,-kg Coco Puffs 553 gr. 339,- Hunangs Cheerios 567 gr. 359,- Cheerios 567 gr. 329,- Pepsi 2 Itr. 149,- Hraunbitar 159,- (ath takmarkaðar birj /. . ~ i

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.