Feykir


Feykir - 16.10.2002, Page 6

Feykir - 16.10.2002, Page 6
6 FEYKIR 35/2002 Hagyrðingaþáttur 347 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrja þarf á að leiðrétta eina af vís- um Karls Sigtryggssonar sem birtist í síðasta þætti. Rétt er hún þannig. Ósköp hljótt er um þann völl sem ól þig sinuskúíiir. Aldrei þekktu íslensk fjöll allar hundaþúfúr. Síðasta þætti lauk með vísum Böðv- ars Guðlaugssonar í rimmu hans við Karl. Þegar þær bárust til Húsavíkur sendi Karl Guðm. Sig. þessa. Fékk hann oft svona andleg flog alltaf stærri og stærri, því var honum komið í Kópavog fyrst Kleppur er svona nærri. Fljótur var Guðmundur að senda eft- irfarandi svar til Húsavíkur. Auðnan gerist endaslepp og íslensk þjóð í vanda. Ef þið dæmið alla á Klepp sem ykkur ffamar standa. Þegar Böðvar heyrði vísu Karls varð til eftirfarandi svar sem ég veit að marg- ir sem eldri eru kannast við og ég hef heyrt að talin sé ein af þeim bestu sem varð til í þessu gríni þeirra félaga. Það veit guð ég þykist heppinn þegar birtast skeyti slík. Að eiga styttra í aðalkleppinn en útibúið á Húsavík. Þegar Pálmi Jónsson á Sauðárkróki las síðasta blað af Feyki sá hann þar meðal annars tilkynningu um myndlist- arsýningu Önnu Hrefnudóttur. Af því tilefni varð til eftirfarandi vísa. Á haustin var smalað á hestum og háð voru uppskerustríð. Nú von er á góðum gestum gefum þeim fengsæla tíð. Nokkuð mörg ár eru liðin frá því nokkurt glens var uppi á Sauðárkróki um samstarf þeirra skáldabræðra Rós- bergs og Guðmundar Halldórssonar. Segir sagan að Rósberg hafi tekið að sér að hjálpa Guðmundi að gera við íbúðar- húsið. Sóttu þeir timbur í verslun KS og fengu síðan spotta til að binda timbrið niður á toppgrind bílsins. Nokkm síðar komst nafnlaus vísa á kreik, en var af kunnugum eftir því sem ég man best tal- in eftir Pál Siguijónsson. Skáldabræður af tvennu tagi tóku út sína neysluvöru, keyptu þeir í kaupfélagi kistuvið og efhi í snöru. Rósberg mun hafa verið fljótur til svars og mun þá hafa haft í huga að þetta ár innleiddi Kaupfélag Skagfirð- inga staðgreiðslu í verslununt sínum, en var þó byggingarvöruverslun undanþeg- in þeirri kvöð. Þótt staðgreiða verði hvert tangur og tól sem tilheyrir mönnum sem lifa, má hnausþykkan kaðal í hengingaról hjá háttvirtum félögum skrifa. Lokavísan í þessum væringum var í mín eyru talin eftir minn góða fyrrver- andi sveitunga og snjalla hagyrðing Torfa Sveinsson frá Hóli. Veit ég ekki sönnur þar á, en vísan getur kannski svarað því. Sultarólar ýmsir herða önnum þegar lýkur dagsins. Skyldi snöruskrattinn verða skjaldarmerki kaupfélagsins. Jakop Ó. Pétursson á Akureyri mun eitt sinn hafa ort eftirfarandi vísu til konu sinnar. Þegar ég kem heim í hlað hrakinn af kulda og vosi, hlýnar mér, ég þakka það þínu milda brosi. Séra Sigurður Einarsson í Holti hug- leiðir mátt íslenskrar tungu og yrkir svo. Óðinn þverr, sem áður bar yfir þveran dalinn. En ei munu verin orðlistar öll í ffera kalin. Þá langar mig að fá upplýsingr ffá lesendum ef þeir vita hver hefúr ort eft- irfarandi afinælisvísur. Tíminn fellir ár við ár ævi er straumur þungur. Sakar lítt þó hrími hár ef hugurinn er ungur. Enn skal grípa hjör og hjálm hafa gamla lagið, yrkja stöku, syngja sálm og syndga annað slagið. Sú skal bænin send ffá mér sólar hæstum þengli, að góða daga gefi þér og geri þig svo að engli. Það mun hafa verið Magnús Einars- son sem sendi 80 ára vinkonu sinni þessa kveðju. Þó að kvöldi og húmi um heiðar heillar manninn affanroði. Við seinni hluta lífsins leiðar liggur vorsins fyrirboði. Hannes Ágústsson síðast verkamað- ur í Reykjavík orti svo á effi árum. Ég eldist líkt og aðrir menn það ætti ég best að finna. Að vísu blaka eg vængjum enn en vænghafið er minna. Bjöm Daníelsson á Sauðárkróki mun hafa ort eftirfarandi haustvísu. Þótt sölni grösin græn ffá vori glói hrím á blaði og steinum, gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hugans leynum. Önnur haustvísa kemur hér en ekki þori ég að segja neitt um höfúnd henn- ar. Frost á vellli vinnur mein vetrar gellur þmma. Bliknuð fellir blöð af grein björkin ellihruma. Það er Þórleifúr Jónsson frá Effi- Skálateig í Norðfirði sem yrkir svo á haustdegi. Hallar degi, haustar að húmið brýst til valda, rósir fölna blikar blað bleiku hlíðar tjalda. Þá er gott að leita til Þórleifs með lokavísuna. Sumar liðið, lengist nátt lokast rósabráin. Leggur haustið hélugrátt hramm á blessuð stráin. Veriði þar með sæl að sinni. GuðmundurValtýsson, Eiríksstöðum 541 Blönduósi, sími 452 7154. Ólöf Guðmundsdóttir Ytri - Löngumýri A. - Hún. Fædd: 10. mars 1918. Dáin: 5. september 2002 t Þær voru ekki háar í loftinu hnáturnar tvær, sem stormuðu út Blöndudalinn einn góðviðris- daginn. Af ævintýraþrá tóku þær stefnuna út að Ytri-Löngu- mýri og sem fýrir tilviljun á- kváðu þær að heimsækja hana Ólöfú á Ytri-Mýrinni. Ólöf tók þeim vel og leiddi þær til stáss- stofu. Sömu stofu og forustu- menn Framsóknarflokksins var boðið til þegar landsmál voru rædd. Þar bar hún fyrir þær veislukost þess tíma, kokteil-á- vexti og rjóma. Þær sátu í stof- unni á Ytri-Mýrinni, borðuðu á- vexti upp úr skál með rjómann út að eyrum nærri því eins og matrónur, segjandi Ólöfú fféttir. Þetta atvik rifjaðist upp nú við andlát Ólafar, þær höfðu ekki þekkt hana mikið, en samt tók hún á móti þeim smástúlk- unum eins og hefðarkonum. Þessi litla.saga gefúr vísbend- ingu um mannkosti Ólafar Guðmundsdóttur húsfreyju á Ytri-Löngumýri. Ólöf var fædd í Flatey á Skjálfanda 10. mars 1918. For- eldrar hennar voru Guðmundur Jónasson, útvegsbóndi í Flatey og Þuríður Elísa Pálsdóttir ffá Brettingsstöðum á Flateyjardal. Þau eignuðust 17 böm og komust 13 þeirra til fúllorðins- ára. Ólöf giffist 24. maí 1945 Bimi Pálssyni bónda og alþing- ismanni á Ytri-Löngumýri í Austur-Húnavatnssýslu og átti með honum þrjár dætur og sjö syni. Ólöf var yfir meðallagi há, gekk eilítið fott, en var myndar- leg og bar sig vel. Hún var vel gefinn, hispurslaus og blátt á- ffam í allri framkomu. Hún hafði áhuga á mönnum og mál- efnum, var ffóð kona og vel les- in og undi sér löngum við lestur bóka þegar annir kölluðu ekki á. Bjöm, maður Ólafar, var ffamámaður og fyrirferðarmik- ill í héraðs- og stjórnmálasögu sýslunnar og síðar Norður- landskjördæmi vestra og er sú saga kunn. Þætti Ólafar hefúr verið minni gaumur gefinn. Bújörð Ólafar og Bjöms, Ytri-Löngumýri, er ekki mjög stór jörð, en öll grasi vafin og ffjósöm. Hún stendur á dalmót- um Blöndudals, Langadals og Ævarsskarðs, en Tungunesmúli skýlir henni fyrir norðanátt. Fénaðarferð erþægileg ogjörð- in var snemma skipulega vel hýst að þeirra tíma mælikvarða, ásamt mikilli ræktun. Jörðin hefúr þá sérstöðu meðal jarða til dala á Norðurlandi að hún snýr að hluta til á móti sól við suðri og nýtur því sólar vel á jörðinni. Þarerþví veðursæld. Þessajörð sat Ólöf með eiginmanni sínunt í hálfa öld og var samfellt mik- ill búskapur á þeim bæ allan hennar búskapartíma. Þama ól hún upp tíu böm þeirra Bjöms og veitti búinu jafnffamt for- stöðu, því oft var Bjöm lang- dvölum að heiman. Þetta var ekki sjálfgefið né hlutverk hennar auðveldlega leikið eftir. Á þessum ámm höfðu Ólöf og Björn, ráðsmann, Georg Sigurvaldason ffá Eldjámstöð- um, hraustmenni mikið. í ljósa- skiptununum eftir gegningar kom Georg gjarnan ffam að Syðri-Löngumýri að spjalla. Hann bar Ólöfú alltaf vel sög- una. Ég held að þetta hafi verið góð ár, Georgi var vel treyst fyr- ir búskapnum og honum samdi vel við þömin. Örlögin leiddu leiðir okkar Ólafar saman með tvennum hætti. Fyrir utan að hafa verið nágranni hennar á Syðri- Löngumýri og þekkt hana frá því ég var átta ára er ég ömmu- bróðir þriggja bamabama henn- ar. ,Já þau geta verið gráglettin örlögin, Þorsteinn, “ heyri ég Ó- löfú segja með sínum hvella og háahljóm. í bernsku minni voru all- nokkur samskipti milli Löngu- mýrarbæjanna. Á Ytri-Mýrinni vom bömin mörg en ég var alla mína bemsku einn á Syðri- Mýrinni auk sumarbarna. Ég var samtíða elstu systmnum í farskóla og einnig keypti Ólöf alltaf egg af Guðbjörgu, fóstru minni, elskulegri. Eitt atvik er mér minnisstætt en þá komu þrír af yngri bræðrunum að sækja egg. Þeir fóru með mér í hænsnahúsið og inn í fjárhús. Ég var eldri og gerði þeim þann grikk að læsa þá inni í fjárhús- unum. Þeim bræðrum varð illt við en höfðu síðan engar vom- ur á en bmtust út um glugga. Ekki kom nein krafa fram ffá Ólöfú um að mér yrði refsað fyrir tiltækið og var ég þakklát- ur fyrir það. Éftir að búskaparumsvif minnkuðu á Ytri-Mýrinni áttu Ólöf og Bjöm lítið en snoturt bú í Vesturhlíð (Litladal) og fóm þau hjón saman þar til gegninga. Eftir lát Bjöms 1996 flutti Olöf suður og naut um- önnunar bama sinna. Ólöf skipti sér ekki af félagsmálum utan heimilis, en hún var hlý og viðræðugóð heim að sækja. Með Ólöfú er gengin góð kona sem var mikil af sjálffi sér. Blessuð sé minning Ólafar Guðmundsdóttur, húsffeyju á Ytri-Löngumýri. Þorsteinn H. Gunnarsson.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.