Feykir


Feykir - 02.10.2002, Page 7

Feykir - 02.10.2002, Page 7
33/2002 FEYKIR 7 Undir Borginni Skáldgáfan sem leynist nánast í hverjum manni Mér verður stundum hugsað til Skagstrendingsins sem forðum fór í meirapróf bílstjóra. Þegar hann var skráður inn, var hann eftir að hafa sagt til nafns, spurður hvar hann væri fæddur. „Á Fjalli “ svar- aði hann að bragði og var það al- veg eftir nótum sannleikans. En viðbrögðin voru hin kuldalegustu því skráningarmaðurinn hreytti út úr sér: „Engin fíflalæti hér!” Það er stundum erfitt fyrir þá sem þekkja lítið annað en malbik að skilja að það er sitthvað fleira til, svo sem fjöll og dalir, firðir og strendur. Bæir út um landið bera margir viðlíka nöfn, Fjall, Dalur, Fjörður, Strönd. Og það merkilega er, að á slíkum stöðum fæðist fólk enn í dag, þrátt fyrir að svo sýnist sem flest sé reynt til að loka á slíkt mannlíf sem fyrst. Krydd í lífsgrautinn En veruleikinn er sem betur fer stundum með þeim hætti að hann skapar sjálfkrafa margt sem er spaugilegt og glettið. Það verður svo krydd í hversdagsleikann og maður geymir það með sér og blandar því í lífsgrautinn til að bragðbæta hann og gera hann æti- legri. Sögur geijast í meðforum og taka loks á sig endanlega mynd, ef þá er um eitthvað endanlegt að ræða í þeirn efhum. Skáldgáfan sem leynist nánast í hverjum manni, að minnsta kosti á íslandi, nærist og styrkist í kringum alla sagnaskemmtun. Þar leiðir eitt af öðru því að margir leggja steina í þessa og hina sögubygginguna uns hún rís í hæðir með skemmtunar- gildi til frambúðar. Það hefur alltaf verið íþrótt kynslóðanna í þessu landi, og vafalaust víðar, að henda á lofti glettin atvik úr hinu daglega lífi og fjörmagna þau sem mest og sjá í þeim sem flestar hliðar til yndis og ánægju. í sálarlegum skilningi hefur allt slíkt lyfjalegt vægi, ekki síst í ver- öld skammdegis og kulda, þegar margir eiga bágt og þurfa á sagna- hressingu að halda. Ef til vill má finna í slíku skýringar á hinu sér- íslenska jólabókaflóði, en það er önnur saga. Frystikista - Frostastaðir...! Einhvemtíma var mér sagt að hringt hefði verið norðan úr Skagafirði í heimilistækjabúð í höfuðstaðnum og falast eftir kaup- um á ffystikistu. Kaupandinn sagðist heita Frosti og eiga heima á Frostastöðum. Afgreiðslumaður- inn á að hafa verið á báðum áttum um stund og einna helst haldið að verið væri að leika eitthvað með hann. Hvort sem sagan er sönn eða ekki, felst í henni nokkur glettni sem kemur aðeins við hlát- urtaugamar. Þegar mér var sögð þessi saga, fannst mér tilvalið að renna henni í rím og stuðla og útkoman varð eftirfarandi: Hringt var suður vegna vanda, viðskiptin þar urðu góð. Sagan mun í minni standa, mætti setja hana í ljóð. Hringingunni halur mætti heimilis í tækja búð. Hélt í fyrstu að hann ætti í orðaleik við sirkustrúð. Tókst þó eftir talsvert múður traust að vekja að fullu þar. Enda reyndist enginn trúður eiga þar við hringingar. Búðarmannsins bestu taktar birtust þá í góðri sál. Eftir heyrðar raunir raktar rauk hann í að leysa mál. Afgreiddi með hætti hröðum hlutinn sem að vantaði, ffystikistu að Frostastöðum, Frosti sjálfur pantaði! Rúnar Kristjánsson. Boðið til smölunar í Gaflinum fyrir Víðidalstunguréttina Ferðaþjónustuaðilar í Húna- þingi vestra gera eins og und- anfarin ár ýmislegt í kringum Viðidalstunguréttina sem verð- ur nk. laugardag 5. október. Daginn áður gefst áhugasöm- um tækifæri að taka þátt í smölun í Gaflinum. í tilkynn- ingu segir að öllum sé velkom- ið að taka þátt í gleðinni, njóta fegurðar heiðarinnar, grillveisl- unnar á Fosshóli og líta augum gæðingsefni Víðdælinga. Opið hús verður í kjölfar smölunar á föstudag á Gauks- rnýri, í reiðhöllinni á staðnum frá kl. 20 - 23. Hjalti Júlíusson og félagar sjá um tónlistina. Veitingar eru til reiðu á staðn- um og söluhross. Um kl. 23 um kvöldið tekur svo við stóð- réttarupphitun í Víðigerði, þar sem Rúnar Júlíusson og Þórir Baldursson skemmta. Þeir sem hafa áhuga á að koma hrossum á sölusýningar í tengslum vð stóðréttir í Víði- dal eru beðnir að hafa sam- band við Magnús Ólafsson Sveinsstöðum í síma 452 4495, sem gefúr nánari upplýs- ingar. Víðidalstunguréttin hefst klukkan tíu á laugardagsmorg- un, klukkan hálffólf verður uppboð í réttinni, og sölusýn- ing verður klukkan eitt á veg- inum til móts við réttina, upp- boð verður síðan í réttinni um tvö leytið. Klukkan þijú verð- ur dregið i happadrætti, þar sem í boði eru glæsilegir vinn- ingar. Um kvöldið verður síð- an stóðréttarball í Víðihlíð með hljómsveit Geinnundar Valtýssonar, en Geirmundur hefúr ósjaldan spilað þar á réttarballi. Smáauglýsingar Vmislegt! Til sölu borðstofúborð úr beiki ásamt sex stólum, tvær stækkunarplötur fylgja. Bólstr- aðar setur á stólum. Selst ódýrt. Upplýsingar í síma 452 2945. Hvolpar fást gefins. Upp- lýsingar í síma 467 1046. Húsnæði! Herbergi til leigu niðri í bæ. Upplýsingar í síma 863 9616. Til leigu einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks. Frið- sælt umhverfi og gott. Hentugt fyrir fólk sem þarf næði til að vinna að verkefnum sínum. Upplýsingar í síma 453 5558. Aðalfundur Alþýðu- bandalagsfélags Sauðárkróks verður haldinn í Villa Nova 27. október n.k. og hefst kl. 20:30. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Auglýsing í Feyki ber árangur! Skagafjörður Kennara vantar á Krókinn Vegna barnsburðarleyfa og veikindaforfalla getum við bætt við okkur áhugasömum kennurum sem eru tilbúnir að taka þátt í því metnaðarfulla skólastarfi sem fram fer hjá okkur. Um er að ræða handmennt og umsjónarkennslu á miðstigi frá byrjun nóvember nk. og umsjónarkennslu á yngsta stigi frá áramótum. Einnig eru Iausar nú þegar tvær kennarastöður í skólaseli við Háholt í Skagafirði. Um er að ræða kennslu sex nemenda sem búa í Háholti. I Arskóla eru 460 nemendur í 1.-10. bekk. I skólanum er ágætlega búin sérdeild. Skólinn er einsetinn og tekin var í notkun ný og fullbúin álma sl. haust. Einnig er aðstaða í tölvu- og upplýsingatækni með því besta sem gerist í grunnskólum. Sauðárkrókur býður upp á góða þjónustu, öflugt íþróttastarf, leikskóla og fjölbrautaskóla. Mikill metnaður ríkir innan samfélagsins um að gera gott skólastarf betra. Nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í síma 455 1100 og 892 1395. Sjá einnig heimasíðu skólans: http/www.arskoli.is

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.